Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði
framboð á skipulagðri afþreyingu einnig aukist
stórlega í fjórðungnum. Hægt er að ganga að
árvissum hátíðahöldum vísum, eins og Sælu-
helgi á Suðureyri, Bryggjuhátíð á Drangsnesi,
Djúpavfkurhátíð, Þjóðahátíðinni, Skíðaviku á
Isafirði og sjómannadeginum á Patreksfirði. Yfir
sumartímann eru einnig alls kyns skemmtilegar
uppákomur fyrir alla fjölskylduna og til að þær
fari ekki fram hjá mönnum er rétt að heimsækja
vestfirsku upplýsingamiðstöðvamar reglulega.
VEIÐI, GOLF OG SUND
Fólk sem hefur gaman af útivist og náttúru-
skoðun hefur ótæmandi möguleika á að njóta
lífsins á Vestfjörðum. Stórir og smáir stangveiði-
menn geta skroppið í veiði í ám og vötnum og
golfarar geta yfirleitt fundið völl í grenndinni.
Sex 9 holu golfvellir eru á Vestfjörðum, þrír í
Isafjarðarsýslum, tveir í Barðastrandarsýslum
og einn á Ströndum. S vo er alltaf hægt að skella
sér í sund í einhverri af vestfirsku sundlaug-
unum. Þeir sem upplifað hafa hljóta til að mynda
að muna vel eftir stóru lauginni í Reykjanesi
við Djúp eða Krossneslaug í Árneshreppi.
BÁTSFERÐIR, SJÓSTANGAVEIÐI OG
KAJAKAR
Bátsferðir bjóða upp á óvenjulega nálgun og
upplifun á vestfirskri náttúru.Þegar vel viðrar
er ógleymanlegt að fara í siglingu um Breiða-
fjörðinn og hafa viðdvöl í Flatey. Sigling um
Arnarfjörð er ekki síðri. Eða upplifa andblæ
liðins tíma og skreppa í dagsferð á Hornstrandir
eða fara í ævintýrasiglingu um Djúpið og koma
í eyjuna Vigur þar sem tíminn stendur næstum
því kyrr. A Drangsnesi á Ströndum geta hópar
komist í sjóstangveiði og siglingar, m.a. út í
Grímsey sem kölluð er perla Steingrímsfjarðar.
A nokkrum stöðum má fá leigðan kajak, en
einnig er hægt að komast í langar skipulagðar
ævintýraferðir, m.a. um Jökulfirði við norðan-
vert Djúp.
GÖNGU- OG HESTAFERÐIR
Möguleikarnir á að komast í skipulagðar göngu-
og hestaferðir eru töluverðir og fjölbreytnin í
slfkum ferðum mikil. Ferðamálasamtök Vest-
fjarða hafa gefið út gönguleiðakort yfir nokkur
svæði þar sem stuttar gönguleiðir eru merktar
og þeim lýst. Þetta kort ætti að vera hægt að
nálgast á vestfirskum upplýsingamiðstöðvum
og fleiri viðkomustöðum ferðafólks á svæðinu.
Ekki er síður skemmtilegt að bregða sér á
hestbak. Hestaleigur eru nokkrar á Vestfjörðum
og bæði boðið upp á styttri eða lengri ferðir.
Fyrir þaulvana hestamenn sem langar að lenda
í nýjum ævintýrum og feta nýjar slóðir er 8 daga
ferð um óbyggðir í kringum Drangajökul eitt-
hvað sem vert er að skoða vandlega.
MINJAR OG SAGA
A Vestfjörðum geta menn víða lesið menningar-
söguna úr landslaginu. Sumar af minjunum eru
allt frá landnámsöld, eins og Flókatóftir við
Brjánslæk sem gætu verið elstu minjar um bú-
setu á Islandi. Hvar sem er í fjórðungnum eru
allt um kring ummerki eftir athafnalff genginna
kynslóða. Gömul naust og tóftir verbúða eru
við sjávarsíðuna, sel og eyðibýli inn til dala.
