Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Gjafakarfa sælkerans n á t t ú r u l e g a Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi Margar tegundir af gjafakörfum með spennandi sælkeravörum.                     !  ! "# ""$ %  & '""(  )*  +%, "  % -% *.)'./* 0" &  1 )$ * %"  &* * )*.%2 *  0" %22!)$ * +  %  &3  4 !)  &   2  %/ - - &"25*  / 21 # +4 6,* 7 / 8 ) %/2 9 /#".   )*. %2 *" " 2 ( *  "" /% !  "$ *1 " #$% "#& " #$% ' #$% :++0 %(%2 *& !)$ * %"  .   0" &6$&* !2  %, *1 ;"'*  6* !)$ * %"  .(""/!)$ *  **.1 <  % +  /"2.% " ""0" &   2. " *. *.%)*..2 *2""0""%2 !)$ * !" . "" .$*.1 )*)!  ! "*. ! *. !)$ * !"**.6& 6%2&"/)' *. 2.  &  &  !2 1 =  4 6,*     !)  )$( 0 )'*.2 ". (>& %/* &*%%+ 1 ?+% )   & /"2&' "1                  "   #$%!  &' () *  ((%    +     . #* % * ", *  , +.@ 2  **.'"" 1 *-(!  "%  %, 2. +*22 */  "$*% * )' %, 2./+ 1  - ! -4 2." " 2"" $ *. 2" &. 4 6 ,* *.!2 /A2B**  --! - 2. " " 26'& * !0 !)$ *+% )   1 " 6/&6'&"% *2  %2 *2. & !2 % +1 Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Mjög erfiðar aðstæður voru á strandstað kýpverska flutninga- skipsins Wilson Muuga, skammt suður af Sandgerði snemma í gær- morgun, kolniðamyrkur, hvassviðri og 5–6 metra ölduhæð, að sögn Halldórs B. Nellett, framkvæmda- stjóra aðgerðasviðs Landhelgis- gæslunnar. Halldór segir að hjálparbeiðni hafi borist rétt fyrir klukkan hálf- fimm í fyrrinótt. Það hafi ekki ver- ið neinn aðdragandi og skipið kom- ið upp í fjöru. Skipstjórinn hafi ekki lýst yfir neyðarástandi og óskað eftir aðstoð dráttarbáts til að koma sér á flot. Hann hafi ekki viljað aðstoð þyrlu og sagt að það væri ekki hætta á ferðum, en þyrl- urnar hafi fljótlega verið settar í viðbragðsstöðu þrátt fyrir það. Varðskip hafi strax verið ræst út og stefnt á staðinn, annað þeirra hafi verið við Vestmannaeyjar og hitt í Reykjavík. Þá hafi allar ná- lægar björgunarsveitir verið kall- aðar út og björgunarbátar slysa- varnarfélagsins Landsbjargar. Einnig hafi komið í ljós að danska varðskipið Triton hafi verið næst strandinu en það var statt rétt norðan Garðskaga og óskað hafi verið eftir að það færi á staðinn og athugaði aðstæður. Tveimur bátum hvolfir Halldór segir að fljótlega hafi komið í ljós að skipið hafi verið komið mjög langt upp í fjöru sem hafi gert allar aðgerðir frá sjó mjög erfiðar þar sem björgunar- skip hafi ekki getað komið nær flutningaskipinu en mílu, eða rétt rúmlega það, vegna grunnsævis. Þar með hafi verið ljóst að það yrði mjög erfitt að koma taug um borð vegna mikillar fjarlægðar. Halldór segir að síðan hafi það gerst að Triton hafi ákveðið að setja út bát um sexleytið. Hann kunni ekki að greina nákvæmlega frá atvikum, en svo virðist sem sá bátur hafi lent í erfiðleikum og þeir sent út annan bát til þess að aðstoða þann fyrri. Rétt fyrir sjö berist síðan tilkynning um það frá Triton að báðum bátunum hafi hvolft og átta menn sem verið hafi um borð séu týndir. Halldór segir að skömmu áður en það hafi gerst hafi verið búið að ákveða að senda stýrimann og lög- reglu um borð í skipið með þyrlu til þess að kanna allar aðstæður um borð. TF-LÍF hafi umsvifa- laust verið send til þess að leita að mönnunum og fundið sjö þeirra á lífi, þar af einn sem hafi verið orð- inn mjög kaldur, enda hafi þeir verið búnir að vera rúman klukku- tíma í sjónum. Einn skipverja hafi verið látinn. Tekist hafi að hífa skipverjana um borð í þyrluna og hafi hún lent með þá í Keflavík rúmlega átta. „Það er ekki gott að vera í haugasjó og hífa menn upp í svarta myrki þegar ölduhæðin er fimm til