Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 18
114 SIÍINFAXI ári tók félagið að gefa út blað, er nefnt var „Föringatíðindi'* og kom út einu sinni i mánuði Þetta litla blað var næsta þýð- ingarmikið; það boðaði vor i menningu vorri og það varð mörgum leiðarstjarna, þeim er áður höfðu hvorki átt mark né mið. Margir æskumenn -— þar á meðal sá, er þetta ritnr — slepptu ekki blaðinu, fyr en þeir kunnu hvert orð utan að. Afar lítið var prentað áður á færeyska tungu, og þeir vorn margir, er aldrei höfðu augum litið það lítið það var. Þvi var það svo forkunnargott, að fá þetta litla blað heim til sín. Færeyingafélag og „Föringatíðindi“ fengu ung á harðneskjn heimsins að kenna. Þá var að eins eitt blað annað i Fær- eyjurn: „Dimma]ætting“, sem enn er blað afturhaldsflokks- ins. 1 blöðum þessum voru nú oft fjörug orðaskifti um mál- hreyfinguna og stundum harðar deilur. Svo fór hér, sem oft vill verða, að andstæðingar málhreyfingarinnar sögðu hana bera annað í skauti sínu, en hún vildi sjálf kannast við. — Þegar í fyrsta tölublaði „Föringatíðinda" stendur: „Það hef- ir mælt verið, að Færeyingafélag vildi hatur vekja til Dana og dansks máls, reka allt danskt úr landi. Nú má spyrja: Hefir nokkurt skynsamt fólk heyrt eða lesið nokkuð frá fé- laginu sjálfu, það er styðji þessa frekjulegu ákæru?“ Eftir þvi sem tímar liðu, varð meira djúp staðfest milli þeirra, er verja vildu málið, og hinna, er ryðja vildu því úr leið. Tveir menn voru það, sem umfram aðra voru brautryðj- endur og forgöngumcnn Færeyingafélags: Rasmus Effersö og Jóannes Patursson. Báðir kunnu vel að yrkja og ljóð þeirra birtust í blöðunum. Rasmus Effersö var ritstjóri „Föringa- tíðinda" fyrstu árin, en auk þess ritaði hann færeyska sjón- leiki eða þýddi þá úr erlendum málum. Voru þeir svo leikn- ir í Þórshöfn og einnig í öðrum byggðalögum. Sjálfur leið- beindi hann leiköndum og lék auk þess oftast aðalhlutverkin. Hér að auki hélt hann skóla í íbúð sinni, „gömlu fútahús- unum“. Fólk kom þangað til hans einu sinn i viku hverri að læra að rita færeyska tungu. íslenzki presturinn Friðrik Friðriksson var eitt sinn meðal nemenda hans.* Á danstím- anum á vetrum bauð hann æskulýðnum inn til sín að stiga færeyska vikivaka, og hljómuðu þar þá hin gömlu kvæði, og oft ný innan um. Allt þetta gerði hann ókeypis. Enn má geta þess, að hann var í mörg ár í stjórn bindindisfélagsins í Þórs- höfn og gerði allt, sem hann gat, til þess að forða æskulýðn- *) Sjá „Undirbúningsárin“ eftir Friðrik Friðriksson, bls. 159.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.