Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Þ
að er merkileg tilviljun að bókin
Orðspor skuli koma út einmitt á
sama tíma og vart er meira talað um
annað en orðspor Íslendinga úti í
heimi. Flest af því sem Gunnar Hersveinn
hefur að segja er líka orð í tíma töluð og
honum ratast sannarlega satt orð á munn
þegar hann segir snemma í bókinni: ?Full-
yrt hefur verið að orðspor þjóðar geti verið
margra milljarða virði í viðskiptum? (8).
Tæplega hefur hann þó grunað að þessi
setning yrði jafn kirfilega sönnuð og raunin
er orðin á síðustu vikum.
Gunnar Hersveinn er sumpart klassískur
móralisti. Hann stillir upp nokkrum meg-
indyggðum, vandar um við fólk og bendir á
hin sönnu gildi í samfélaginu. En hann hef-
ur sig líka upp yfir það hlutverk, því að
hann er, ólíkt móralistanum, róttækur frek-
ar en íhaldssamur. Honum svíður misréttið
og skeytingarleysið sem blasir við á svo
mörgum sviðum samfélagsins og hann hik-
ar ekki við að mæla með róttækum aðgerð-
um til að vinna bug á því.
Bókinni er skipt upp eftir þemum og eru
þemakaflarnir mjög mislangir. Þeir eru
líka misgóðir. Bestur finnst mér kaflinn um
jafnrétti þar sem Gunnar tekur mörg dæmi
um kynjamisrétti sem lifir góðu lífi jafnvel
þó að menn telji sig hafa útrýmt því. Hann
er hlynntur aðgerðum til að stuðla að því að
kynjahlutföll í stjórnum og ráðum séu sem
jöfnust og færir rök fyrir því að það sé mik-
ilvægt að konur komi í raun að ákvörðunum
til jafns við karla, það dugi ekki að mögu-
leikar þeirra séu formlega hinir sömu, ef
karlar eru áfram yfirgnæfandi meirihluti
þeirra sem taka helstu ákvarðanir. 
Kaflinn um trúmál er líka vel upp-
byggður og í honum nýtur frumleiki Gunn-
ars sín vel ekki síst þegar hann skrifar um
?góða fólkið? sem ?hefur ákveðnar skoð-
anir um hvernig hlutirnir eiga að vera og
hvernig fólk á að hegða sér? (184). Ég er
ekki frá því að í þessum kafla skíni í gegn
ákveðin írónía, sem Gunnar fer yfirleitt af-
skaplega vel með, stundum jafnvel of vel.
Kaflar um fjölmiðla, umhverfi, samfélag
og uppeldi eru líka áhugaverðir hver fyrir
sig þó að efnisval í þeim sé tilviljanakennd-
ara. Jafnréttismálin má líka segja að séu
rauði þráðurinn í bókinni. Þau eru Gunnari
greinilega efst í huga.
Gunnar Hersveinn er áhugaverður höf-
undur og að mörgu leyti sérkennilegur.
Hann skrifar einfaldan stíl sem við fyrstu
sýn virðist barnalegur en leynir mjög á sér
og venst vel. Hann kemur hugmyndum sín-
um vel til skila, og þótt hann geri það á ein-
faldan hátt er hann aldrei einfeldnings-
legur.
Að milljörðunum foknum
BÆKUR
JÓN ÓLAFSSON
SIÐFRÆÐI | Orðspor
Gildin í samfélaginu Gunnar Hersveinn. JPV, 2008,
229 bls. bbbbn
Gunnar Hersveinn
?Áhugaverður höfundur.? 
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Hlynur Hallsson hefur verið ólatur við að
draga hversdagsleikann og pólitíkina inn í list
sína. Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi,
hefur hann nú sett upp sýningu sem setur
spurninguna um táknrænt gildi listaverka og
menningarlegt vald listasafna í forgrunn.
