Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Samvinnan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Samvinnan

						2. HEFTI
SAMVINNAN
geymd eða notuð í ávaxtamauk og
saft.
Ræktun broddberja hefur gengið
frekar illa á íslandi, að því er sagt
er, en það er lítill vafi á því, að ef
réttir stofnar eru ræktaðir rétti-
lega hér, hlýtur ræktun broddberja
að takast vel, því að þau þrífast
prýðilega í nyrztu og rökustu hér-
uðum nágrannalanda vorra.
Hettuber og brumber.
Hettuber (Hindbær, hallon, Ru-
bus idæus o. fl.) og brumber (Brom-
bær, björnbár, Rubus fruticosus o.
fl.) eru til villt víða um lönd. Þau
heyra til rósaættar grasafræðinnar
og eru oftast skriðulir runnar, al-
settir hvössum göddum, og ná-
skyldir íslenzka hrútaberinu. Blöð-
in eru fingruð og tennt, og litur
hettuberjanna rauður og brum-
berjanna svartur. Og í raun og
veru eru þau engin ber, grasafræði-
lega séð, heldur samaldin margra
lítilla steinaldina, sem fest eru á
keilulaga blómbotn.
Ræktun hettuberja og brum-
berja er ung, og tæplega eldri en
frá miðbiki 18. aldarinnar, þótt
auðvitað hafi menn löngu áður
reynt að flytja heim til sín villta
runna víða í Evrópu. Og þeim er
mest fjölgað með rótarbitum, rót-
arsprotum eða afkvistum úrvals
stofna, því að þótt ræktun þeirra
sé ung, eru tegundir þeirra og
stofnar margir og misgóðir.
Hettuber og brumber þrífast bezt
á bersvæði, þar sem sól og loft geta
leikið um plönturnar. Þó er bezt
að skýla þeim gegn sterkum vind-
um, sérstaklega ef þau eru rækt-
uð í stormasömum héruðum, því
að annars er hætta á, að runnarnir
brotni eða kali í toppinn. Nætur-
frost eru frekar til skaða á vorin,
og kaldir, snjólausir vetur geta
skemmt runnana mjög.
Hinir ýmsu stofnar þurfa flestir
ólíkan jarðveg, en yfirleitt þarf
jörðin að vera súr. Bezt  er,  að
Brumber
jarðvegurinn sé myldinn og rakur
og laus við allt f jölært illgresi, þvi
að slíkt getur
valdið miklu um
magn uppsker-
unnar.
Hettuberin eru
rauð eða gul að
lit, en brumberin
svört. Ræktuðu
stofnarnir bera
flestir stór ber og
safarík. Þau eru
ýmist etin hrá og
ný eða soðin nið-
ur, fryst, notuð í
ávaxtamauk, saft,
aldindrykki o. fl.
Hettuberjarækt hefur verið reynd
lítið eitt á íslandi síðan um síðustu
aldamót, og sagt er, að þau geti
borið'fullþroskuð ber, þar sem skil-
yrði eru góð. Og þar eð skilyrði eru
vaf alaust góð til ræktunar á ýfnsum
stofnum af bæði hettuberjum og
brumberjum víðsvegar um landið,
væri ekki úr vegi að hefja sem
fyrst víðtækar tilraunir með rækt-
un þeirra og útbreiðslu, því að
hvor tveggja berin eru sannarlega
verð þess.
Jarðarber.
Sú berjategund, sem aðallega er
átt við, þegar rætt er um jarðarber,
er í raun og veru árangur fjölda
víxlfrjóvgana milli ýmissa tegunda
jarðarberjaættkvíslarinnar, en til
hennar heyrir aðeins ein íslenzk
villijurt, villijarðarberið, Fragaria
vesca. Hið svonefnda jarðarber er í
rauninni ekkert ber, heldur eins-
konar samaldin margra hnota,
sem eru sokknar í kjötkenndan
blómbotninn.
Ræktuðu jarðarberin eru flest
fengin fram við víxlfrjóvgun milli
villtra tegunda frá Evrópu og Am-
eríku. Og ræktun þeirra hófst
raunverulega varla fyrr en við
upphaf síðustu aldar, þótt áður
hefðu  ýmsir ilutt  heim  til  sín
villtar jarðarberjaplöntur og rækt-
að þær þar i smáum stíl.
Bezt er að fjölga jarðarberjun-
um með þeim smáplöntum, sem
vaxa í renglum móðurplöntunnar,
og auðvitað er ráðlegast að hafa
móðurplöntuna af einhverri þekktri
og góðri tegund, ef vel á að vera.
Jarðarberjaplönturnar þrífast
bezt í léttri, sandblandaðri mold,
og helzt svo, að sýrustigið sé milli
5,7 og 6,0 pH. Og heppilegast er
að rækta þær í röðum á skjólgóðu
svæði, þar sem auðvelt er að reyta
burt allt illgresi, jafnóðum og það
stingur upp kollinum. Reynsla ým-
issa landa sýnir, að yfirleitt þríf-
ast jarðarberin því betur, sem þau
eru ræktuð norðar, ef vetrarkuldar
eru ekki úr hófi fram. Ræktun
jarðarberja er yfirleitt einföld
mjög, en þó yrði of langt mál að
ræða hana nokkuð nánar hér nú.
Jarðarberin, sem eru stór og
mörg á hverri plöntu, eru í ná-
grannajlöndum vorum fullþroska'
í júnílok og júlíbyrjun, fyrst allra
berja. Og mest eru þau etin ný,
en auk þess eru þau soðin niður
og gert úr þeim ávaxtamauk og
fleira, sem síðan er notað til bús-
haldsins, er þurfa þykir.
Mér er ekki kunnugt um, að
margar tilraunir hafi verið gerðar
með ræktun jarðarberja á íslandi,
þótt vafalaust hafi margir flutt
Jarðarber
25
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32