Á Vestfjörðum eru einnig áhugaverð söfn og
sýningar sem enginn ætti að láta framhjá sér
fara. Að Hnjóti í Örlygshöfn er Minjasafn Egils
Olafssonar, þar eru fjöl margir merkisgripir sem
sýna atvinnutæki fyrri alda við búskap og sjó-
sókn. Þar er einnig flugminjasafn. Á Bíldudal
er tónlistasafnið Melódíur minninganna. Á
Hrafnseyri við Arnarfjörð er Minjasafn Jóns
Sigurðssonar, þar sem lífi og starfi vestfirsku
sjálfstæðishetjunnar eru gerð skil. Ferð á dúkku-
safnið á Flateyri er skemmtun fyrir alla fjöl-
skylduna en þar er að finna ótal dúkkur frá fjöl-
mörgum löndum. í Neðstakaupstað á ísafirði
er varðveitt heillegasta húsaþyrpingin frá 18.
öld hér á landi og er hún friðlýst. Þetta eru bæði
verslunarhús og íbúðarhús. í Bolungarvík er
mjög gott náttúrugripasafn og enginn verður
svikinn af heimsókn í Ósvör, endurgerða verbúð
frá árabátatímanum. Þar tekur safnvörðurinn
Geir á móti gestum í fullum sjóklæðum. And-
rúmsloftið og stemningin er einstök.
Norður í Trékyllisvík á Ströndum er skemmti-
legt minjasafn og handverkshús og á Hótel Djúpa-
vík gefur að líta margt gamalla muna, mynda
og minja frá síldarárunum. Á Hólmavfk er
Galdrasýning á Ströndum til húsa, sýningin er
glæsilega úr garði gerð og kynnir galdratrú og
sögu 17. aldarinnar á fræðandi og lifandi hátt.
Ingjaldssandur liggur á milli
Barða og Hrafnaskálanúps við
sunnanverðan Önundarfjörð.
Um 45 mínútur tekur að keyra
frá ísafirði til Ingjaldssands. Far
ið er út með Dýrafirði hjá Núpi
fram Gerðahamradal og um
Sandsheiði. Frá Núpi að Sæbóli á
Ingjaldssandi eru 23 km.
Dalurinn ber nafn Ingjaldar Brúnasonar sem nam
þar land. Sæból er kirkjustaður frá fornu fari. Þar
eru ýmsir merkir kirkjugripir. Ljósahjálmur frá
1649. Forn kaleikur og patínu á kirkjan frá árun-
um 1733-1776. Skírnarfontinn gerði Guðmundur
Einarsson frá Miðdal. Guðjón Samúelsson teikn-
aði núverandi kirkju og var hún vígð 1928.
Áður fyrr var blómleg byggð á Ingjaldssandi en
nú er einungis búið á einum bæ, Sæbóli. Þar situr
Elísabet A. Pétursdóttir fjárbóndi ásamt fimm ára
syni sínum, einu íbúar Ingjaldssands. EKsabet er
handverkskona og býr til sérstæða og fallega muni
úr selskinni og silfri. Handverkið er til sölu og sýnis
á Sæbóli og er ferðalöngum velkomið að banka
upp frá morgni til kvölds.
Um Ingjaldssand liggja lengri og styttri göngu-
leiðir. Leiðin upp á Klúku er vörðuð og sést niður
INGJALDSSANDUR
í Valþjófsdal og yfir fjörðinn til Flateyrar. Þessi
leið var farin á hestum áður fyrr. Sé farið inn á
miðja heiðina og gengið í suður er komið fram á
Oþolann og er þá stórkostlegt útsýni inn allan Dýra-
fjörð og suður til Arnarfjarðar. Frá Sæbóli er stikuð
leið upp á Barðann og að þeim hól sem sagt er að
Ingjaldur Brúnason sé heygður í. Víðsýnt er af Barða
og sést norður á Straumsnes og suður á Bjarg.
A Sæbóli er sólagangur langur og er einstaklega
fallegt að fylgjast með sólinni fara eftir haffletinum
og hækka sig svo upp með Sauðanesinu og hverfa
f því miðju.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64