Tímarit.is
Sřg | Titler | Artikler | Om os | Spřrgsmĺl og svar |
log pĺ | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Samvinnan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Vis i nyt vindue:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Din browser understřtter ikke PDF-filer
Klik her for at se siden som JPG
Samvinnan

						Sbluskattskerfið er mjög
gallað og þarfnast úrbóta á
einn eða annan hátt, enda tel
ég vafasamt að snúið verði aft-
ur á þann hátt að auka beina
skatta og draga úr óbeinum.
Kemur þar margt til og ekki
síst óskir verkalýðsfélaganna.
Nefnd, sem skipuð var af
fjármálaráðherra um tekjuöfl-
un ríkisins skilaði áliti 1973.
Nefndin taldi að úrbóta væri
Þörf og taldi að um tvo kosti
væri að ræða.
!• Tekinn verði upp almenn-
ur virðisaukaskattur, sem
ég hef lýst hér að framan.
2- Söluskatti á siðasta stigi
viðskipta verði að megin-
reglu haldið. Gjaldstofn
hans verði almennur (þ. e.
flestar undanþágur felld-
ar niður). Hins vegar verði
tekið upp endurgreiðslu-
kerfi til þess fyrst og
fremst að eyða uppsöfn-
unaráhrifum skattsins og
jafna samkeppnisaðstöðu
atvinnuvega í samkeppni
við erlenda framleiðendur.
Nefndin telur, að hvor kost-
urinn sem verði fyrir valinu
geri það nauðsynlegt að semja
lög og reglugerðir nú þegar
með það fyrir augum, að ný-
skipan komi til framkvæmda
eins fljótt og kostur er til að
mæta tekjumissi vegna tolla-
lækkana.
Ég hef persónulega meiri trú
á, að virðisaukaskattur verði
valinn og má þar t. d. benda á
st j órnarsáttmála
ríkisstjórnar.
núverandi
©  VHIHORF SAMVINNU-
FÉLAGA
Samvinnuhreyfingin hlýtur
að sýna þessu máli mikinn á-
huga. Ég hef fundið að sam-
vinnufélögin hafa kvartað
mjög undan söluskatti á smá-
sölunni.
Samvinnufélögin hafa inn-
heimt og gert skil á söluskatti,
af miklum heiðarleik, en það
sama verður því miður ekki
sagt um alla aðra, sem hafa
jafnvel fallið i þá freistingu að
draga undan söluskatti til að
bæta samkeppnisaðstöðuna.
Það skapar samvinnufélög-
unum einnig erfiðleika, hversu
mikil lánsverslun er á þeirra
vegum. Þetta og ýmislegt
fleira hefur orðið til þess að
vekja mótmæli samvinnufélag-
anna gagnvart söluskattinum.
Samvinnufélögin verða því
að athuga þessi mál, í þeim til-
gangi að hafa áhrif á það,
hvernig málum verður best
fyrir komið frá þeirra sjónar-
miði og þeirra aðila, sem þau
hafa mest viðskipti við eins og
bændur og útgerðarmenn. •—
Aukin skriffinnska hjá smáað-
ilum mun að verulegu leyti
bitna á samvinnufélögunum.
Heimildir:
VirSisaukaskattur.   Skýrsla  fjármála-
ráðherra,  Jón  Sigurðsson.
Skatterne, Leiv Várdal.
Nytt  og  bedre  skattesystem,  Trænd
Hegne.                          ^
VÍSNASPJALL
í jólabókaflóðinu ár hvert fljóta
jafnan með bækur, sem litið ber á.
Verðleikar þeirra eru ekki blásnir upp
með básúnum sjónvarpsauglýsinga og
myndarlegum ritdómum í blöðum.
Þær hverfa — eins og dropi í hafið.
Ekki eru þessar bækur þó ómerkari
en hinar — nema siður sé.
Vísur Æra Tobba nefnist snoturt
kver, sem kom út á síðasta ári, og
fáir virðast hafa tekið eftir. Jón frá
Pálmholti hefur safnað saman rúm-
lega fimmtíu Tobbavísum og ritar
formála um höfundinn. Hringur Jó-
hannesson listmálari hefur mynd-
skreytt bókina fagurlega.
