Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 2
StörfS.H.Í. kjörtimabilið 1972— 1973j Skýrsla fráfaramfí formanns Fyrsti fundur nýkjörins stúd- entaráðs var haldinn í Stúd- entaheimilinu við Hringbraut 20. marz 1972. Á þeim fundi fór fram kosning stjórnar og fór kosning sem hér segir: Gunnlaugur Ástgeirsson, for- maður, Guðmundur Ólafsson, varaformaður, Ragnar Árna- son, gjaldkeri, Eiríkur Brynj- ólfsson, fltr. menntamálanefnd- ar, Hrefna Sigurjónsdóttir fltr. hagsmunanefndar, Sveinn Kjartansson, fltr. utanríkis- nefndar. Síðar urðu þær breytingar á stjórn að Hrefna Sigurjóns- dóttir sagði af sér sem fulltrúi hagsmunanefndar í stjórn og var Erling Ólafsson kjörinn í hennar stað. Sveinn Kjartans- son hætti störfum í stjórn og tók Gestur Jónsson sæti hans. FUNDIR Stúdentaráð hefur haldið sjö fundi, þar af einn sem hald- inn var í tvennu lagi. Reynt hefur verið að halda fleiri fundi, en þeir urðu ekki lög- legir. Stjórn SHl hefur haldið 62 fundi og eru það mun fleiri en í fyrra en þá voru þeir 50, en þaráður 60. Eins o gsjá má hafa fundir verið oftar en einu sinni í viku að meðaltali. Á stjórn- arfundum hefur mæting verið nokkuð góð og innan stjórnar hefur verið mjög gott sam- starf. Hagsmunanefnd hefur hald- ið 22 fundi, sem er meira en oftast endranær og hefur hún starfað með miklum ágætum síðastliðið ár. Menntamálanefnd hefur haldið 8 fundi. Sá fundarfjöldi er heldur lítill og hefur þeim málefnum sem heyra undir nefndina ekki verið sinnt sem skyldi sl. ár. Utanríkisnefnd hefur haldið 16 fundi og má þar vel við una. STEFNUSKRÁ Mikið af starfi síðasta árs hefur varið í undirbúning að gerð ýtarlegrar stefnuskrár SHl. Unnu bæði nefndir og stjórn að því máli. Stefnuskrá- in var samþykkt á fundum í jan. og febr. og má segja, að sú stefnuskrá sé nokkur grund- völlur áframhaldandi þróunar stefnuskrár, því slíkt verk er ekki unnið í eitt skipti fyrir öll, heldur þarf stefnuskráin að vera til sífelldrar umfjöll- unar bæði með viðbætur og breytingar fyrir augum. SKRIFSTOFAN I upphafi kjörtímabilsins voru starfandi á skrifstofu SHl Sifgús Gauti Þórðarson framkvæmdastjóri SHl og Margrét Gunnarsdóttir skrif stofustúlka, bæði hálfan dag- inn. Sigfús lét af störfum um miðjan júní og var þá starf Margrétar aukið lítillega. 1 nóvember var ákveðið að hefja að nýju samstarf við SÍNE um rekstur skrifstofu. Var samið um að SHl og SÍNE hefðu sameiginleg afnot af aðalskrifstofu og fundar- herbergi, en Stúdentablaðið fengi afnot af skrifstofu SlNE. Þá var enn aukið við starf Margrétar ög hún sæmd fram- kvæmdastjóratitli. Greiðir SlNE þriðjung launa fram- kvæmdastjóra en að öðru leyti er kostnaði og bókhaldi hald- ið sundurgreindu. Hefur þetta fyrirkomulag lækkað kostnað við skrifstofuhald og verið öllum aðilum til aukinnar hag- ræðingar. LÁNAMÁL I vetur hefur starf að lána- málum verið tvennskonar. 1 fyrsta lagi var unnið að því að fá sem mesta fjárveitingu til LlN á fjárlögum þessa árs og í öðru lagi var fylgst með starfi nefndar sem vinnur að endurskoðun laga um náms- lán og styrki og unnið að til- lögum um nýskipan lánamála. Síðla sumars varð ljóst að ríkisstjórnin hugði á stórfelld- an niðurskurð á fjárlagatillög- um LÍN. Fregnir af því voru í fyrstu óljósar og brátt kom í ljós að ríkisstjórnin hafði samþ. að veita fé þannig að raungildi lána væri hið sama og í fyrra, þ.e.a.s. að ekki yrði aukin umframfjárþarfarprós- enta lánanna. SHl mótmælti þessu og lý§ti yfir fullum stuðningi við tillögur LlN. Einnig kom í ljós eftir við- ræður við ráðherra að fjár- laga -og hagsýslustofnun lagði annað mat á hvað væri óbreytt raungildi lána en LÍN, SHl og SÍNE. Haldinn var almennur stúd- entafundyr. með mennta- og fjármálaráðherra í Norræna húsinu í lok nóvember en heldur lítið kom út úr þeim fundi annað en það sem áður var vitað. SHl og SlNE sendu bæði bréf og ályktanir til ráðherra, fjárveitinganefndar Álþingis og allra þingmanna, þar sem sett voru fram okkar sjónarmið. Lok þessa máls urðu þau að í ár mun raungildi lána hið sam'a eða ívið meira en í fyrra. Um endurskoðun laga um námslán og námsstyrki er það að segja, að í haust skipaði ráðherra nefnd til að endur skoða þessi lög. Enginn náms- maður á sæti í þessari nefnd og marglýsti SHl yfir óánægju sinni með þau vinnubrögð og krafðist þess að námsmenn fengju fulltrúa í nefndinni. Á næstunni mun