Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 30
126 SKINFAXI halda að það sé meira virði, að vera broti úr sekúndu fljótari en sá næsti að marki, á einhverju íþróttamóti? Eða að fá ómerki- legan minnispening eða sjá nafnið sitt á prenti í blaði, -— heldur en að nema lönd — stíga þar fæti, „sem víðsýnið skín“. Sumir telja, að orsökin sé 1 e t i. Því miður er líklega eitt- hvað hæft í þessu hvortveggju. Þó held eg, að mestu valdi, hvað fái liafa reynt, -— livað fáir vita, hve dýrlegt er að ganga á fjöll og ferðast um óbyggðir. Engan þekki eg, er það hefir gert, að hann langi ekki aftur og viðurkenni ágæti þess. íslenzkir ungmennafélagar! Piltar og stúlkur! Fjöllin og óbyggðirnar bíða eftir ykkur. Notið sunnudagana í sumar, á þessu merkisári, til að klifa fjöllin. Takið ykkur saman riokk- ,ur og farið á laugardagskvöldi með tjald og nesti eitthvað fram til fjalla eða afrétta og gistið óbyggðirnar um nóttina. Og vitið svo, er þið komið heim á úthallandi sunnudegi, hvort það hafi ekki verið eins skemmtilegt og að ríða um sveitina og drekka kaffi á öðrum hverjum bæ. En veðrið? — Já, það getur auðvitað verið gott eða slæmt eða hvortveggja. En ill- viðri er ekkert hræðilegt, ef fólk kann að búa sig. Og það eiga allir að kunna. Það gelur dregið úr skemmtuninni, en ekki eyðilagt hana, svo framarlega, sem ferðafélagarnir eru vel út búnir og skapið gott. Því góða skápið má síst af öllu gleym- ast heima. Nemið ný lönd og gangið á fjöllin! Sækið andlegt og líkain- legt heilnæmi i himinblámann og háfjallaloftið! Ausið lifi og þrótti úr heilsubrunnum landsins okkar! Og munið sérstaklega eftir tvennu, er þið leggið af stað: Búið ykkur vel til fótanna og verið i góðu skapi. Sumardaginn fyrsta 1930. Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku. Skil félaga. Sambandsritari sendir ungmennafélögum kveðju sína. Læt- ur hann þess getið, að enn séu ókomnar skýrslur um árið 1929 frá ýmsum þeirra. Er mjög áríðandi, að allar skýrslur séu komnar til sambandsritara svo tímanlega, að liann geti unnið úr þeim fyrir sambandsþing. — Þau félög, sem ósent eiga söguágrip, eru beðin, að senda það sein fyrst. — Þá yrði ^ekki haft á móti því, að fá skatta skilvíslega greidda.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.