Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						6 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
T
il stendur að færa Jungle Book
Rudyards Kiplings upp á hvíta
tjaldið á nýjan leik. Sem frægt er
gerði Disney-draumasmiðjan teikni-
mynd eftir sög-
unni árið 1967 en
endurgerðin kem-
ur til með að
skarta lifandi dýr-
um í aðal-
hlutverkum.
Myndin verður
að mestu tekin á friðlýstu landsvæði
tígrisdýra í Indlandi, sem nefnist
Ranthambore
Leikstjóri myndarinnar, John
Downer, segir þessa nýju útgáfu sög-
unnar verða nær því sem höfund-
urinn Kipling sá fyrir sér.
?Markmið mitt er að gera mynd
eftir einni bestu sögu allra tíma. Ég
ætla að nýta mér nútímatækni og
nýjustu upptökutækni í náttúrunni
til að gera hana sem besta,? sagði
leikstjórinn í viðtali við BBC.
?Sagan er uppfull af húmor en hún
er líka áminning til okkar um að
huga vel að náttúrunni og öllum íbú-
um hennar.?
Þjálfuð dýr koma til með að vera í
hlutverkum aðalpersónanna, að und-
anskildum Mógli. 
Það verður því spennandi að sjá al-
vöru skógarbjörn stíga nokkur spor
og syngja ?The Bare Necessities?.
Áætlað er að myndin verði tilbúin
árið 2009.
L50098L50098L50098
L
eikararnir og nafnarnir Corey
Feldman og Corey Haim áttu
hug og hjörtu margra unglinga á ní-
unda áratugnum
enda sáust þeir í
ófáum unglinga-
myndunum. Ein
þeirra var vam-
pýru-hrollvekjan
The Lost Boys.
Nú stendur til að
gera framhalds-
mynd tuttugu ár-
um eftir að The
Lost Boys kom út.
Myndin nefnist einfaldlega The Lost
Boys 2.
Þeir Coreyar Feldman og Haim
ætla að sögn að bregða sér á ný í
hlutverk sín í myndinni ásamt Jam-
ison Newlander sem einnig lék í
myndinni á sínum tíma.
Með önnur hlutverk fara þau An-
gus Sutherland (sonur Donalds Sut-
herlands), Tad Hilgenbrink og Aut-
umn Reeser (The O.C.).
Lost Boys 2 kemur beint út á
mynddiski í Bandaríkjunum á næsta
ári en leikstjóri myndarinnar er P.J.
Pesce (From Dusk Till Dawn 3).
L50098L50098L50098
N
ýjasta mynd leikstjórans Wes
Andersons verður sýnd á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum á næst-
unni. Á undan
myndinni verður
sýnd 12 mínútna
stuttmynd úr
smiðju Andersons
sem er eins konar
inngangur fyrir
myndina sem á
eftir kemur.
Myndin nefnist
The Darjeeling
Limited og fjallar
um þrjá bræður sem leggja upp í
bakpokaferðalag um Indland eftir að
faðir þeirra lætur lífið. Stuttmyndin
fjallar hinsvegar um einn bræðranna
og sambandsslit sem hann lendir í. 
?Allar myndir sem ég geri fjalla
annaðhvort um fólk sem sker sig úr
fjöldanum, fólk sem gengur illa í líf-
inu eða fólk sem mistekst ætl-
unarverk sitt,? sagði leikstjórinn í
samtali við CNN á dögunum.
Handrit nýju myndarinnar gera
Anderson, Jason Schwartzman og
Roman Coppola. Með hlutverk
bræðranna þriggja fara þeir
Schwartzman, Owen Wilson og
Adrien Brody. 
Wes Anderson hefur áður leik-
stýrt myndum á borð við Rushmore,
The Life Aquatic with Steve Zissou
og The Royal Tenenbaums.
KVIKMYNDIR
Úr Jungle Book.
Wes Anderson
Corey Feldman
Eftir Björn Norðfjörð
bn@hi.is
B
reski menningarfræðingurinn Richard
Dyer sendi nýverið frá sér bók um
stælingar sem ber þann hnitmiðaða
titil Pastiche. Þótt hann segi það ekki
berum orðum er bókin að einhverju leyti and-
svar við frægri grein bandaríska marxistans
Fredric Jameson ?Postmodernism and Cons-
umer Society? þar sem hann hampar skopstæl-
ingu (e. parody) á kostnað stælingar (e. pas-
tiche) og hefur sú síðarnefnda ekki borið barr
sitt síðan ? a.m.k. í umræðum um póstmódern-
isma sem hefur einmitt þóst einkennast mjög
af hvers kyns stælingum. 
