Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 55
Brot úr sögu
GEIRFUGLSINS
ÆVAR PETERSEN
rið 1994 var hálf önnur öld liðin
frá því geirfuglinum Pinguinus
impennis var útrýmt, en tveir
síðustu fuglarnir voru drepnir í
Eldey undan Reykjanesi í byrjun júní
1844. Nafn íslands er og verður því miður
órjúfanlega tengt þessum atburði á spjöld-
um sögunnar. Víða um heim var geir-
fuglsins getið í ræðu og riti á þessum
tímamótum og vil ég einnig leggja nokkur
orð í belg af þessu tilefni. Sorgleg örlög
geirfuglsins verða þó ekki rakin hér nema
stuttlega. Ætlunin er fyrst og fremst að
skoða ákveðin atriði í sögu geirfuglsins
hér á landi sem lítið hefur verið fjallað um
til þessa.
■ SKRIF UM GEIRFUGL
Nokkuð hefur verið skrifað á erlendum
málum um geirfugl á íslandi og má þar
m.a. nefna rit eftir Steenstrup (1857),
Newton (1861), Grieve (1885), Bengtson
(1984), Nettleship og Birkhead (1985) og
Bourne (1993). Rit þessi hafa verið notuð
við samningu þessa greinarkorns. Mun
minna hefur verið ritað um geirfuglinn á
íslensku. Aðgengilegustu en jafnframt
yngstu umfjallanir eru kaflar í grein Arn-
Ævar Pctcrsen (f. 1948) lauk B.S. Honours-prófi í
dýrafræði frá háskólanum í Aberdeen 1971 og
doktorsprófi í fuglafræði frá Oxfordháskóla 1981.
Frá 1978 hefur Ævar starfað hjá Náttúrufræðistofnun
íslands og er nú forstöðumaður Reykjavíkurseturs
stofnunarinnar.
þórs Garðarssonar um fuglabjörg Suður-
kjálkans í Árbók Ferðafélags íslands 1984
og fuglabók Hjálmars R. Bárðarsonar
(1986). Nokkrar blaðagreinar eru lil um
efnið frá fyrri tíð, þ. á m. aldarminning um
geirfuglinn í Lesbók Morgunblaðsins
(Anon. 1944). Einnig er rétt að nefna rit-
deilu sem spannst í dagblöðum árið 1929
vegna drápsins á síðustu fuglunum. Þar
áttust við Peter Nielsen faktor á Eyrar-
bakka og Ólafur Ketilsson, einn afkom-
enda þeirra sem fóru til Eldeyjar örlaga-
daginn í júnfbyrjun 1844 (Nielsen I929a,
1929b, Ólafur Ketilsson 1929a, 1929b).
Ein doktorsritgerð hefur verið samin um
geirfuglinn á íslandi (og annars staðar) og
er hún eftir Þjóðverjann W. Preyer (1862).
Öll ofangreind rit eru til á Náttúrufræði-
stofnun Islands ef einhver vill kynna sér
þau nánar.
■ ÚTLIT OG LÍFSHÆTTIR
Svíinn S.-A. Bengtson (1984) tók saman
áhugavert yfirlit með margvíslegum upp-
lýsingum um lifnaðarhætti geirfuglsins.
Hann varð þó óhjákvæmilega að geta
nokkuð í eyðurnar því upplýsingar sem
hafa varðveist gefa aðeins brotakennda
innsýn í lífshætti tegundarinnar. Bengtson
nýtti sér hins vegar þekkingu manna á
lifnaðarháttum skyldra núlifandi tegunda
til samanburðar.
Geirfuglinn var mjög stór fugl af svart-
fuglakyni (af ættinni Alcidae) um 70 cm
Náttúrufrœðingurinn 65 (1-2), bls. 53-66, 1995.
53