Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 48
íkornapossa Pseudocheirus pokarefur Trichosurus vulpecula % fsk m Æéwií......f t /Mp'íi kéala / •• | Phascolarctos W ' *:■'U cinereus & <8* bilbí spZ'g'fvi- Macrotis lagolis 4) yjf''W jk/'ftjj hunangsrotta ^ Tarsipes spencerae 6. mynd. Nokkrar tegundir pokadýra af kjúkudýraœtt, Phalangeridae; pokaíkornaœtt, Petauridae; vambaœtt, Vombatidae; kóöluœtt, Phascolarctidae; pokagreifingjaœtt, Peramelidae, og hunangsrottuœtt, Tarsipedidae. (Encyclo- pœdia Britannica; teikning eftir A.G. Lyne.) útbreiddari en nú. Þau þróuðust einfaldlega annars staðar á hnettinum en fylgjudýrin og flest bendir til þess að æxlunarhættir þeirra séu síst „lakari“ en fylgjudýra. Sú orka sem pokadýr ver í að koma upp unga í poka er sambærileg við orkuna sem fylgjudýr leggur jafnstórum unga til fram að fæðingu. Ef fæðuframboð er ótryggt og ungi pokadýrs- ins sveltur í hel hefur aðferðin meira að segja þann kost að mun minna hefur verið lagt í hann af orku og el'ni en móðir fylgjudýrs leggur fóstri sínu til á meðgöngutíma. Ástralía losnaði úr tengslum við Ant- arktíku snemma á nýlífsöld, á eósentímabili, fyrir einum 40-50 milljón árum, og álfan hefur síðan verið sævi girt. Á jökultíma, þegar sjávarborð var lægra en nú, tengdu landbrýr eyjar eins og Tasmaníu og Nýju-Gíneu við meginland Ástralíu. Þar til menn komu til Eyjaálfu voru þar ekki önnur fylgjudýr en fáeinar leðurblökur og smánagdýr, sem þangað höfðu slæðst, og hvalir og selir við strendurnar. Hins vegar höfðu poka- dýrin lagt álfuna undir sig og aðlagast svo til öllum aðstæðum sem fylgjudýr búa við í öðrum hlutum heims. Frumbyggjar Ástralíu fluttu lil álfunnar hunda sem síðan lögðust út á meginlandinu og Nýju- Gíneu. Villihundarnir - dingóarnir - hafa leikið ýmis pokadýr grátt. Það gerðu raunar mörg dýr önnur er menn fluttu með sér og einkum þó mann- skepnan sjálf. Flokkun Pokadýrin eru oft talin einn ættbálkur. Um stærð, líkamsgerð og lífs- hætti eru þau samt mun fjölbreyttari en nokkur ættbálkur fylgjudýra, og margir dýrafræðingar hallast þess vegna að því að pokadýrin eigi að standa við hlið fylgjudýra sem yfirættbálkur er skiptist í nokkra ættbálka. Hvort sem pokadýrin teljast einn eða fleiri ættbálkar er dýrunum skipt í allmargar ættir. Hér verða ættir núlifandi pokadýra taldar 12 og fulltrúar þeiira eru sýndir á 5. til 7. mynd. I 10 af þessum 12 ættum eru pokadýrin á eyjaálfusvæðinu, alls um 175 tegundir. I tveimur ættum, pokasnjáldruætt og posuætt, eru þau pokadýr, rúmar 80 tegundir, sem lifa í Amerfku og aðeins þar. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.