Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 29
SKlNFAXI 125 garpurinn Nurmi hafi stuðlað að því eigi alllítið, að Finnar höfðu lánstraust gott í Bandarikjunum eftir stríðið. En það mun vera leitun á núlifandi íslendingi sem er við ar kunnur en Jón Sveinsson. Það skyldi þá vera Vilhjálmur Stefánsson. Og Jón hefir komið sér innundir hjá þeirri stétt inannfélagsins sem sízt gleymir börnunum. Tvennt hefir legið Jóni á h-jarta: að kenna börnunum guðsótta og góða siðu og — að segja þeim frá íslandi. Er eiginlega mikil furða, þegar þess er gætt, hve augljós tilgangurinn er í bókum Jóns, að sjá hve mikla útbreiðslu þær hafa hlotið, þýddar á meir en tutt- ugu tungur. Að vísu cr auðséð, að þær hafa náð meiri út- breiðslu í kaþólskum löndum en mótmælenda, og í Rínar- löndunum, Suðurþýskalandi og Austurríki eru vinsældir Jóns allra mestar. Kveður svo mjög að því, að hann hefir á síðari árurh farið þangað hverja fyrirlestraferðina á fætur annari, sagt sögur sínar og haldið fyrirlestra svo þúsundum skifti. Er óhætt að fullyrða að með þessum fyrirlestrum einum starfi hann manna mest að útbreiðslu þekkingar á íslandi, og er elja hans aðdáanleg, jafngamals manns. Munið þetta, landar góðir, ef öldungurinn sækir ykkur' heim i sumar. Fáir mundu eiga betri viðtökur skildar en1 hann. Baltimore, 31. mars 1930. Stefán Einarsson. Fjallaferðir. „Vorið er komið og grundirnar gróa“. Snjóinn leysir og klakinn Jiiðnar. Fjöllin gnæfa við himin í blárri móðu, með öllum þeim litbrigðum, sem vorið eitt getur skapað. Þau heilla og draga huga þess, er kynnst hefir töfraveldi Jieirra, lil sín. íslenzk náltúra er stórkostleg, fögur og hrífandi, en hvergi bó eins og uppi á fjöllum. Enginn veit, nema sá sem reynt hefir, hvað liað er, að standa uppi á háum fjallstindi og horfa »yfir landið' friða“. Enginn veit, nema sá sem reynt hefir, hví- hlc nautn er i því fólgin, að hafa náð hæsta tindi og sjá landið eins og útbreitt landabréf fyrir fótum sér. Hvernig stendur þá á því að fjallgöngur eru ekki iðkaðar nieira en gert er? Er íslenzkur æskulýður svo hégómlegur, að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.