Um Æra Tobba eða Þorbjörn Þórð-
arson, eins og hann hefur ef til vill
heitið réttu nafni, er fjarska lítið vit-
að. Hann mun hafa verið uppi á sautj-
ándu öld og hefur sannanlega verið
samtíðarmaður Hallgríms Pétursson-
ar og Brynjólfs biskups. Ekki hefur
tekizt að koma Tobba inn í ættir
landsins, þrátt fyrir góða viðleitni
mikilhæfra ættfræðinga. Dr. Jón Þor-
kelsson segir svo i bók sinni „Þjóðsög-
ur og munnmæli": „Þorbjörn hét
maður á 17. öld, er lézt nær 1660. Hann
gerði sér upp vitleysu, að því er sumir
segja, og var því ýmist kallaður Þor-
björn vitlausi eða Æri Tobbi. Aðrir
segja að hann hafi á yngri árum sín-
um þótt efnilegur maður, skáldmælt-
ur vel en æringi mikill. Hafi hann þá
einu sinni eða oftar, er hann var
spurður til vegar yfir vötn, svarað i
gáska með visu°) og vísað þar til vaðs
sem ófært var og ólíklegast, en ferða-
menn hafi verið ókunnugir, farið að
leiðsögn Tobba og drukknað allir..."
Er annað svipað atvik hafði gerzt, átti
að hafa komið ringl á Þorbjörn, og
væri honum eftir það fyrirmunað að
koma saman vísu, svo að vit væri í.
Átti það að vera refsidómur drottins
fyrir vanbrúkun á skáldskapargáf-
unni.
Æri Tobbi hefur að öllum líkindum
verið úr alþýðustétt og unað illa rang-
læti heimsins; til þess benda nokkrar
vísur eftir hann. Jón frá Pálmholti
varpar fram þeirri tilgátu, að Tobbi
hafi verið mótmælaskáld og flutning-
ur vísna hans einn liður í mótmælun-
um. Kannski hefur hann verið Megas
síns tíma?
Þótt lítil vitneskja sé til um ævi
Tobba, hafa vísur hans lifað fram á
þennan dag. Og loksins nú, þegar lík-
lega eru þrjár aldir liðnar frá láti
skáldsins, hefur þeim verið safnað
saman í bók. Við skulum fletta þessu
kærkomna kveri hins sérstæða skálds
og gripa niður í það hér og þar:
°)Við ferðamann
Veit ég víst hvar vaðið er
vil ég ekki segja þér.
Fram af eyraroddanum
undan svarta bakkanum.
Tobbi og Hallgrímur
Hallgrímur Pétursson kvað:
Finnst þú Tobbi firðum hjá
flónsku reyrður hafti.
Tobbi svaraði:
Varaðu þig ef vilt ei fá
verst úr mínum kjafti.
Síldarmœr
Aldan skjaldan galda grær
græfa ræfra russu.
Sæfra tæfra síldarmær
sussu sussu sussu.
Á sjó
Högtum bögtum tæfra tögtum
tunging þvaga.
Gögtum skögtum gugnings snaga
nú ætla ég að fara að draga.
Á ferð
Umbrum bumbrum hrævra hross
hér eru menn á eftir oss.
Umbrum bumbrum hrævra hre
hverjir ætli þetta sér.
Málum hallar
Traðkast mengi tíð er dauf
tekur málum halla.
Réttargangur rass í klauf
ruddafengið mútupauf.
Á leið til prests
Agara gagara úra rá
ég held þið verðið að víkja frá.
Agara gagara úra rum
svo ég nái prestinum.
Tómur askur
Vampara stampara vumpara bumpara
vaktist rómur.
Fumbara þumbara fjandans lómur
fékk mér ask og hann var tómur.
11
					
Hide thumbnails
Side 1
Side 1
Side 2
Side 2
Side 3
Side 3
Side 4
Side 4
Side 5
Side 5
Side 6
Side 6
Side 7
Side 7
Side 8
Side 8
Side 9
Side 9
Side 10
Side 10
Side 11
Side 11
Side 12
Side 12
Side 13
Side 13
Side 14
Side 14
Side 15
Side 15
Side 16
Side 16
Side 17
Side 17
Side 18
Side 18
Side 19
Side 19
Side 20
Side 20
Side 21
Side 21
Side 22
Side 22
Side 23
Side 23
Side 24
Side 24
Side 25
Side 25
Side 26
Side 26
Side 27
Side 27
Side 28
Side 28
Side 29
Side 29
Side 30
Side 30
Side 31
Side 31
Side 32
Side 32
Side 33
Side 33
Side 34
Side 34
Side 35
Side 35
Side 36
Side 36