Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 32
fara ekki saman Allir þekkja slagorðið; íþróttir og áfengi fara ekki saman. Ekki þarf að efast um réttmæti þessara orða því það er margsannað að áfengisdrykkja hefur áhrif á getu íþróttamanna ekki síst ungs íþróttafólks. Þá þarf ekki að minnast á alla þá aðra neikvæðu þætti sem notkun áfengis hefur í för með sér sérstaklega ef þess er neytt í óhófi. Margoft hefur verið sýnt fram á að starf íþrótta og ungmennafélaga gegnir veigamiklu hlutverki í forvörnum gegn áfengis- og tóbaksnotkun unglinga. í þjóðfélaginu er áfengi staðreynd. Það er löglegt vímuefni og hluti af lífsmynstri fólks. Víða erlendis þykir ekki tiltökumál að tengja saman íþróttaviðburði og áfengi. Við sjáum íþróttamenn fagna sigrum með kampavíni. Áfengisauglýsingar eru á leikvöngum og búningum íþrótta- manna. Þetta berst hingað til lands með fjölmiðlunum inn á hvert heimili. Því spyrja menn eðlilega hvort ekki eigi að gera þetta einnig hér á landi og það hafa sést þess dæmi að sumir eru að fikra sig inn á þessa braut. Það kann að vera freistandi fyrir íþrótta- og ungmennafélög með kostnaðarsaman Sigurbjörn Gunnarsson er stjórnarmaöur hjá UMFÍ rekstur að afla aukinna tekna með þessum hætti. Þarna er rétt að staldra við. Áfengisvandamál eru töluverð á íslandi og meiri en víða annarsstaðar. Það hlýtur að vera skylda íþrótta- og ungmennafélaga að vinna gegn drykkju barna og unglinga. Mikilvægur þáttur í því er að blanda ekki saman íþróttaviðburðum og áfengi hvorki með sölu áfengis á íþróttaleikjum né auglýsingum í íþróttamannvirkjum þannig að börn og unglingar sem taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi skynji að slagorðið er ekki bara orðin tóm. Þá skiptir engu máli hvað gert er erlendis, við ráðum ekki yfir því en getum haft stjórn á því sem gert er hér á landi. íþrótta- og ung- mennafélög njóta margskonar stuðnings og styrkja frá ríki og sveitarfélögum. Þessi stuð- ningur yrði ekki jafn sjálfsagður ef beinar og óbeinar tekjur af áfengissölu yrðu hluti rekstrartekna íþrótta- og ungmennafélaga. Niður- staðan hlýtur því að verða sú, eins og segir úi í gamla slagorðinu, að íþróttir og áfengi fara ekki saman. Sigurbjörn Gunnarsson 32

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.