Fyrirmynd skopstælingar verður að búa yfir
einstaklingsbundnum stíl svo að viðtakandinn
skilji hvað sé verið að hæða. Að mati Jamesons
einkennast nútímasamfélög aftur á móti af
slíku texta- og raddaflæði að einstaklings-
bundnir stílar hverfa ? eða týnast í súpunni.
M.ö.o. eru ekki lengur til staðar sérstæðir stíl-
ar sem hægt er að skopstæla ? það er við þess-
ar aðstæður sem stælingar leysa skopstælingar
af hólmi. Stælingar búa ekki yfir satíru, hlátri
og gagnrýni forvera sinna. Eitt helsta dæmi
Jameson eru kvikmyndir sem hann kallar nos-
talgíumyndir og telur hann jafnólíka titla og
Body Heat (1981) og Star Wars (1977) til sög-
unnar. Sú fyrrnefnda er ekki skopstæling á
rökkurmyndum heldur stælir hún yfirbragð
þeirra ? einhvers konar nostalgía eftir horfnum
heim. Star Wars gerist auðvitað í framtíðinni
en hún er að mati Jamesons nostalgía eftir
gömlum seríum í anda ?Buck Rogers,? sem
verða ekki heldur skopstældar þar sem þær
heyra sögunni til.
Líkt og áður segir hafa þessar hugmyndir
Jamesons mótað mjög umræðu um stælingar
og eru þær allajafna taldar yfirborðskenndar
og skorta alla gagnrýna sýn. En nú hefur sem
sagt Dyer tekið upp hanskann fyrir stæl-
inguna. Pastiche er ansi yfirgripsmikil bók en í
henni rekur höfundur tilurð og sögu hugtaks-
ins aldir aftur í tímann, setur það í samhengi
við ólík menningarsvæði, framsetningu í ólík-
um listgreinum og ber það saman við skyld
hugtök á borð við eftirlíkingu, fölsun, stuld, ír-
óníu, háð, óð, og auðvitað skopstælingu. Allt
miðar þetta þó að því að hræra upp í hefð-
bundnum skilningi hugtaksins í dag og í seinni
köflum bókarinnar skoðar hann nýlegar stæl-
ingar og ekki síst kvikmyndir ? þ. á m. eyðir
hann heilmiklu púðri í fyrrnefnda Body Heat
(og bendir m.a. á að hún staðfesti einmitt að
rökkurmyndagreinin hafi í raun verið til því
annars hefði Body Heat ekki getað stælt hana
svona eftirminnilega og sé því varla nostalgía
eftir horfnu formi a la Jameson ? þótt hann
segi það nú ekki berum orðum). 
Enn fremur, í umfjöllun um spagettí-vestra
sýnir Dyer fram á hvernig þeir draga fram
dulin gildi bandarísku fyrirmyndanna, og telur
hann að í þeirri stælingu sé fólgin heilmikil
gagnrýni á hugmyndafræði vestrans. Með
þessum hætti vill Dyer meina að stælingar geti
ekki síður en skopstælingar búið yfir gagn-
rýnni rödd, þótt hún kunni að vera með öðrum
hætti ? tilfinningaleg fremur en vitsmunaleg.
Lokadæmið hans er einmitt nýleg mynd Todds
Haynes Far from Heaven (2002) sem hann
segir að hafi hrært mjög í tilfinningum sínum
jafnvel þótt að hann hafi verið sér samtímis
meðvitaður um að hún væri stæling á höfund-
arverki Douglas Sirks og Rainers Werners
Fassbinders (er aftur á móti hægt að gráta yf-
ir skopstælingu?). Með því að stæla ímyndaðan
tilfinningaheim 6. áratugarins gerir Far from
Heaven áhorfendur einnig meðvitaða um sögu-
lega skilyrðingu eigin tilfinninga og viðhorfa
gagnvart minnihlutahópum sem samkyn-
hneigðum og blökkumönnum. Hvað þetta varð-
ar er stælingin allt annað en yfirborðskennd
froða heldur form sem getur varpað nýju ljósi
á samfélagið og hefðbundin gildi þess.
Um stælingar
SJÓNARHORN
»
Hvað þetta varðar er stæl-
ingin allt annað en yfirborðs-
kennd froða heldur form sem
getur varpað nýju ljósi á sam-
félagið og hefðbundin gildi þess.
