Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008 Lesbók 3BÓKARKAFLI 1 Mamma skírði mig Tomislav en pabbi var Bokšic. Eftir fyrstu vik- una í Ameríku var ég hinsvegar orðinn Tom Boksic. Og þá var að- eins tímaspursmál hvenær ég yrði Toxic. Það sem ég er í dag. Ég velti því samt stundum fyrir mér hvort ég hafi eitrað nafn mitt eða það fyrir mér. Ég er stórhættulegur andskoti. Eða svo seg- ir Munita allavega. Hún er algjör háspennufí- kill. Litla eldfima ástin mín. Munita er frá Perú en flúði land eftir að fjölskylda hennar fórst í sprengjutilræði hryðjuverkamanna. Hún flutti til New York og fékk vinnu á Wall Street. Dag- inn fyrir 11. september. Í fyrstu ferðinni okkar til Króatíu varð hún vitni að tveimur morðum. Það fyrra var reyndar framið af mér, en hitt var algjör tilviljun. Og eiginlega bara frekar rómantískt. Við vorum úti að borða á staðnum hans Mirkós þegar maðurinn á næsta borði varð fyrir því óláni að fá kúlu í hausinn. Það skvettist smá blóð í glasið hennar Munitu. Ég var ekkert að segja henni frá því. Hún var með rautt hvort sem er. Hún segist ekki vera neitt sérstakt ofbeld- isfan en mig grunar að hún hafi laðast að herra Hættulegum vegna þess hve eitraður hann er. Það er alltaf stutt í hvellinn hjá okkur. Kynlífið algjör sprengjuhöll. Munita er það sem Kaninn kallar body-girl. Þegar karlmönnum verður lit- ið á hana byrja þeir alltaf neðan frá. Eins og títt er um Suður-Ameríkana er hún ekki há í loftinu og sumir hafa sagt að hún sé feit, en þeir hafa reyndar ekki sagt mikið eftir það. Þegar maður gengur með henni eftir rólegri götu má heyra brjóstin hennar sveiflast til og frá. Djúsí-djús. Uppáhaldshljóðið mitt í Ameríku. Ef hún er í skrýtnu appelsínugulu blússunni sinni geta aðrir heyrt það líka. Þegar ég sá hana fyrst fannst mér eins og ég hefði séð hana áður. Áður en við giftum okkur mun ég spyrja hana hvort hún hafi einhverntíma leikið í klámmynd eða strippað á netinu. Það besta við Múnítuna er samt sú staðreynd að hún á enga fjölskyldu. Það er engin tengdó, engir frændur eða frænkur, engar þakk- argjörðarmáltíðir, barnaafmæli eða brúðkaup sem maður þarf að mæta í og standa úti í ein- hverjum fjandans garði í brjáluðu sólskini með fimmtíu manns á bakvið sig. Munita Rosales er ekki alveg óvön byssu- mönnum. Áður en ég braust inn í líf hennar hafði hún verið með einhverjum Talíugaur frá Long Island. (Við köllum Ítalíu alltaf Talíu eftir að Niko skaut óvart Í-ið af skiltinu á einum veitingastaðnum þeirra.) CV-ið hans var reynd- ar mun styttra en mitt, en hann verður víst samt að teljast kollegi minn. Ég er það sem á okkar tungu nefnist plaèeni ubojica. Í New York heitir það hitman, leigu- morðingi. Frá því ég kom hingað fyrir sex árum hef ég séð útfararþjónustum borgarinnar fyrir nægum verkefnum. Ég pældi jafnvel í því að bjóða þeim samstarfssamning og um daginn sagði ég Dikan að hann ætti náttúrlega bara að eiga eitt svona greftrunarfyrirtæki. Þannig gætum við líka þénað á fórnarlömbum okkar dauðum. Leyfið mér að segja ykkur frá starfi mínu. Flesta daga vikunnar vinn ég sem þjónn á The Zagreb Samovar, hinum stórhuggulega veit- ingastað okkar á Tuttugasta og fyrsta Austur- stræti. Enska orðið waiter