nefndin ljúka sínum störfum en einsýnt er að málið mun ekki koma til kasta þess þings sem nú situr, og mun því næsta ráð fjalla um nýskipanina þó hagsmuna- nefnd hafi að undanförnu gert ýmsar tillögur á grundvelli stefnuskrár SHÍ, en þetta mál er ekki ennþá til Iykta leitt. STODENTABLAÐ Á síðasta ári kom Stúdenta- blaðið út reglulega nærri því einu sinni í mánuði. Einar örn lét af störfum ritstjóra í sept- ember og var þá Stefán Unn- steinsson ráðinn ritstjóri. Hann lét af störfum í byrjun marz, og nýverið var Rúnar Ármann Arthúrsson ráðinn ritstjóri. Rekstur blaðsins hefur gengið nokkuð vel og hefur tap á blaðinu verið mun minna en í tíð síðasta ráðs. HJÖNAGARÐAR Stúdentaráð hefur samþykkt þá stefnu að í framtíðinni skuli stefnt að því að leysa húsnæðismál stúdenta í sam- vinnu við þá hópa sem svip- aðar aðstæður hafa. Þrátt fyr- ir það telur ráðið rétt að á- fram sé unnið að byggingu þeirra svonefndu hjónagarða sem þegar eru fyrirhugaðir. Þegar er búið að grafa fyr- ir grunni og er platan á loka- stigi. Svar er komið frá Hús- næðismálastjórn um að hún láni kr. 800 þús. per íbúð í fyrsta áfanga, þ.e. 57 íbúðir. Einnig mun byggingarsjóður Reykjavikurborgar lána 100 þús. per íbúð, þannig að veru- legt fjármagn er þegar fyrir hendi. Unnið er nú að gerð útboðsgagna og er ráð gert fyrir að bjóða megi verkið út næstu vikur. BARNAHEIMILISMÁL Unnið hefur verið að við- gerðum og endurbótum á Val- höll en sú framkvæmd hefur reynzt mun dýrari en fyrir- hugað var. Hagsmunanefnd hefur unnið að því, að breyta skipulagi dagvistunar stúdenta- barna á þann veg að þau yrðu ekki á sérstökum barnaheim- ilum heldur dreifð á sem flest barnaheimili, og þannig skipt á plássum á barnaheimilum í eigu stúdenta og plássum ann- arsstaðar. Einnig að úthlutun þeirra plássa sem stúdentar hafa þegar á barnaheimilum borgarinnar, en það eru um 12%, verði í höndum stúd- enta sjálfra. Hefur þetta mál verið rætt við Sumargjöf og eru þeir fylgjandi þessum breytingum, en hagsmunanefnd telur að tregða stjórnar fé- lagsstofnunar sé óeðlilega mik- il. OTGÁFUSTARFSEMI Stúdentaráð hefur í ár gefið út vandaða námsmannahand- bók og önnuðust útgáfu henn- ar Rúnar Ármann Arthúrsson og Gestur Guðmundsson. Einnig hefur SHl látið endur- prenta bæklinginn Námstækni, en hann er að sumra mati mesta þarfaþing. NÁMSKYNNING Námskynning fór fram á Akureyri, Laugarvatni og í Reykjavík á vegum SHÍ. Framkvæmd hennar var með hefðbundnum hætti en nú hef- ur menntamálaráðuneytið uppi hugmyndir um að koma þeim í fast form undir yfirstjórn þess og hefur það æskt eftir áliti SHl og fleiri um fram- tíðarskipan þessara mála. SHl hefur þegar sett fram nokkr- ar tillögur en eftir er að sjá hverjar verða lyktir þess máls. REKTORSKJÖR Síðastliðið vor fór fram rektorskjör. Reynt var að ná samstöðu með öllum fulltrú- um stúdenta um kjörið en það tókst ekki. Vinna þarf að því fyrir næsta kjör að auka hlut stúdenta í kjörinu, því þeirra atkvæði getur vegið þungt ná- ist samstaða meðal þeirra, KOSNING FULLTROA STODENTA I HÁSKÓLA- RÁÐ Á síðastliðnu vori var gerð sú lagabreyting að kjósa skyldi fulltrúa stúdenta í faá- skólaráð almennri kosningu, en áður voru þeir kosrúr af Stúdentaráði. 15. september rann út kjörtímabil Þorsteins Pálssonar og tók stjórn SHl þá ákvörðun um að framlengja kjörtímabili hans fram í febrú- ar þannig að hans kjörtíma- bil og Jóhanns Tómassonar rynni út samtímis, þannig að hægt yrði að kjósa báða full trúana samtímis, það er einn til eins árs og einn til tveggja ára, en næsta ár yrði kosinn einn maður til tveggja ára og þannig koll af kolli. Þegar kosning átti að fara fram í febrúar kom upp ágreining- ur, vesen og vandræði sem á- stæðulaust er að rekja hér. Fresta varð kosningum, og var reglugerð endurskoðuð og síð- an auglýstar nýjar kosningar með nýrri kjörstjórn og tókst að halda kosningarnar þótt ekki væri laust við, að fyrr- greindra vandræða yrði vart.: FERÐAMÁL Á miðju sumri áttu Sveinn R. Hauksson og Jón Ás. Sig- urðsson viðræður við dönsku stúdentaferðaskrifst. DIS, um möguleika á að koma Fraimhald á hls. 10. Hvaö koí REYKINGi aulc heilsutjöns? Ef þú leggur andvirði eins sígarettupakka á dag inn í bankabók, þá átt þú næga peninga fyrir ferð til útlanda, jafnvel fyrir tvo, eftir eitt ár, eða nýjum bíl eftir 10 ár. 2 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.