Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 30
30 9. maí 2009 LAUGARDAGUR að geta gert grín að sjálfum sér, annars er maður ekki maður með mönnum,“ segir vistmaðurinn. Uppbygging Líkt og í öðrum meðferðum geng- ur starfið á Sogni út á að byggja upp þá sem þar dvelja. Margir þeirra eru skemmdir af áralangri fíkniefnanotkun sem hefur sam- tvinnast geðsjúkdómnum sem þeir glíma allir við. Fanney segir að slíkt sé orðið gríðarlega algengt. „Við sjáum varla hreinan schiz- opren lengur, ef svo má að orði komast. Það á ekki bara við um Sogn, heldur víðar í heilbrigðis- kerfinu. Menn hafa verið lengi í fíkniefnaneyslu sem magnar upp alla sjúkdóma.“ Drífa tekur undir það og segir það gera alla meðferð erfiðari. „Menn bregðast mun verr við þeim lyfjum sem við gefum þeim þegar eiturlyfin eru komin í spilið. Svo er oft spurning hvort kemur á undan, eggið eða hænan. Var sjúk- dómurinn til staðar áður en farið var út í neyslu eða hefur áralöng neysla kveikt hann? Allt þetta gerir okkur erfiðara fyrir.“ Tvisvar í viku kemur fulltrúi frá AA-samtökunum að Sogni til að vinna með sjúklingunum. Þá eiga þeir margir hverjir sína per- sónulegu styrktaraðila sem sinna þeim líka. Kennari kemur einn- ig tvisvar í viku og sjúklingar ganga í skóla. Vistmenn að Sogni hafa sumir hverjir útskrifast sem stúdentar á meðan þeir dvelja þar og hafið háskólanám. Tölvuviðgerðir Verkefnin á Sogni endurspegla það sem er í gangi í samfélaginu hverju sinni. Ákveðin verkefni eru í gangi á hverju sem gengur, en síðan hafa vistmenn færi á að koma sínum hugðarefnum að. Þannig varð tölvu- verkefnið til. „Hann kom einn morguninn og sagði: ‚Fanney, ég fékk frábæra hugmynd.‘ Hann er nú sá allra morgunfúlasti en þarna hafði hann engan tíma í það, heldur lýsti því fyrir mér að við ættum að fara að gera við tölvur. Ég kann sjálf ekk- ert á tölvur og vissi því varla hvað- an á mig stóð veðrið. Við ákváðum hins vegar að taka nokkrar tölvur inn til reynslu og síðan hefur þetta gengið ótrúlega vel. Strákarnir bíða fyrir utan iðjuna klukkan hálfell- efu á morgnana eftir að komast í vinnuna og kvarta yfir því að vera reknir í mat á hádegi,“ segir Fan- ney Björg. Viðkomandi vistmaður sýnir blaðamanni verkstæðið. Hann segir menn allt of oft gefast upp á tölvum um leið og eitthvað fer að hiksta í þeim. „Stundum þarf ekki annað en taka örgjafaviftuna upp og hreinsa rykið sem er undir henni, þá er tölvan í fínu lagi. Í öðrum þarf að skipta um móðurborð eða minni. Ég púsla saman úr þeim tölvum sem ég fæ inn, því í öllum er eitthvað heilt. Úr verða tölvur sem einhver getur nýtt sér.“ Sjálfur setur hann upp stýrikerfi í þeim og er ekki í nokkrum vafa um hvaða kerfi virkar best: Linux- inn skal það vera. Hann kvartar þó yfir því að hafa ekki aðgang að net- inu þar sem stýrikerfið styðst við það. Jafningjastuðningur „Þetta hefur gengið vonum fram- ar. Það er magnað að fylgjast með honum því hann hefur þurft að kenna hinum strákunum hvert handtak. Hann hefur sýnt ótrú- lega þolinmæði og verið til fyrir- myndar. Með þessu læra þeir líka hvað þeir eru færir um,“ segir Fanney. Þessi jafningjastuðningur hjálpar sjúklingunum sjálfum til bata. Á Sogni dvelst til dæmis einhverfur sjúklingur sem í raun ætti kannski fremur heima ann- ars staðar. Tölvusérfræðingur- inn hefur tekið hann undir sinn verndarvæng og nú er svo komið að sá yngri vill ekki einu sinni fara í búðir nema sá eldri komi með. Þannig myndast tengsl sem koma báðum til góða og sú ábyrgð sem þessu fylgir er skref í átt til bata. „Þetta er bara ánægja fyrir mig og gefur mér gott í lífið. Þetta gleður mig örugglega meira en hann. Þetta hefur orðið til