Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neisti

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neisti

						1
i
BQKMENNTIR
Svo er til ætlazt af aðstandendum Neista, að nokkur hluti hvers blaðs
verði framvegis helgaður bókmenntalegum efnum, og komi þar fram frum-
samið verk eða þýdd svo og hugleiðingar um bókmenntir, eftir þvf sem hið
takmarkaða rúm leyfir. Jafnframt er þess eindregið vænzt , að lesendur
láti ekki sinn hlut eftir liggja eigi þeir þá hluti í fórum sínum er þeir telja
frambærilega, heldur gefi blaðinu kost á þeim til birtingar. - Að þessu
sinni birtast tvö ljóð eftir Jón frá Pálmholti, en þau munu annars hlutar úr
lengri bálkum.
UNDIR NORÐURVEGGJUNUM
hlöðukálfar baula við dagmál
f jósakonur landsbánkanna
troðfylla strætisvagnana
sparikassarnir bfða á altarinu
þrfstökkið lifi
undir norðurveggjunum
blómstrar grasið
fyrir sólaruppkomu
kirkjur rfsa af grunni
dagblaðakórinn æpir
bánkar fleiri bánkar
sumarvindurinn þýtur f skógræktarkjarrinu
kaffikönnurnar suða
togararnir halda frá landi
f leit að nýjum miðum
við förum snemma á fætur f dag
að fagna stökkinu með steik
þrístökkið lifi
alheimsdrottnfngar bera fram lærasneiðar
f sláturhúsunum
gervihöfðfngjar háma f sig gervistelk
með gervitönnum
Við tökum okkur sæti
meðal olfuborinna framsóknarmanna
fallega pissar Brúnka
stórbrotin kynslóð frelsisins,
ekur rándýrum bifreiðum
steinbrautir dollaranna
dægurlagið hljómar
við erum þó menntað fólk
við eigum sögur og ljóð
hetjur og fjölnismenn
spretthlaupara og þrfstðkk
kirkjum fjölgar ört
daglega bætast við nýir prestar
ræður þeirra berast með vindinum
útf tómið
dagblaðakórinn æpir
bánkar fleiri bánkar
úti sýngur vindurinn
það næðir um varðbergið
hlöðukálfarnir baula við dagmál
veizluhöldin eru í algleymfngi
drottnfngar og kálfar hvfla f faðmlögum
dagblaðakórinn æpir
bánkarnir eru musteri samtfðarinnar
þrfstökkið lifi
A ÖLD KJARNORKUNNAR
á öld kjarnorkunnar mig dreymir
á öld kjarnorkunnar dreymir mig frið
að hurðir fángelsanna verði opnaðar
og róleg heimilin verði athvarf okkar
að við þurfum ekki leingur að berjast við ofurefli
fyrir hinni hversdagslegustu hamfngju
heldur komi hún til okkar á léttum morgunskóm
og leiði okkur við hönd sér allan daginn
á öld kjarnorkunnar dreymir mig frelsi
að það verði ekki séreign hinna útvöldu
að forréttindi auðkýffnganna verði afnumin
svo frelsið verði annað og meira en slagorð
morgunblaða og formsatriði harðstjóra
á öld kjarnorkunnar dreymir mig mat
að þessi mikla orka verði hagnýtt
til framleiðslu á brauði
að mjólk, fiskur, grænmeti og kjöt hylji eldhúsborðin
svo allir megi verða saddir
á öld kjarnorkunnar og auðvaldsins dreymir mig
uppreisn hinna undirokuðu
hinna svörtu, gulu og rauðu
og hins hvíta verkalýðs f löndum auðmannanna
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI
9
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12