Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 25 Ég hef ekki séð koma fram nein ný rök fyrir því að það finnist betra eða öruggara flugvallarstæði en Vatns- mýrin,“ sagði hann. Borgarstjóranum þótti síður en svo óþægilegt að sjá fulltrúa tveggja stærstu flokkanna í borg- inni ná svo miklum samhljómi í þessu máli „Ég virði bara skoðanir annarra og framtíðarsýn. Það verð- ur svo að koma í ljós hvort hún er framkvæmanleg og möguleg. Það ræðst af niðurstöðum rannsókna á flugvallarstæðum, en ekki á póli- tískum ákvörðunum einum saman. Ákvörðunin um mögulegan flutn- ing flugvallarins hefur ekki verið tekin og verður ekki tekin á næst- unni. Aðalatriðið er að fagleg vinnu- brögð og almannahagsmunir séu leiðarljós kjörinna fulltrúa. En þeg- ar svona vel og faglega er unnið að hlutunum treysti ég því að við fáum að lokum bestu niðurstöðuna fyrir borgarbúa og almenning allan. Ég tel á þessu stigi málsins líklegast að hún verði sú að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri í breyttri mynd,“ sagði hann. Ólafur kvað gott að líta heildrænt á Vatnsmýrina í skipulagsmálum, ekki síst í útjöðrum hennar, þar sem háskóla- og vísindaþorp sé þegar að rísa. „Það er bara til bóta.“ launatillagan? Er sú framtíðarsýn sem þar er kynnt honum að skapi? „Ég ætla að skoða þessar hug- myndir betur, enda hef ég ekki séð afrakstur þessarar vinnu fyrr en nú. Það er svo gríðarlegt magn af frjó- um og góðum hugmyndum sett fram í þessari vinnu að ég ætla að taka mér góðan tíma í að kynna mér þær,“ sagði Ólafur. Flugvöllur í breyttri mynd ennþá líklegasti kosturinn Verðlaunatillagan byggist á þeirri forsendu að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Stangast það ekki á við framtíðarsýn Ólafs? „Sú vinna sem þarna er að baki mun nýtast í framtíðarskipulagi hvort sem flug- völlurinn fer eða ekki. Um það er fólk almennt sammála, a.m.k. for- maður dómnefndar, Dagur B. Egg- ertsson, og forveri hans, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Það er frá- leitt annað en að nýta þessa vinnu eins og hægt er við framtíð- arskipulag, sem skýrist betur þegar niðurstaða flugvallarmálsins liggur fyrir. Hún gerir það hins vegar ekki. Núna eru í gangi rannsóknir sem munu skera úr um hvort hægt verð- ur að finna betra flugvallarstæði fyrir Reykjavík en Vatnsmýrina. urborgar,“ sagði hann. Þá tilkynnti Dagur nýjan starfshóp á vegum borgarráðs sem settur verður sam- an á næstunni. Honum verður falið það hlutverk að halda utan um skipulagsvinnu í kringum Vatns- mýrina, enda er þar að mörgu að huga. Samhljómur hjá borgarfulltrú- um í minni- og meirihluta Auðséð var að verk þeirra Massie, Dickson og Keane féll dómnefnd af- ar vel í geð. Hanna Birna Kristjáns- dóttir, formaður skipulagsráðs, sagði framlag þeirra félaga geyma öfluga sýn fyrir alla Reykvíkinga. Það væri raunhæf tillaga að alvöru borgarskipulagi. Í samtali við Morgunblaðið sagði Dagur sig mest hafa undrað að tillagan væri ekki ís- lensk. Hún væri í miklum sam- hljómi við skipulagssögu Reykja- víkur og mjög íslensk á allan hátt. Með henni væri hægt að fullgera miðborgina. „Þetta er áreynslulaust framhald af þeirri Reykjavík sem við þekkjum nú þegar,“ sagði hann. Ólafur F. Magnússon, borg- arstjóri í Reykjavík, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Hann gerði góðan róm að hugmyndavinn- unni sem var kynnt í gær. En hvernig fannst borgarstjóra verð- mtíðarskipulag Vatnsmýrar kynntar  Vinningstillagan er kunnuglegur en um leið sérstæður borgarhluti gð og ný Reykjavíkurtjörn $ %    & ' (  )% %  *   2   <        6&   !" )    #= !  ( % # #, * -  & =& > $ & ?   )!-    #   $  =& ##$%   ( ,   &  & ( +, ! 0 #=  ( ! % #= 0 #=    1&  %  &'    ( 2 & /(& (      &+(  1  % (   %               !"   #    kur/Golli andi. Í VERÐLAUNATILLÖGURNAR sjö áttu það sammerkt að vera vel unn- ar, enda fremstar á meðal 136 inn- sendra úrlausna. Þær tillögur sem hlutu 15.000 evru verðlaun, eða tæplega 1,5 milljónir króna, voru frá: Manuel Lodi á Ítalíu, sem setti fram hugmyndir um skiptingu Vatnsmýrar í stóra hluta með mis- munandi aðskilin hlutverk. Guðjóni Þór Erlendssyni í London, sem setti fram sterka og heildræna áætlun með nákvæmum reglum um mynst- ur og formgerð húsa til að tryggja samræmi. Rose Bonner frá Írlandi, sem hannaði net íbúðarbyggðar tengt aðliggjandi svæðum og gatnakerfinu. Belindu Lea Kerry frá Ástralíu, sem sneiddi hjá form- um flugbrautanna í tillögum sínum en tók þess í stað rúmmyndir úr ná- grannahverfunum. Þetta var talið skapa notalegt og kunnuglegt and- rúmsloft í reykvísku samhengi. 2.-3. sæti hollenskt og franskt Tvær tillögur hlutu 40.000 evrur í verðlaun, eða sem nemur um 3,9 milljónum hvor. Annars vegar voru það Johanna Irander og Nuno Fontarra frá Hol- landi. Þau lögðu til skýra aðgrein- ingu á opinberum svæðum og einkasvæðum og notuðu mismun- andi mynstur byggðareininga til að fá hana fram. Dómnefnd veitti því eftirtekt að þau skoðuðu Vatnsmýri ekki einungis í samspili við borgina heldur einnig í samhengi við norð- anverðan Reykjanesskagann, allt frá Keflavík til Esjuróta. Þó þótti hin ráðgerða móða, sem jók á töfra- mátt tillögunnar, óraunhæf. Hins vegar var það tillaga Jean Pierre Pranlas-Descours frá Frakklandi. Hún byggðist skv. um- sögn dómnefndar á skýrri og sveigjanlegri eyjalausn. Eyjunum var ætlað að endurspegla kafla- skiptan vöxt höfuðborgarsvæðisins um leið og þær varðveittu minn- inguna um flugvöllinn. Þar var gert ráð fyrir grænu belti allt frá miðbæ að Fossvogi og þar með opnu útsýni úr miðju Vatnsmýrar til hafs, en einnig járnbrautarsamgöngum. g- n væri innig r frá end- ar rætt standa fihús. Öskjuhlíð, almenningsgarð, menntastofnanir, þjónustu og miðbæ er ekki amaleg. Mýrin í víðu samhengi og Eyjalausn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.