Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						ÖLDI7R SJAVAK
Menn hafa löngwn látið töfr-
ast af öldum sj'ávar, en þó oft
staSið ógn af þeim. Athuganir og
tilraunir, sem staMð hafa í heila
öld, hafa aukið mjög við þekk-
ingu á því, hvernig öldurnar
ver&a til og hreyfast.
Maður, sem stendur á sjávar-
strönd, getur horft á öldurnar
tímum saman brotna í flæðar-
málinu hverja á eftir annarri.
Þær geta verið heillandi, þær
vekja forvitni. Maðurinn vill
komast að leyndarmáli þeirra, en
það tekst ekld með því aðeins
að horfa á þær. Meira þarf til.
Stundum eru öldurnar hræði-
legar — þegar þær sökkva skip-
um og sópa burtu borgum, þær
eru með voldugustu eyðingar-
öflum náttúrunnar. Langalgeng-
ustu öldur sjávar eru þær, sém
vindar valda. Þær, sem eru af
völdum jarðbyltinga og siga á
sjávarbotni, eru skaðlegastar.
öldur, sem verða til af völdum
aðdráttarafls sólar, tungls og
breytinga á loftþyngd, eru minna
áberandi. Botnlag sjávarins, halli
flæðarmálsins og lögun strand-
arinnar hafa mikil áhrif á öldu-
ganginn. Alda verður að brotsjó
þegar hún kemur inn á grunn.
Þá rís hún hærra og verður bratt-
ari uns hún veltur um og verður
að löðri. Þó orsakir þessa fyrir-
brigðis séu kunnar, vantar enn
mikið á að sama sé hægt að segja
um ýms önnur atriði varðandi
öldurnar. Svör við ýmsum spurn-
ingum þess efnis eru nú að koma,
jafnóðum og þau fást með at-
hugunum á öldum í tilraunaþróm.
Nú er hægt að útskýra margt um
þessi atriði til hagsbóta fyrir
alla sjómenn og þá, sem nærri sjó
búa. Smásteinn, sem hent er út
í tjörn, kemur af stað gáraröð.
öldur á sjó líkjast því ekki, þær
eru óreglulegar og tígulmyndað-
ar með krókóttum dældum á
milli. Siglingamenn í 2000 árgátu
ekki útskýrt öldur hafsins, en
sögðu, að vindar orsökuðu þær á
einhvern hátt. Hreyfingar hafs-
ins voru flóknari en svo, að hægt
væri að gera sér grein fyrir þeim
auðveldlega. Fyrst var reynt að
hugsa sér öldurnar halda áfram
í skipulegri röð hverja á eftir
annarri um endalaust hafið.
Þetta var fjarri því rétta. En
hægt var að fást við það sem
reikningsdæmi.
Fyrstu athugendur urðu þess
vísari, að öldurnar hreyfa fljót-
andi hluti fram og til baka og
upp og niður, en færa þá ekki til
í lárétta átt svo nokkru nemi. Af
hreyfingum þangs og þara var
hægt að sjá, hvemig vatnsagn-
irnar hreyfðust. En það var ekki
fyrr en 1802, að Þjóðverjinn
Franz Gerstner dró upp fyrstu
kenninguna um öldurnar. Hann
sýndi fram á, að vatnsagnir öld-
unnar hreyfast eftir hringlaga
braut, og er þvermál hennar
jafnt ölduhæðinni. Þegar aldan
hjaðnar, fer vatnið til baka næst-
um því þangað, sem það áður
var. Gestner tók eftir, að yfir-
borðslína öldunnar var bugðu-
laga. Sir George Airy hélt áfram
athugunum Gestner seinna á 19.
öldinni, en Englendingurinn
Horace Lamb á þessari öld.
Fyrstu tilraunir með öldur
gerðu Þjóðverjarnir Ernst og
Wilhelm Weber. Árið 1825 gáfu
þeir út bók um athuganir, sem
þeir höfðu gert í sambandi við
tilraunir í ölduþró (tank), sem
þeir fundu upp. Þróin var fimm
fet á lengd, eitt fet á dýpt og einn
þumlungur á breidd, hliðarnar
voru úr gleri. Þeir komu öldum
af stað í þrónni með því að soga
vökva í gegnum pípu úr öðrum
enda hennar og láta vökvann
drjúpa í hana aftur. Þeir komust
að því, að öldur tapa ekki orku
við endurkast. Þeir dýfðu spjaldi,
þöktu krítardufti, niður í kass-
ann og kipptu því upp aftur. Með
því að athuga agnirnar í vökv-
anum, fengu þeir staðfestingu á
kenningunni um hringlaga braút-
ir vatnsagnanna í öldunni og að
brautirnar dragast saman við
aukið dýpi. Þeir sáu, að þær
hneigðust til að fletjast út að neð-
an.
Þegar hugmyndum áræðinna
vísindamanna fór að fjölga á 20.
FYRSTA MYND. Þverskurður af' haföldu sem hreyfist frá vinstrl tU hægrri.
Öldulengdin er fjarlœgrðin milli tveg-gja öldutoppa. Öldutíminn er tíminn sem
tveir öldutoppar í röð eru að fara fram hjá sama púnkti. Hring-arnir eru brautir
vatnsagna öldunnar. Við yfirborðið eru þvermál þeirra 'jafnt ölduhœðinni. Þeg-ar
kemur á dýpi sem er jafnt hálfri öldulenítdinn (tU vinstri) er stœrð braut-
anna aðeins 4 prósent af stærð þeirra viö yfirborðið.
.- J
VÍKINGUB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40