Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						á kvenhöndina en útvarpsmennirnir, heldur
af því þeir vilja ekki missa neitt af fréttunum
þegar þær koma, en það vilja vera vanhöld á
því að ungfrúin geti hamlað á móti rússneska
froðusnakknum á sömu öldulengd, en það geta
þeir mæta vel Þorsteinn Ö. og síra Sigurður.
Islensku sjómennirnir vilja helzt fá fregn-
ir af sjósóknum og aflabrögðum. Þeir vilja
heyra eitthvað um atvinnulíf og afkomu þjóð-
arinnar á hverjum tíma. Þeir kæra sig auðvit-
að ekkert um það, að ríkisútvarpið sé með
sömu kusu-lætin í kring um þá og bændurnar,
en vilja þó ekki alveg láta gleyma sér og sín-
um áhugamálum. Þeir eiga bágt með að
gleyma því, að þegar hin Norðurlöndin höfðu
sameiginlegt útvarpskvöld fyrir sjómenn um
jólin, þá var íslenzka útvarpið hið eina sem
ekki var með, og hefði danska útvarpið ekki
boðið íslenzku sjómönnunum, sem staddir voru
í Kaupmannahöfn að koma að hljóðnemanum,
hefðu íslenzku sjómennirnir alveg orðið þarna
útundan.
Islandskveldið í brezka útvarpinu 22. jan.
úar, vakti mikla hrifni, bæði vegna meðferðar
á efninu, og þeirrar velvildar í garð íslend-
inga, sem alls staðar skein í gegn. Á þessum
tæpa klukkutíma, öðluðust margir haldbetri
þekkingu á sögu þjóðarinnar, en áður á mörg-
um vetrum í skóla. Eitthvað svipað þessu, en
því miður ekki alveg eins lifandi, eru útvarps-
þættir Vilhjálms Þ. Gíslasonar úr Islendinga-
sögum, en það er meðal þess bezta sem ís-
lenzka útvarpið hefir flutt, og eins langt fyrir
ofan þætti Jóns í Kotinu, og himininn er frá
verri staðnum.
Helgi Hjörvar, sem er vel liðinn af sjómönn-
um, minntist þess einu sinni í útvarpinu, að
einir væru þeir sem aldrei kvörtuðu undan út-
varpsdagskránni, og það væru sjómennirnir.
Hvað skyldi hann segja ef hann vissi, að eitt
aðal ræðuefni þeirra á hættusvæðinu, er ein-
mitt þessi dagskrá.
En sjómennirnir eru skrítnir karlar, þeir
segja ekki mikið. Ef þeim einhvei-ntíma ofbýð-
ur, þá geta þeir haft það til að stökkva upp,
en þá segja þeir heldur ekki neitt, þeir bara
„rétta einn á hann".
(í næsta blaði verður sagt frá því, þ'ígar
,,Járnbrautin" verður fyrir loftárás fyrst ÍS-
lenzkra skipa).
Jón Magnússon:
Líknargjafinn
þjáðra  þjóða
Sálmur  tileinkaður
íslenzkum  sjómönnum.
Líknargjafinn þjáðra þjóða,
þú, sem kyrðir vind og sjó!
Ættjörð vor í yztu höfum
undir  þinni  miskunn  bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugar-ró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
herra, lægðu vind og sjó.
Föðurland vort hálft er hafið
helgað þúsund feðra dáð.
Þangað lífsbjörg þjóðin sótti.
Þar mun verða stríðið háð.
Yfir logn og banabylgju
bjarmi skín af drottins náð.
Föðurland vort hálft er hafið
hetjulífi og dauða skráð.
Þegar brotnar bylgjan þunga,
brimið heyrist yfir f jöll.
Þegar hendir sorg við sjóinn,
syrgir, tregar þjóðin öll.
Vertu ljós og leiðarstjarna,
lægðu storm og boðaföll,
líknargjafinn þjáðra þjóða,
þegar lokast sundin öll.
Drottinn, þinnar ástar óður
endurhljómi um jörð og höf.
Breiddu þína blessun yfir
blóma lífs og þögla gröf.
Vígi og skjöldur vertu þeim, sem
vinda upp hin hvítu tröf.
Drottinn, þinnar ástar óður
endurhljómi um jörð og höf.
VIKINGUR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32