Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 24
24 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁGREININGUR UM LYFJAGAGNAGRUNN ÍMorgunblaðinu í gær var athygl-isverð frétt um ágreining umlyfjagagnagrunn. Persónuvernd hefur lagzt gegn því, að vörzlutími gagna í lyfjagagnagrunni landlæknis verði framlengdur úr þremur árum í þrjátíu ár. Röksemd Persónuverndar er sú, að þriggja ára reglan hafi verið tekin upp eftir þarfagreiningu fyrir fimm árum, sem hafi leitt í ljós, að ekki sé þörf á að varðveita persónu- greinanleg gögn nema tvö ár aftur í tímann. Við fyrstu sýn virðist röksemda- færsla Persónuverndar eðlileg en við nánari athugun má spyrja spurninga. Í athugasemdum Landlæknisemb- ættis segir m.a.: „Ljóst er að tími þessi er alltof stuttur ef á að vera hægt að nota þau mikilvægu gögn, sem hægt er að afla hér á landi, til að vega og meta síð- komnar aukaverkanir, sem fram koma eftir markaðssetningu lyfjanna, og önnur frávik frá því, sem búast mátti við í upphafi.“ Það er ástæða til að staldra við þessa röksemd landlæknis. Á síðustu áratugum hefur komið fram mikill fjöldi nýrra lyfja á mörgum sviðum en m.a. lyf, sem notuð eru gegn geð- veiki. Þessi lyf hafa gengið í gegnum nokkurra ára prófun áður en leyft er að selja þau. Í sumum tilvikum er bú- ið að nota þessi lyf kannski í 40-50 ár. Og þá vakna alvarlegar spurningar um hvaða áhrif svo langvarandi notk- un þessara lyfja hefur á þá, sem nota þau, og hvers konar aukaverkanir koma fram smátt og smátt. Það er augljóst að varðveizla gagna um notkun slíkra lyfja og margra annarra getur auðveldað vísinda- mönnum að rannsaka langtímaáhrif þeirra. Þótt geðlyfin hafi verið nefnd hér má nefna önnur dæmi um lyfjagjöf vegna alvarlegra sjúkdóma. Telja má víst, að þeir sjúklingar eru margir, sem vilja að lyfjasaga þeirra verði notuð til þess að auðvelda lækningu þeirra, sem koma í kjölfarið. Og þá hjálpar mikið til ef hægt er að skoða lyfjasögu þeirra, sem á undan hafa gengið, stundum með árangri og stundum með engum árangri. Telja má víst, að langflestir þeirra, sem hafa átt við langvinn veikindi að stríða, kannski marga áratugi, svo og þeir, sem hafa átt við mjög alvarleg veikindi að stríða og staðið í baráttu, sem stundum hefur unnizt en í of mörgum tilvikum tapast, vilji og mundu vilja, að barátta þeirra komi öðrum að gagni, m.a. lyfjasaga þeirra. Þegar horft er á ágreininginn um lyfjagagnagrunninn frá þessu sjónar- miði er nokkuð ljóst, að meiri hags- munir eru fólgnir í því að varðveita þessar upplýsingar í áratugi en að þeim sé eytt. Í þessu tilviki verða sjónarmið Persónuverndar augljós- lega að víkja. SVEIGJANLEG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Samningur heilbrigðisráðherra ogHeilsuverndarstöðvarinnar um sex mánaða tilraunaverkefni um rekstur hvíldarrýma til skamms tíma fyrir aldraða skjólstæðinga heima- hjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu og 30 dagvistarrými er gott framtak. Góð heilbrigðisþjónusta á að vera sveigj- anleg þannig að hún henti hverjum og einum. Eins og segir í Morgunblaðinu í gær verður lögð sérstök áhersla á endurhæfingu til að koma til móts við óskir aldraðra um að búa heima hjá sér eins lengi og kostur er. Samkomulagið undirrituðu María Ólafsdóttir, yfirlæknir Heilsuvernd- arstöðvarinnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. María