Eftir Heiðu Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
Þ
egar tveir af merkustu kvikmynda-
leikstjórum 20. aldarinnar, Svíinn
Ingmar Bergman og Ítalinn Miche-
langelo Antonioni féllu frá þann 30.
júlí síðastliðinn, gengu einhverjir
svo langt að tengja þann dag við
dauða kvikmyndalistarinnar. Með slíkri yfirlýsingu
er vitanlega vísað til þeirrar varnarstöðu sem kvik-
myndalistin hefur verið í gagnvart sífellt gróðamið-
aðri og samþjappaðri starfsemi ofurfjölmiðlafyr-
irtækja sem halda utan um yfirgnæfandi hluta
kvikmyndaframleiðslu og dreifingu í heiminum en
með þeim Bergman og Antonioni eru horfnir af
sjónarsviðinu áhrifamiklir forvígismenn listrænnar
kvikmyndagerðar.
Yfir kvikmyndalistinni vofir kannski líka annars
konar og áþreifanlegri dauðadómur en sá sem
varðar þá tilhneigingu markaðsaflanna til að kæfa
allt listrænt svigrúm í kvikmyndagerð, því hinu
efnislega formi kvikmyndarinnar sem tekin er og
sýnd af filmu, stendur ekki síður ógn af annars kon-
ar öflum, þ.e. tímans tönn. Það má bókstaflega
halda því fram að filmukvikmyndin sé deyjandi list-
grein, ekki aðeins vegna þess að stafræn kvik-
myndagerð er að öllum líkindum það sem koma
skal, heldur einnig vegna þess að sú arfleifð sem
þegar er til á filmu er hægt og rólega að rotna.
Filmur eru gerðar úr lífrænum efnum, sem tapa
raka og fara smám saman í gegnum efnahvörf sem
gera upplýsingarnar á filmunum að lokum ólæsi-
legar eða filmuna sjálfa óafspilunarhæfa. Hægt er
að hægja á þessu ferli með því að geyma filmur á
þar tilgerðum söfnum við kjör hita- og rakastig og
meðhöndla þær aðeins samkvæmt ströngum vinnu-
reglum varðveislufræðinga en óhjákvæmileg rotn-
un filmanna verður aðeins tafin, aldrei stöðvuð.
Jafnvel nýrri kvikmyndir á borð við hrollvekjuna
The Shining eftir Stanley Kubrick, hafa þegar
markast af ágangi tímans, t.d. hvað varðar litgæði,
en þeir sem horfa á filmueintak af myndinni í kvik-
myndasal í dag, munu að öllum líkindum ekki sjá
sama blóðrauða litinn og áhorfendur gerðu þegar
hún var fyrst sýnd í kvikmyndahúsum árið 1980. 
Arfleifð kvikmyndasögunnar
Kvikmyndavarðveislufræðingar hafa um árabil
leitast við að vekja athygli á þessari ógn sem steðj-
ar að arfleifð kvikmyndasögunnar og hlotið fremur
dauflega áheyrn. Á síðustu 20-30 árum hefur engu
að síður gríðarlegt starf verið unnið við það eitt að
bjarga gömlum filmum sem legið hafa undir
skemmdum án skipulegrar varðveislu og koma
þeim fyrir í öruggum geymslum kvikmyndasafna.
Þar hefur tekið við það starf að skrá filmurnar og
flokka, gera við það sem hægt er að gera við og búa
til eftirprentanir, til þess að hlífa frumprentinu við
frekara raski. Dæmi eru þess að filmur hafi
skemmst við það eitt að vera grafnar upp úr
geymslustöðum sínum og færðar í annað raka eða
hitastig eða við það að verða teknar upp úr hylkj-
unum af forvitnum uppgötvurum og hefur því
margur ómetanlegur kvikmyndafundurinn farið í
súginn. Stór hluti starfsins hverfist jafnframt um
það að gera kvikmyndaarfleiðina aðgengilega bæði
fræðimönnum og almenningi og stuðla þannig að
miðlun og uppgötvun kvikmyndasögunnar, frá
upphafi miðilsins og í öllum hans margbreytileika.