Hlynur skiptir út verkum í eigu Listasafns
Reykjavíkur fyrir hluti frá nærliggjandi fyr-
irtækjum sem ekki eru höfundarverk ákveð-
inna listamanna. Þannig má sjá á sýningunni
gosdrykkjakæli úr versluninni 10-11 en þar
hangir í staðin blómamálverk eftir Eggert
Pétursson. Spurningar um hina merking-
arhlöðnu umgjörð listasafna hafa verið lista-
mönnum hugleiknar undanfarna áratugi sem
hefur birst í endalausum rannsóknum á því
hvað í veröldinni gæti ekki verið sett í listasafn
og fengið upphafna stöðu listaverksins.
Það sem gerir sýningu Hlyns áhugaverða
núna er að í tíðaranda sem felur í sér aðdrag-
anda mikilla breytinga á öllu gildismati þá
virkar hún sem ákveðið uppgjör við þá hug-
myndafræði sem hefur verið hvað mest áber-
andi í samtímalist síðustu ára. Hér kemur ber-
lega í ljós að Listasafnið er ekki, og hefur ekki
verið, í þeirri stöðu að hafa vald til að upphefja
hluti sem listaverk. Það trúði því engin nema
listamennirnir og kannski stundum söfnin
sjálf. Þegar vel tekst til í svona skiptileik er
hægt að sjá hlutina frá einhverju nýju sjón-
arhorni en oftast eru það óspennandi end-
urtekningar sem byggjast á oftrú á listasöfn-
um og vantrú á áhorfandanum.
Hinir lánuðu hlutir sem eru til sýnis í Hafn-
arhúsi, allt frá ísbirni til indverskra slæðna fá
reyndar óumdeilanlega stöðu listaverka í
þessu samhengi en um leið hefur staða slíkra
listaverka fyrir löngu misst gildi sitt og eru oft
meira virði í sínu upprunalega samhengi.
Hvernig er þá virði skilgreint, er það uppsett
verð á hlut, verð sem hlutur er seldur á, nota-
gildi hlutar eða menningarlegt vægi? Í tilfelli
sýningarinnar er það hugmyndin að gjörn-
ingnum og framkvæmd hans sem hefur menn-
ingarlegt vægi. Ekki síst vegna þess að skiptil-
eikurinn felur í sér óvæntar pólitískar og
listpólitískar skírkotanir sem fá nýjan hljóm í
kreppunni. 
Neonskilti frá Subway sem hangir nú í
Hafnarhúsi og segir ?Borgið hér? verður allt
að því grátbroslegt. Lítil stytta af íslenskum
myndlistarmanni eftir Karin Sander er sýnd í
glerskáp með víkingadóti í versluninni Vík-
ingur og verður þar eins og hver önnur túr-
istavara. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal er
sýnt í litla skotinu í gallerí i8 þar sem yngstu
og óþekktustu listamennirnir hafa fengið að
spreyta sig gegnum tíðina en frá i8 eru hins
vegar tómar bjórflöskur frá opnun sýndar í
Listasafninu. 
Óhætt er að mæla með sýningunni og snið-
ugt að vera með sýningarpésann í vasanum og
kíkja eftir listaverkum á þeim tuttugu stöðum
sem tilgreindir eru í miðbænum um leið og rölt
er í kaffihús og verslanir á aðventunni.
Jón og séra Jón
MYNDLIST
ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR
LISTASAFN REYKJAVÍKUR | Hafnarhús Hlynur
Hallsson. Blönduð tækni. INN/ÚT Sýningin stendur
til 11.janúar. Opið daglega frá kl. 10-17, fimmtu-
daga til kl 22. Aðgangur ókeypis. bbbmn
Skiptileikur
?Lítil stytta af íslenskum myndlistarmanni eftir Karin Sand-
er er sýnd í glerskáp með víkingadóti í versluninni Víkingur
og verður þar eins og hver önnur túristavara.? 
