Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 1
fimmtudagur 8. 11. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Fagn Eiðs Smára og Ronaldinhos útskýrt >> 3 SKÓRNIR Á HILLUNA? ÞRÍR KOSTIR Í STÖÐUNNI HJÁ ÁSTHILDI HELGADÓTTUR – ÁFRAM HJÁ MALMÖ, SPILA Á ÍSLANDI EÐA HÆTTA VEGNA MEIÐSLA >> 4 BIRGIR Leifur Hafþórsson, at- vinnukylfingur úr GKG, lék á pari vallar eða 72 höggum á fyrsta keppnisdegi á úr- tökumótinu fyrir Evrópumótaröð- ina á Spáni. Hann er í 17.-27. sæti en David Dixon frá Englandi er efstur á 5 höggum undir pari. Um er að ræða 2. stig úrtökumótsins en leikið er á fjórum völlum samtímis og keppir Birgir á Arcos Gardens-vellinum. Alls taka 308 kylfingar þátt á 2. stigi úrtökumótsins og aðeins 74 þeirra komast áfram á lokaúrtök- umótið. Á Arcos Gardens-vellinum komast 19 efstu áfram á lokaúrtök- umótið. Birgir komst í gegnum 2. og 3. stig úrtökumótsins í fyrra og end- aði í hópi 35 efstu á lokaúrtök- umótinu sem tryggði honum keppn- isrétt á 18 mótum á mótaröðinni á þessu ári. Birgir vann sér inn um 6,7 milljónir kr. á tímabilinu sem er hans besti árangur en hann var samt sem áður langt frá því að tryggja sér keppnisrétt á mótaröð- inni. Aðeins 115 efstu á peningalist- anum fá sjálfkrafa keppnisrétt á næstu leiktíð en Birgir var í 184. sæti og vantaði um 12 milljónir kr. í verðlaunafé til þess að ná inn á lista yfir 115 efstu. Frá árinu 1997 hefur Birgir Leifur tekið þátt á úrtöku- mótinu fyrir Evrópumótaröðina. Allt lagt undir á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson. AP Skytturnar þrjár Thierry Henry og Ronaldinho fagna Lionel Messi eftir að Argentínumaðurinn skoraði annað mark Barcelona gegn skoska liðinu Rang- ers í Meistaradeildinni í gærkvöld. Eiður Smári Guðjohnsen fékk að spreyta sig síðustu 20 mínúturnar hjá Börsungum sem eru í góðri stöðu. »3 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „ÞAÐ má segja að ég hafi verið að hugsa um þetta í 10 ár og núna er komið að því,“ sagði Pétur Ingvars- son í gær eftir að tilkynnt var um starfslok hans sem þjálfara úrvals- deildarliðs Hamars í körfuknattleik. Ágúst Björgvinsson tekur við þjálf- un liðsins og segir Pétur að brott- hvarf hans sé í mesta bróðerni við stjórn og leikmenn félagsins. „Ég tók við Hamarsliðinu sumarið 1998 og það hafa fáir þjálfarar enst svona lengi hjá sama félaginu. Ég hef svo sem ekki gert það upp við mig hvort ég sé alfarið hættur í þjálfun. Það sem ég er að glíma við núna er að elda kvöldmatinn fyrir fjölskylduna og síðan var ég líka að skoða sjón- varpsdagskrána. Þetta eru hlutir sem ég hef ekki gert mikið af und- anfarin ár,“ sagði Pétur í léttum tón. „Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um framhaldið hjá mér. Ef eitthvað spennandi kemur upp á næstunni þá skoða ég það en ég er í góðu starfi hér í Hveragerði sem íþrótta- og tómstundafulltrúi. Ég mun sinna því áfram.“ Pétur hefur þjálfað Hamarsliðið frá árinu 1998 en félagið lék fyrst í úrvalsdeild veturinn 1999-2000. Þetta var því 9. tímabilið hjá Pétri í efstu deild með liðið en Hamar hef- ur sex sinnum komist í úrslita- keppnina og tvívegis leikið til úrslita í bikarkeppni KKÍ. Sigurður Ingi- mundarson er sá þjálfari sem hefur verið lengst hjá sama félaginu en hann hefur stýrt Keflavík frá árinu 1997, að einu ári undanskildu, og er þetta 11. tímabil hans sem þjálfari Keflavíkurliðsins. Jón Kr. Gíslason var þjálfari Keflavíkur í 7 tímabil, 1988-1996 en þessir þrír þjálfarar hafa verið hvað lengst í starfi sam- fellt hjá sama félaginu. Ágúst tekur við Hamarsliðinu í 10. sæti Iceland Express-deildar- innar en félagið hefur unnið einn leik í fyrstu fjórum umferðunum. Ágúst þjálfaði lið Vals í efstu deild um tíma veturinn 2002-2003, og hann tók tímabundið við þjálfun Hauka veturinn 2005-2006. Kvenna- lið Hauka náði frábærum árangri undir hans stjórn á síðasta tímabili en liðið vann alla titla sem voru í boði á Íslandi en Haukar urðu tví- vegis Íslandsmeistarar undir hans stjórn. „Hef hugsað þetta í tíu ár“  Ágúst Björgvinsson tekur við þjálfun Hamars  Pétur Ingvarsson hættir eftir að hafa stýrt liðinu samfellt í áratug  „Ég er ekki hættur í þjálfun“  Aðeins Sigurður Ingimundarson skákar Pétri Pétur Ingvarsson Ágúst Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.