hæfir mér vel því stór hluti leigumorðingjastarfsins felst í því að bíða eftir næsta verki. Sem getur tekið á taug- arnar. Sú Balkanskagaskepna sem sál mín er fær aldrei nóg. Ég verð viðþolslaus ef meira en þrír mánuðir líða frá síðasta skothvelli. Dauf- asta árið mitt var 2002. Aðeins tvö skot í mark og eitt framhjá. Ég sé enn eftir því síðarnefnda. Feilskot eru bönnuð í mínum bransa. Maður vill ekki vita af einhverjum skotsárum aum- ingja arkandi um bæinn í leit að kveðjukúlunni handa manni. Fólk verður yfirleitt frekar pirr- að þegar það uppgötvar að maður sé að reyna að drepa það. En ég get fullvissað ykkur: Sá sem ég hitti ekki 2002 varð fyrstur til að falla 2003. Annars er ég frægur fyrir góða skotnýt- ingu. Ég er þrefaldur pakkari. Sem mun vera Manhattanmet. Hinn talíski Perrosi á víst að hafa náð tvöföldum six-pakk seint á síðustu öld, þegar John Gotti var kóngurinn af Queens, en þreföldum náði enginn fyrr en Toxic mætti á svæðið. Talíugaurarnir eru nett búnir á því. Þegar þeir eru farnir að skjóta fleiri kvikmynd- ir um þig en þú fólk er stutt í slúttið. Eftir tutt- ugu ár verður sjálfsagt búið að gera heila Sópr- anó-seríu um okkur: The Sliškos. En þá verð ég líka orðinn eins og vinur okkar, Shaking Trig- ger, með permanent í hárinu og sífreðinn af ví- agra-áti. Ég segi Munitu alltaf að þetta six-pakk- dæmi sé allt í þágu umhverfisins. Ég vilji ómögulega bæta enn einum óþarfa byssuhvell- inum við þessa háværu borg. Ég nefndi þetta fyrst á okkar þriðja deiti, eftir að hún hafði í þriðja sinn spurt mig hvað ég gerði. Það kostaði mig fjórar vikur af endalausum hringingum og eitt snyrtilegt innbrot að fá hana á fjórða deitið. Sorrý, ég gleymi. Að vera pakkari þýðir að maður hafi náð einum six-pakk, að sex skot í röð hafi skilað líki í kistu. Sex kúlur, sex jarð- arfarir. Með grátandi ekkjum, blómum og öllu. Dikan ætti að vera búinn að hækka mig í tign fyrir löngu en mannfýlan er þrjóskari en hestur með hausverk. Það eina sem Puttasleikir segir er: „Toxic er traustur þjónn. Hann klikkar aldrei á pöntun.“ Ég hlakka til að hlýða skipun Biliès þegar þar að kemur og setja punktinn aftan við Puttasleiki. Gælunafnið fékk hann fyrir að sleikja þessa stuttu feitu guðs- gaffla sína að lokinni hverri máltíð. Við reynum að láta lítið á okkur bera. MMS er okkar fag. Minnsti mögulegi sýnileiki. Ég reyni yfirleitt að ganga frá mínu fólki úr aug- sýn; grípa það í bílnum eða bólinu. Helst án vitna. Ef það tekst ekki notum við stundum Last Supper-aðferðina; bjóðum fórnarlambinu að borða á staðnum okkar. Í lok máltíðar færi ég viðkomandi reikning sem er svo svimandi hár að menn kjósa ávallt að greiða hann með lífi sínu. Við fylgjum þeim í sérstakt herbergi bakatil sem kallað er Rauða herbergið þótt grænt sé. Það eru engir fastagestir á The Zagreb Sam- ovar. Á meðan ég man. Nafnið á staðnum er al- gjörlega út í hött þar sem samóvar er rússnesk tevél og hefur ekki gramm að gera með króat- ískan kúltúr, en Dikan telur þetta vera málið. „Að þykjast heimskur er besta dulargervið,“ segir hann alltaf á hálfa og heila tímanum. Þótt ég sé enn að bíða eftir helvítis stöðu- hækkuninni get ég ekki kvartað. Peningurinn er fínn og maturinn