sex metrar. Það er mjög erfið aðgerð,“ segir Halldór. Allir fluttir í land Hann segir að eftir þetta hafi fulltrúar Gæslunnar og lögreglu farið um borð í skipið til að meta aðstæður. Ákveðið hafi verið í samráði við lögreglu, sem hafi yf- irumsjón með aðgerðum í landi þar sem um strand sé að ræða, að flytja alla skipverja til lands og hafi TF-SIF selflutt þá milli klukkan tvö og þrjú í gærdag. Ekki hafi þótt forsvaranlegt að hafa menn um borð eftir að nátt- myrkur skylli á þar sem veður færi versnandi. Halldór segir að björgunarað- gerðirnar hafi gengið eftir atvikum vel. Aðstæður hafi verið mjög erf- iðar á slysstað, kolniðamyrkur, hvasst og 5–6 metra ölduhæð. Það sé hörmulegt að einn skipverja af Triton skuli hafi látist við björg- unaraðgerðirnar en því miður séu björgunarstörf hættuleg, eðli málsins samkvæmt, þó farið sé af fyllstu gætni. Mjög erfiðar aðstæð- ur voru á strandstað Í HNOTSKURN »Skipstjóri flutningaskips-ins sendi út hjálparbeiðni eftir að skipið strandaði en lýsti ekki yfir neyðarástandi. »Skipverjarnir tólf voru sel-fluttir í land af TF-SIF um miðjan dag í gær meðan ennþá var bjart. »Svart- og gasolía er í skip-inu og hafa menn áhyggj- ur af því að hún kunni að fara í sjóinn. Byrjað er á vegagerð niður í fjöru til að koma að tækjum til að undirbúa dæl- ingu úr skipinu. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is DANSKI varðskipsmaðurinn, sem drukknaði í fyrrinótt þegar gúmmí- báti af danska varðskipinu Triton hvolfdi undan Sandgerði, hét Jan Nordskov Larsen frá Kaupmanna- höfn. Nordskov Larsen var 25 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Björgunarvesti Larsens fór af honum og flotgalli hans rifnaði og fylltist af sjó. Að sögn talsmanns stjórnstöðvar danska sjóhersins héldu tveir félagar Larsens honum uppi í sjónum lengi vel uns þeir örmögnuðust og gátu ekki meira og rak Larsen þá í átt að landi en á þeim tíma mun ekki lengur hafa verið lífsmark með honum. Tveir áfallasérfræðingar frá danska sjóhernum lögðu af stað til Ís- lands í gær sem og tveir sjóslysaeft- irlitsmenn frá hernum sem eiga að rannsaka slysið og fara yfir at- burðina. Urðu alveg vélarvana Varðskipsmennirnir af Triton sem fóru í gúmmíbátinn komust að flutn- ingaskipinu Wilson Muuga sem strandaði sunnan við Sandgerði en komust hins vegar ekki um borð í skipið vegna mikil sjógangs, að sögn talsmanns stjórnstöðvar danska sjó- hersins. Stuttu síðar rofnaði talstöðv- arsambandið milli Tritons og gúmmí- bátsins sem síðan komst ekki til baka að Triton þar sem báðar utanborðs- vélarnar urðu aflvana. Við það varð báturinn stjórnlaus og hvolfdi honum síðan með dönsku varðskipsmönn- unum átta. Þyrlan ekki í lagi Talsmaður danska sjóhersins segir í samtali við Morgunblaðið að undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði þyrlan af varðskipinu verið send af stað en hún hafi hins vegar ekki verið í fullkomnu lagi og því hafi verið tekin ákvörðun um að setja út gúmmíbátinn til þess að koma sjó- mönnunum til hjálpar. Hann segir menn meta áhættuna hverju sinni þegar slík ákvörðun sé tekin og fyrir liggi að það sé aldrei al- veg áhættulaust að sigla í gúmmíbáti í vondu veðri. Menn hafi hins vegar metið stöðuna svo að nauðsynlegt væri að reyna að koma skipverjum á Wilson Muuga til hjálpar. Það hafi verið mikið óhapp að drepist hafi á báðum utanborðsvélum björg- unarbátsins á svipuðum tíma. Daninn sem lést Jan Nordskov Larsen Strand flutningaskipsins Wilson Muuga við Sandgerði í gærmorgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.