Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 90

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 90
STEINDIR OG BERGTEGUNDIR Orðið steind bjó Trausti heitinn Einarsson til yfir það sem á útlensku nefnist mineral en áður var kallað steintegund. Algeng skilgreining er á þá leið að steind sé kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst sjálfstætt í náttúrunnar rfki. Dæmi um frumefni sem myndar sjálf- stæðar steindir er kolefni (C), en það kristallast sem grafít við lágan þrýsting en demantur við háan. Mörg önnur dæmi eru um kristölluð frumefni í náttúrunni (t.d. gull (Au), kopar (Cu), járn (Fe)), en miklu algengara er þó að frumefni sameinist og myndi steindir. Hinar algengustu flokkast í silíköt (sem hafa kísil (Si) og súrefni (O) að uppistöðu, t.d. ólivín: Mg2Si04; plagíó- klas: CaAl2Si2Og), oxíð (t.d. spínill: MgAl,04; magnetít: Fe304), súlfíð (t.d. járnkís, pýrít: FeS2; koparkís: CuFeS2), karbónöt (t.d. kalkspat, kalsít: CaC03; dólómít: CaMg(C03)2), súlföt, fosföt o.m.fl. Bergtegundireru samsettar úr steindum, oftast mörgum í mismunandi hlutföllum. Þannig er gosbergið basalt (blágrýti) eða djúpbergið gabbró í meginatriðum plagíóklas + pýroxen, en einnig er þar að finna magnetít, apatít (fosfat) og oft ólivín. Algeng steindasamsetning gæti verið 58% plagíóklas + 30% pýroxen + 4,5% magnetít + 0,5% apatít + 7% ólivín. Rhýólít og granít eru gosberg og djúpberg sömu efnasamsetningar. Steindasamsetningin gæti verið 40% alkalí-feldspat: (Na,K)AlSi3Og + 30% plagíóklas NaAlSi3Og + 6% pýroxen + 1,8% magnetít + 0,2% apatít + 20% kvars. Dæmi um bergtegund samsetta úr aðeins einni steind er kalksteinn, gerður úr kalkspati; annað dæmi er kvarsít, gert úr kvarsi (SiO,). Ef efnasamsetning einstakra steinda í bergi er þekkt, ásamt hlutföllum steindanna, má reikna út efnasamsetningu bergsins-og öfugt. (Sjáeinnig Stefán Arnórsson 1993.) Efnakerfi. Þegar skoða skal og skilja flókin ferli náttúrunnar er gjarnan gripið til þess ráðs að einangra það sem skoða skal og einfalda það svo unnt sé að skilja það til hlítar. Dæmi um slíkt eru þríhyrningarnir á 1. mynd, en myndir af þessu tagi (efnakerfi, ástandsmynd, e. pliase diagram) eru mikið notaðar í efnafræði og skyldum greinum, ekki síst bergfræði. Myndir þessar lýsa „ástandi" efnakerfis sem falli af efnasamsetningu, hita og þrýstingi. Myndimar hér til hliðar sýna þrjú stig slíkra mynda: (Ia) Hegðun efnis, t.d. vatns (H,0) í P-T-rúmi (sem fall af þrýstingi og hita). Línurnar skilja að stöðugleikasvið þriggja hama (fasa), vatns, gufu og íss. Aðeins við einn tiltekinn hita og þrýsting eru allir þrír hamir saman í jafnvægi; það heitir þrípunktur. Höldum nú föstum þrýstingi (t.d. þrýstingi andrúmsloftsins, 1 atm.) og hækkum hitann frá a til b. Við a er efnið ís, það bráðnar og breytist í vatn við mörkin milli íss og vatns og gufar upp við mörkin milli vatns og gufu. Fyrir vatn við 1 atm. þrýsting eru skurðpunktar bláu línunnar og hinna svörtu við 0° og 100°C. (Ila) Ef við bætum við efnisþætti fæst tveggja þátta kerfi, t.d. salt og vatn. Slíkt kerfi er erfitt að sýna myndrænt í P-T-rúmi vegna þess að myndin er í rauninni þrívíð - breyturnar eru þrjár: P, T og efnasamsetning X (t.d. styrkur salts í vatninu), sem mynda þrjá ása hornrétta hvern á annan (Ib). Þetta er venjulega leyst með því að teikna kerfið við ákveðinn þrýsting, t.d. 1 atm., sem þá er snið samsíða X-T fletinum. Mynd (Ila) sýnir 2-þátta kerfið A-B í T-X-rúmi (X er samsetning) við fastan þrýsting. Fyrir tiltekinn hita og samsetningu er ástand kerfisins ákveðið, svo sem sviðin fjögur á myndinni sýna (bráð, bráð+kristall A, bráð+kristall B, kristall A+kristall B). Bognu ferlarnir tveir sýna kristöllunarhita hverrar samsetningar (liquidus-ferill) en lárétta línan gegnum E er bráðnunarhiti hverrar samsetningar (solidus-ferill) - fyrir ofan liquidus er efnið albráðið, fyrir neðan solidus er það alkristallað, en á milli ferlanna eru kristallar í jafnvægi við bráð. Kælum nú bráð með samsetningu og hita a. Samsetningin breytist ekki (línan a-b); þar sem hún sker liquidus byrjar kristall A að myndast en bráðin breytir sainsetningu með lækkandi hita eftir ferlinum f átt að punkti E. Sá punktur nefnist lágbræðslupunktur, eutectic, og er hiti og samsetning lægsta bræðslumarks í kerfinu. Bráðin E er í jafnvægi við kristalla A og B; þeir falla nú út saman uns kerfið er alkristallað. 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.