auðvitað líka. Ég á mína mögnuðu íbúð á horninu á Wooster og Spring, staðsetning sem Munita er til í að ríða fyrir, og ég elska Noisy York, þótt ég sakni auðvitað gamla landsins fokking fimmtíu tíma á dag. En fyrr á þessu ári lentum við í því að end- urskipuleggja litla kapalstöð og nú get ég horft á HRT og Hajduk Split á flatskjánum heima. Mamma hringir á hverju ári og spyr hvenær ég ætli aftur í nám. Þetta er króatískt dulmál fyrir „búin með peninginn“. Um leið og hún leggur á legg ég tvö þúsund dali inná hana á netinu og er laus við hana næsta árið. Hún býr ein með litlu feitu systur minni. Bróðir minn og pabbi dóu í stríðinu. Ég er kom- inn af veiðimönnum í báðar ættir. Afi var veiði- vörður Títós. En Tító var leiðtogi fyrrverandi föðurlands míns, Júgóslavíu. Það dó stuttu eftir að hann dó, eins og sorgmædd gömul ekkja. Tító elskaði skógarbirni. Einkum dauða. Ég hef aldrei farið á bjarnaveiðar en þegar ég var lítill fór ég stundum með pabba að veiða villisvín. „Það er með villisvínið eins og konuna. Þú mátt aldrei láta það halda að þú hafir minnsta áhuga á því. Þannig að við bíðum bara hérna.“ Pabbi var líka waiter. Ég er veiðimaður. Ég lifi á því að skjóta svín. Hallgrímur Helgason Ný skáldsaga eftir Hallgrím Helgason, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, kemur út á þriðjudaginn. Sagan fjallar um leigumorðingja króatísku mafíunnar í New York, Tomislav Bokšic, kallaður Toxic. Hann neyðist til að flýja Bandaríkin og fyrir röð tilviljana endar hann í flugvél á leið til Íslands. Við komuna til Keflavíkur lendir mafíósinn í fangi íslenskra trúboðshjóna sem halda að hann sé amerískur sjón- varpsprestur kominn til að predika á sjónvarpsstöð þeirra, Amen. Hér birtist fyrsti kafli bókarinnar. 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp Þ egar Hallgrímur Helgason er spurður hvernig karakter Toxic sé, svarar hann: „Toxic er fæddur í Split í Króatíu árið 1971. Hann var fótgönguliði í króatíska hern- um í Balkanstríðinu á árunum 1991-1995. Að því loknu hóf hann nám í landslags- arkitektúr við háskólann í Hannover í Þýskalandi. Þar kynntist hann skipulagðri glæpastarf- semi, flosnaði upp úr námi og hóf að starfa fyrir króatísku mafíuna þar sem hann sérhæfði sig í knattspyrnumútum. Árið 2000 var hann fluttur til í starfi og ráðinn sem leigumorðingi New York-deildar sömu samtaka. Hann gegndi því starfi með farsælum hætti til vorsins 2006 þegar honum var gert að flýja land – flótti sem leiddi hann að lokum til Íslands, þar sem hann rataði fljótt á skrá lögreglunnar yfir eftirlýsta glæpamenn. Toxic er krúnurakaður og þykkholda, 182 cm á hæð og 110 kg á þyngd. Hann er yfirleitt klæddur víðum gallabuxum og svörtum leðurjakka yfir peysu og stuttermabol. Hann tók snemma ferilinn fram yfir fjöl- skyldulíf og hefur litla reynslu af sambúð við konur. Eins og títt er um leigumorð- ingja er hann dulur og einrænn en þyk- ir þó þægilegur í viðkynningu. Þeir sem lifað hafa kynni sín af Toxic bera honum söguna yfirleitt vel. Hann telst að vísu nokk- uð orðljótur, eins og títt er um Króata, en hefur auga skyttunnar fyrir fólki og smáatriðum.“ Þægilegur í viðkynningu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.