Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 6
Viðskipti með kvóta voru tvöfalt meiri á síðasta fiskveiðirári en árinu á undan. Það eru ótrúlegir fjármunir sem ganga á milli manna í þessum viðskiptum. Þá er sama hvort miðað er við leiguverð til eins árs eða sölu- verð, en eðlilega er verulegur munur á fjárhæðunum, eftir því við hvort er miðað. Samkvæmt leiguverði hafa verið borgaðir rúmir sjö milljarðar í kvótaviðskiptum á einu ári 725 þusund tonn , í kýótayi§skiptum a einu an Guðjón Guðmundsson al- þingismaður hefur áhyggjur af þróun á framsali aflaheim- ilda. Hann bendir á mikla aukningu framsals milli flsk- veiðiáranna 1995 til 1996 og 1996 til 1997. Á fyrra árinu skiptu 336 þúsund tonn um hendur, en á seinna árinu 725 þúsund tonn. í þorskígildum er einnig mikil aukning, en á fyrra árinu voru þorskígildin 212 þúsund tonn og á seinna árinu 324 þúsund tonn. Til að reikna verðmæti þess kvóta sem skipti um hendur á síðasta flskveiðiári er hægt að styðjast við tvennar forsend- ur. Annars vegar verð á leigu til eins árs og hins vegar á söluverði kvóta. Ef mið er tek- ið af leiguverði voru rúmir sjö milljarðar króna greiddir fyrir kvóta á síðasta fiskveiðiári, en rétt tæpir 60 milljarðar ef mið er tekið af söluverði kvóta. „Þessi viðskipti aukast mik- ið á milli ára, sérstaklega á síð- asta fiskveiðiári. Ég hef eðli- Iega áhyggjur af þessu og hef haft efasemdir um þessa Guðjón Guðmundsson verslun með kvóta og mér sýnist þessa mikla aukning sýni að taka verður á þessu. Ég minni á frumvarp mitt og Guðmundar Hallvarðssonar, þar sem gert er ráð fyrir að framsalið verði bannað nema til skipta á fisktegundum og annað slíkt. Það frumvarp var sent til umsagnar og aðeins LÍÚ var á móti því, en öll sam- tök sjómanna eru hlynnt frumvarpinu. Ég held að þetta kerfi gangi ekki óbreytt og í andstöðu við samtök allra starfandi sjómanna,“ sagði Guðjón Guðmundsson al- þingismaður. Nú njótið þið stuðnings samtaka sjómanna, en hvað með stuðning á Al- þingi? „Það er nú það, hann hefur ekki verið nægur til þessa. Málið er komið aftur til sjávar- útvegsnefndar þingsins og það kemur í ljós hvernig verð- ur tekið á því. Ég er sannfærð- ur um að tíminn vinnur með þessu máli. Óbreytt kerfi stenst ekki í andstöðu sjó- manna, enda hefúr það leitt til tveggja verkfalla. Menn hljóta að verða að mætast í þessu máli, sama hvort það verði eins og við leggjum til eða einhvern veginn öðruvísi. Þessi óheftu viðskipti með aflaheimildir ganga ekki upp.“ Sérð þú fyrir þér að kvót- inn, og þá sérstaklega fram- salið, verði kosningamál í nœstu alþingiskosningum? „Það vona ég ekki, ég held að það verði búið að taka á þessu máli fyrir þann tíma. Ég er bjartsýnismaður og treysti því að búið verði að finna sátt fýrir vorið 1999,“ sagði Guð- jón Guðmundsson. ■ 6 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.