þess að ég hef fengið áhuga á að hjálpa veikum einstaklingum í framtíð- inni. Ég hef reynt ýmislegt sjálfur og gæti gefið af mér til annarra,“ segir tölvusérfræðingurinn. Skelin molnar Hann hefur gengið í gegnum tím- ana tvenna og líkt og fyrr var minnst á dvaldi hann um skeið á Litla-Hrauni. Þá hafði hann verið lengi í eiturlyfjaneyslu. Hann segir nauðsynlegt að komast af Hrauninu, þar hafi honum reynst ómögulegt að halda sér edrú, enda hægur vandi að komast í dóp þar. „Þegar maður lifir þessu lífi, að vera í neyslu og þeim heimi sem því fylgir, þá myndast skel utan um mann. Hún er nauðsynleg til að lifa af í þeim heimi. Eftir því sem ég dvel hér lengur finn ég hins vegar hvernig skelin fer að myljast utan af mér.“ Iðjuþjálfunin er mikilvægur þáttur meðferðarinnar og eykur færni sjúklinganna í athöfnum daglegs lífs. Lögð er áhersla á mætingu, einbeitingu, lágmarks- úthald, frumkvæði í verkum og það að fylgja leiðbeiningum. Þá er mikið lagt upp úr skipulagi og framkvæmd. Þær tölvur sem öðlast hafa end- urnýjun lífdaga í höndunum á vistmönnum Sogns verða boðnar góðgerðarsamtökum að gjöf. Sú hugmynd kemur frá vistmönnun- um sjálfum og með því vilja þeir styðja mæðrastyrksnefnd og álíka samtök. Þannig vilja þeir gefa af sér, á sama hátt og þeir hafa þegið af öðrum. Sjúklingarnir á Sogni eiga sér allir fortíð sem hefur komið þeim á stofnunina. Þeir horfa hins vegar til framtíðar í þátttöku í samfélaginu. Til þess er unnið á Sogni. GERT VIÐ TÖLVUR Vistmenn að Sogni gera við tölvur og setja saman í heilar vélar. Þær á síðan að gefa góðgerðarstofn- unum. UPPBYGGING Fanney Björg Karlsdóttir og Drífa Eysteinsdóttir vinna að því að byggja vistmenn upp og búa þá undir þátttöku í samfélaginu á ný. FAGURT ÚTSÝNI Útsýnið úr herbergjum vistmanna er fallegt. GJÖFIN Gróð- urhúsið að Sogni var keypt fyrir tilstuðlan gjafar Rósu Aðalheiðar. Þar rækta vistmenn sér matjurtir og sumarblóm. GARÐURINN Hann minnir á fangelsisgarð, garðurinn sem er við Sogn. Hann er hins vegar ekki notaður nema fyrir körfuboltaiðkun, enda nær sólin vart inn í hann. FRAMHALD AF SÍÐU 28 Gaf fé í minningu fórnarlambs Rósa Aðalheiður Georgsdóttir lenti í skelfilegri lífsreynslu árið 1947. Hún bjó í braggahverfi við Háteigsveg. Hinn 3. maí var hún í þvottahúsinu að sinna daglegum störfum sínum. Veit hún þá ekki fyrr til en dóttir henn- ar, átta ára gömul, kemur alblóðug og grátandi til hennar. Hún rauk inn í híbýlin og þar stóð ókunnur karlmaður sem hafði myrt tveggja ára dóttur hennar. Maðurinn réðst að Rósu og lagði nokkrum sinnum til hennar. Eldri dóttur hennar tókst að flýja og Rósa sjálf komst við illan leik á eftir henni. Maðurinn átti við geðsjúk- dóma að stríða og hafði um hríð verið vistaður á Kleppi. Hann átti ekkert sökótt við þær mæðgur en ákvað dag einn að fara út og myrða einhvern, hvern sem væri. Rósa ákvað í árslok 2004 að gefa fé til réttargeðdeild- arinnar á Sogni til minningar um dóttur sína, Kristínu Kjartansdóttur, sem varð fórnarlamb hins geðsjúka. Rósa er níræð og býr á Hrafnistu. Hreinn S. Hákonar- son, fangaprestur og einn stjórnarmanna sjóðsins, segir hana mikinn mannvin sem hafi ákveðið að styðja við það starf sem unnið er að Sogni. „Henni varð alltaf hugsað til þessarar geðveilu manna af miklum kærleika, ekki í neinum hefndarhug. Hún ákvað að stofna þennan sjóð til stuðnings þeim sem ósakhæfir eru og hefur lagt töluvert fé í hann.“ Björgólfur Guðmundsson lagði sjóðnum einnig til töluvert fé. Hreinn segir hlutverk sjóðs- ins fyrst og fremst að styrkja réttargeðdeildina með kaup- um á ýmsu því sem nýtist sjúklingunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.