benti á að þörfin væri mikil fyrir þessa þjónustu og nú hefði öflugt fagfólk verið fengið til þess að taka þátt í verkefni, sem ætlað væri að efla ein- staklinginn. Guðlaugur Þór kvaðst líta svo á að þetta væri eitt af skrefunum í langri vegferð. „Þetta er liður í að koma með fjölbreytt og ný úrræði sem öll miða að því að fólk geti verið sem lengst heima hjá sér og það þýðir m.a. að við þurfum að hjálpa aðstandendum sem þurfa oft og tíðum mikið að sinna sín- um nánustu,“ sagði hann. Það hefur lengið verið vandamál hvernig eigi að sinna einstaklingum, sem þurfa takmarkaða aðhlynningu. Iðulega er um að ræða fólk, sem nýtur mikils stuðnings aðstandenda. Í nú- tímasamfélagi kemur áreitið hins veg- ar úr öllum áttum og vinnuálag getur verið mikið. Því getur verið nauðsyn- legt fyrir aðstandendur að fyrir hendi sé þjónusta á borð við þá, sem til- raunaverkefnið snýst um. Hún getur létt lífið bæði þeim, sem nota þjón- ustuna, og aðstandendum þeirra. Ljóst er að heilbrigðisþjónusta mun á næstunni færast meira í þann farveg að einstaklingar verði sem mest heima hjá sér. Líklegra er að einstak- lingi líði betur heima hjá sér en á heil- brigðisstofnun. Að sama skapi má leiða getum að því að einstaklingur, sem líður vel og er á heimavelli, eigi auðveldara með að ná sér. Það er hár- rétt stefna að leggja áherslu á end- urhæfingu og auðvelda einstaklingn- um að takast á við daglegt líf á eigin heimili sem lengst, jafnvel þótt að- stæður hafi að einhverju leyti breyst í lífi hans. En hann þarf líka að fá þá þjónustu, sem þarf til að geta verið heima. Um leið dregur úr álagi á heilbrigð- iskerfið og það á auðveldara með að bregðast við bráðatilfellum, sinna þeim, sem þurfa á aðstoð að halda og útrýma biðlistum. Hér er á ferð til- raunaverkefni til sex mánaða. Búast má við að koma muni í ljós að þörfin er veruleg og ekki bara fullt tilefni til að halda verkefninu áfram heldur bæta í, enda gefur heilbrigðisráðherra það til kynna þegar hann segir að þetta sé eitt skref á langri vegferð. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Niðurstöður hugmynda-samkeppni um skipulagVatnsmýrarinnar vorukynntar í Listasafni Reykjavíkur í gær. Keppnin hefur staðið síðan í mars á síðasta ári, enda mikil vinna fólgin í skipulagi fyrir svo stórt svæði. Keppendur höfðu aðgang að gögnum um skipu- lagsforsendur og skýrslum um sam- ráð við borgarbúa og hags- munaaðila um möguleika sem Vatnsmýrin býður uppá. Í forsend- unum var ekki tekin afstaða til þess hvort flugvöllurinn skyldi verða áfram á svæðinu, heldur kallað eftir hugmyndum um þróunarmöguleika til framtíðar. Veittar voru viðurkenningar til sjö útvalinna hópa arkitekta og verkfræðinga. Alls bárust keppn- inni 136 tillögur frá öllum heims- hornum. Þar af voru reyndar aðeins fimm íslenskar, en að sögn voru þær allar mjög vel unnar. Sjö tillögur voru verðlaunaðar sérstaklega. Fjórar fengu 15.000 evra verð- launafé, tvær 40.000 evrur og ein 60.000 evrur eða tæplega 5,9 millj- ónir króna. Skosk verðlaunatillaga Það voru þeir Graeme Massie, Stu- art Dickson og Alan Keane frá Ed- inborg í Skotlandi sem urðu hlut- skarpastir með verkefnið „Gagnkvæmni: Mótun höf- uðborgar.