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
Lesbók
13
GAGNRÝNI
LEIKLIST
Vestrið eina
Borgarleikhúsið, Nýja sviðið
?Þetta er bráðskemmtileg, kolsvört kómedía, þó
alvarleg í grunninn. Sýningin í heild er vel
heppnuð og aðstandendum til sóma.?
Ingibjörg Þórisdóttir
Utan gátta
Þjóðleikhúsið (Kassinn)
?Hér er list leikarans höfð í fyrirrúmi þar sem
orð höfundarins mynda þéttan skóg sem per-
sónur verksins reyna að feta sig í gegnum og
það er leikstjórans að leiða þær áfram.?
Ingibjörg Þórisdóttir
Fólkið í blokkinni
Borgarleikhúsið
?Leikendur eru að
vísu misgóðir og
það er ekki fyrr en
Halldóra Geirharðs-
dóttir fær stærra
hlutverk í framvind-
unni sem erlenda
farandverkakonan
Valery að sýningin fer á skrið. ?
María Kristjánsdóttir
KVIKMYNDIR
Dögun (Rescue Dawn) bbbbn
Sýnd í Sambíóin Álfabakka og 
Kringlunni
?Þungamiðja myndarinnar er þó karakterstúdía
Dieters Denglers, og fer Christian Bale frábær-
lega með hlutverkið. ?
Heiða Jóhannsdóttir
Farþegar/Passengers bbnnn
Sýnd í Sambíóunum Álfabakka og Kringlunni
?Bærilegur leikur Hathaway (The Devil Wears
Prada), og Wilson (lék barnaníðing eft-
irminnilega í Hard Candy), hjálpar aðeins upp á
sakirnar og Wiest og Morse lífga upp á mislukk-
aða mynd.?
Sæbjörn Valdimarsson
High School Musical
3 bbmnn
Sýnd í Sambíóum
Álfabakka og Kringl-
unni
?Kát og frískleg mynd
fyrir táninga, aðrir
ættu að halda sig í
öruggri fjarlægð.?
Sæbjörn Valdimarsson
Hvernig glata má vinum og baka sér óvini
(How to Lose Friends and Alienate People)
bmnnn
Sýnd í Sambíóum Álfabakka og Kringlunni
?Ljósið í myrkrinu er breski grínistinn Simon
Pegg, sem bjargar því sem bjargað verður varð-
andi sína persónu, og stórleikarinn Jeff Bridges
sem er frábær sem Carter, og skapar persónu
sem á heima í annarri og miklu betri mynd. ?
Heiða Jóhannsdóttir
MYNDLIST
Gallerí i8
Guðrún Einarsdóttirbbbbn
Sýningu lýkur 7. des.
?Guðrún stýrir uppbyggingu myndflatarins
skipulega, jafnvel mynsturkennt, og eru verkin
oft dekoratíf að sjá. Átök þar innan eru þá hvorki
í myndbyggingu né lit heldur eru þau í efnis-
kenndinni þar sem tilraunakennd efnisnotkun
vegur á móti dekorasjóninni, ...?
Jón B. K. Ransu
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús
Hlynur Hallsson. ÚT/INN bbbmn
Sýningin stendur til 11. janúar
?Það sem gerir sýningu Hlyns áhugaverða núna
er að í tíðaranda sem felur í sér aðdraganda
mikilla breytinga á öllu gildismati virkar hún
sem ákveðið uppgjör við þá hugmyndafræði
sem hefur verið hvað mest áberandi í samtíma-
list síðustu ára. ?
Þóra Þórisdóttir
Gallerí Ágúst
Guðrún Kristjánsdóttir? Myndir
Sýning stendur til 13. des. 
?Uppsetning verkanna í rými gallerísins heppn-
ast vel; annars vegar í formi stakra mynda og
hins vegar sem heild tólf málverka á vegg and-
spænis glugganum.?
Anna Jóa
Í GANGI

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16