Þá hafa varðveislufræðingar bent á að stafræn
yfirfærsla sé engin töfralausn ? hvað þá lang-
tímalausn. Þeirra starf miðar að því að bjarga kvik-
myndunum í sem upprunalegastri mynd og um-
fram allt varðveita þá reynslu sem hlýst af því að
horfa á kvikmyndir af filmum, t.d. með því að gera
eftirprentanir (sem reyndar tapa alltaf ákveðnum
prósentum af skerpu og litgæðum) eða með því að
reyna að færa upplýsingarnar af filmunum á var-
anlegra form sem hægt væri að gera eftirprentanir
eftir í framtíðinni. Og jafnvel þó svo að stafræn yf-
irfærsla varðveiti kvikmyndir í grunnatriðum, bjóði
upp á ýmsa endurvinnslumöguleika og geri þær að-
gengilegar almenningi, er stafræn tækni samtím-
ans langt frá því að vera örugg varðveisluaðferð
þegar horft er til komandi kynslóða og þess mark-
miðs að gera kvikmyndasöguna aðgengilega á
sama hátt og listasagan er aðgengileg margar aldir
aftur í tímann. 
Lífróður BFI
Ef finna ætti dæmi um menningarstofnun sem hef-
ur staðið sérstaklega vel að þessum málum lægi
einna beinast við að benda á British Film Institute
(BFI) en stofnunin hefur unnið öflugt varðveislu-
starf um áratugabil og státar nú af heildstæðasta
þjóðarkvikmyndasafni heims. Hið víðtæka starf
sem BFI sinnir, hefur orðið öðrum Evrópuþjóðum
fyrirmynd en þar er lögð áhersla á að sinna í senn
varðveislu, miðlun og rannsóknum á breskri og al-
þjóðlegri kvikmyndasögu svo dæmi séu nefnd. Það
veldur því áhyggjum að stjórnendur stofnunar-
innar telji sig nú knúna til þess að stíga fram fyrir
skjöldu og lýsa yfir áhyggjum yfir þeim áhrifum
sem fjárskortur og minnkandi fjárveitingar til
stofnunarinnar séu að hafa á starfsemi hennar.
Þetta benti Amanda Nevill, núverandi for-
stöðumaður BFI, á í grein í nýjasta hefti Lund-
únarblaðsins Time Out sem helguð er starfsemi
stofnunarinnar. Í greininni bendir Nevill á að mið-
að við það óheyrilega viðamikla starf sem enn er
óunnið í kapphlaupinu við efnislegt niðurbrot kvik-
myndasögunnar, sé stöðnun í rekstri BFI sama og
dauði. Hún bætir því við, að ekki sé hægt að bregð-
ast við fjárskortinum með því að draga úr því sýn-
ingarstarfi sem stofnunin sinnir í kvikmynda-
húsum sínum við suðurbakka Thames. Þegar hlúð
er að kvikmyndasögunni verði ólíkir þættir að
haldast í hendur, því varðveisla er lítils virði án
miðlunar. Í greininni er bent á að einn af þeim
þáttum sem hafi haft áhrif á fjárhag stofnunar-
innar sé færsla hennar undir umráðasvið bresku
kvikmyndamálanefndarinnar (UK Film Council)
en þar sé lögð ofuráhersla á kynningu- og mark-
aðssetningu breskrar samtímakvikmyndagerðar.
Þannig sé einblínt á viðskipahliðina í kringum
breska kvikmyndagerð, sem er vissulega mik-
ilvægt, en á sama tíma fær varðveisla og miðlun
kvikmyndahefðarinnar sem hún byggir á, að sitja á
hakanum. 
Kvikmyndalistin er skrýtin skepna. Hún er vin-
sælust listgreina í samtímanum, er meira áberandi
en flest annað í menningarumhverfi okkar en á
sama tíma gleymist alveg að huga að því hversu
viðkvæm og hverful kvikmyndin er í lengra og
skemmra samhengi. Og ef ein öflugasta kvik-
myndastofnun heims á undir högg að sækja, þá er
væntanlega óhætt að spá með vissu fyrir um óhjá-
kvæmilegan dauða kvikmyndalistarinnar. 
Hin deyjandi listgrein
EF ein öflugasta kvikmyndastofnun heims, Brit-
ish Film Institute, á undir högg að sækja, þá er
væntanlega óhætt að spá með vissu fyrir um
óhjákvæmilegan dauða kvikmyndalistarinnar.
Þrátt fyrir miklar vinsældir kvikmyndarinnar
gleymist alveg að huga að því hversu viðkvæm
og hverful kvikmyndin er í lengra og skemmra
samhengi.
The Shining ?Þeir sem horfa á filmueintak af
myndinni í kvikmyndasal í dag, munu að öllum
líkindum ekki sjá sama blóðrauða litinn og 
áhorfendur gerðu þegar hún var fyrst sýnd
í kvikmyndahúsum árið 1980.? 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16