“ Massie þessi stofnaði arkitektastofu sína árið 2004 og ætti ekki að vera Íslendingum alls kost- ar ókunnugur. Hann vann einnig hugmyndasamkeppnina „Akureyri í öndvegi“ árið 2005, um breytt mið- bæjarskipulag þar nyrðra. Meginhugmyndin er að flugvöll- urinn víki, við taki þétt en lágreist byggð í austanverðri Vatnsmýri og Hljómskálagarðurinn teygi sig órof- inn til suðurs langleiðina að Foss- vogi. Hringbraut verði sett í stokk undir garðinn. Gert er ráð fyrir nýrri og stærri Reykjavíkurtjörn, svipaðri þeirri upprunalegu að formi, með brú yfir sig miðja, ekki ólíkt brúnni á Skothúsvegi. Tjörnin verður samkvæmt tillögunum um- kringd fjölda nýrra bygginga og myndar miðpunkt svæðisins. Barónsstígur og Snorrabraut verða framlengdar frá Þingholtum að Fossvogi og á ræmunni milli þeirra verða helstu íbúðasvæði, ásamt skrifstofuhúsnæði, þyrp- ingum opinberra bygginga og skólahúsnæði. Skáhöll lína, fram- lenging á Sóleyjargötu, sker þessa ræmu og tengir hana þannig beint við miðbæinn. Með línunni væri form norður-suðurflugbrautarinnar einnig varðveitt, þó flugvöllurinn væri horfinn. Stefna hinna flug- brautanna væri einnig varðveitt í gatnakerfinu og helstu byggingar frá stríðsárunum og í tengslum við flugvöllinn endurgerðar og varð- veittar. Til að mynda er þar rætt um hinn upprunalega flugturn. Hann muni standa inni í garði og fá nýtt hlutverk, t.d. sem kaffihús. Einnig er gert ráð fyrir íbúða- svæðum utan í Öskjuhlíð og norðan Skerjafjarðar og stækkuðu yf- irráðasvæði Háskóla Íslands sem nær að hinni nýju tjörn. Blönduð dómnefnd Dómnefnd var skipuð bæði borg- arfulltrúum og fagmönnum á sviði skipulags og uppbyggingar. Í nefndinni sátu þau Dagur B. Egg- ertsson, formaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú er einnig formaður skipulagsráðs, Gísli Mar- teinn Baldursson, Joan Busquets, prófessor í borgarskipulagi við Har- vard háskóla, Steve Christer, arki- tekt í Reykjavík, Kees Kaan, arki- tekt í Rotterdam og Hildebrandt Machleidt, arkitekt í Berlín. Í umsögn þeirra um tillögu Mass- ies sagði að hún hefði burði til að vera útgangspunktur framtíð- arþróunar í Vatnsmýri. Að auki mætti hún mjög vel þeirri ósk dóm- nefndar að hægt væri að áfanga- skipta uppbyggingu á svæðinu. Helst var það gagnrýnt í umsögn dómnefndar að borgarmyndin væri dregin grófum línum á eystra íbúða- svæðinu og við ströndina, auk þess sem umferðarvandi væri ekki að fullu leystur. Starfshópur um skipulagið Degi B. Eggertssyni varð í ræðu sinni tíðrætt um það einstaka tæki- færi til að skipuleggja land í ná- grenni miðbæjar í höfuðborg, sem í Vatnsmýrinni væri falið. „Við þurf- um að skilja tækifærin í Vatnsmýr- inni. Ákvörðun um hana gæti ráðið úrslitum um þróun Reykjavík-  Sjö verðlaunatillögur í hugmyndasamkeppni um fram Lágreist bygg Sýn þriggja Skota á skipulag í Vatnsmýri þykir raunhæf og „ís- lensk“. Önundur Páll Ragnarsson fylgdist með verðlaunaafhend- ingu í Listasafni Reykjavíkur. Árvak Verðlaunahafarnir Stuart Dickson og Graeme Massie frá Skotla forgrunni er spánný Reykjavíkurtjörn í Vatnsmýrinni miðri. »Með línunni væri form norður-suðurflug brautar einnig varðveitt, þó flugvöllurinn horfinn. Stefna hinna flugbrautanna væri ei varðveitt í gatnakerfinu og helstu byggingar stríðsárunum og í tengslum við flugvöllinn e urgerðar og varðveittar. Til að mynda er þa um hinn upprunalega flugturn. Hann muni s inni í garði og fá nýtt hlutverk, t.d. sem kaffi „102 Rvk“ Nálægð við Ö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.