Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1934, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.09.1934, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Þegar Dollfuss var myrtur. Útför Dollfuss kanslara. Líkfylgdi n fer fram hjá þinghúsinu í Wien. Sunnudags hugleiðing. Orð, sem gott er að minnast I Pjet. 5:7. Varpið allri áhyggju yðar upp á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. l>ú mátt vera þess fullviss, að þetta Bibliu-orð er tnargsannað og staðfest af reynslunni, — fyrst og fremst í lífi þess manns. er ritaði þau, og seinna af reynslu ótal margra kristinna manna á liðnuin öldum;. Og hver veit, nema sá tími komi, að þú fáir sjajfur að sanrireyna þau dýrmætu sannindi, sem þau hafa að geyma. Látum oss því nú þegar festa oss þau í minni, svo að vjer getum fært oss þau í nyt, er þar að kemur. Sorgir og áliyggjur — þær liefir þú vafaláust orðið var við hjá öðrum, og þá kviðið því, að einhverntíma kynnu þær einnig að verða þitt hlutskifti. Textinn talar um „áhyggjur yð- ar“, svo að við má búast, að þú farir ekki varhluta af þeim. Mun þjer þá finnast, sem þær sjeu þjer ofraun, þú fáir ekki afborið þær. En minstu þá þess, að þjer er gefið óbrigðult ráð til að losna við þær. Þjer er boðið að varpa frá þjer öll- um áhyggjum þínum, hversu miklar og þungbærar sem þær kunna að vera, hvort sem það ei sorg út af ástvinamissi, eða vegna misgjörða sjálfs þín, sem þú finnur að þú fær aldrei bætt fyrir, — öllum sorgum þínum og áhyggjum áttu að varpa frá þjer. Og þú átt að gjöra það hreinlega, svo að engar drefj- ar þeirra verði eftir í fylgsnum hjarta þíns — varpa þeim frá þjer fljótt og hiklaust, — en hvert? „Upp á hann“, Guð miskunnarinnar, því að hon- um er ánt um þig. Hann ber umhyggju fyrir þjer í dag, og þá ekki síður á degi neyðar- innar. Honum er ant um „yður", allan barnahópinn sinn, því að fyrir hann er orðið sjerstak- lega ritað. Komið, komið og verið með í þeim hamingjusama lióp! Olf. Ric. Á. Jóh. Ákalla mig á degi neyðarinnar; eg mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig. Sálm. 50:15. Útvarpshlustendur í Austur- ríki urðu eigi lítið forviða um miðjan dag, 25. júli þegar dans- lag, sem verið var að leika, liætti i miðju kafi, harlc og læti heyrðist í útvarpstækinu og svo rödd, sem sagði: „Dollfuss- stjórnin hefir sagt af sjer. Dr. Anton Rintelen, sendiherra Austurríkis í Róm hefir mynd- að nýja stjórn'. ...“ Á næstu sekúndu lieyrðist handalögmál, liróp og skothvellir og ægileg- ur livellur af sprengingu. Svo varð þögn. En hinsvegar varð hávaðinn því meiri af götunni hjá Wienarbúum. Brynreiðar og hermenn á bifhjólum og bíl- um þeystu um göturnar og skot- hríð kvað við. Handsprengjum var lcastað, vjelbyssurnar jusu úr sjer kúlunum og alt fyltisl af lögreglu og herliði, sem lok- aði strætunum fyrir umferð. Það sem gerst hafði var þetta, en almenningur fjekk ekkert um það að vita fyr en löngu siðar: 144 nazistar dulbúnir sem lögregluþjónar og landvarnar- hermenn, óku að stjórnarbygg- ingunni i Wien, handtóku stjórnina og drápu Dollfuss kanslara. En svo var kraftur þeirra þrotinn. Rúmum klukku tíma síðar hafði stjórnin, eða hermálaráðuneytið fengið yfir- böndina, handtekið uppreisnar- mennina, sett Schusclinigg kenslumálaráðherra í kanslara- embættið, boðið út öllu herliði í landinu og sömuleiðis lögregl- unni, svo að alstaðar var stjórn- arlið til taks, ef einhver vildi eigi hlýða. Uppreisninni var lokið. — En uppreisnarmenn höfðu haft lið til þess að ná útvarpsstöðinni, „Ravag“ á sitt vald og senda út frjettina um, að stjórnin væri fallin. Skot- hríðin sem hlustendur heyrðu, kom, þegar stjórnarherinn kom til skjalanna og handtók upp- reisnarmennina. En morðið á Dollfuss hafði tekist, og bæði vinir og óvinir hafa viðurkent, að hann dó á sínum verði, eins og hetju sæmdi. Síðustu mánuðina hafði lífið verið erfitt hjá hinum smávaxna einvaldsherra Aust- urríkis. Hann hafði verið i sí- feldri lífshættu, hvað eftir ann- að höfðu sprengjur, sem hon- um voru ætlaðar, fundist á sið- ustu stundu, og daginn áður en hann dó, náði lögreglan í Sviss í sendingu af sprengjun- um, sem verið var að smygla til Austurríkis frá Þýskalandi og voru ætlaðar Dollfuss. Leyni lögreglan hafði verið önnum kafin að afstýra tilræðum við hann, hús ha'ns hafði sífelt ver- ið í gæslu leynilögreglumanna, en eigi að síður hafði tekist að koma þar inn sprengiefni. Margt bendir á, að Dollfuss hafi verið það ljóst síðustu vik- urnar sem liann lifði, að hann ætti stutt eftir ólifað. Hann var rólegur samt og bar sig vel; þó hafði hann þjáðst mjög af svefnleysi síðustu næturnar. Hann gekk jafnan með hlaðna skammbyssu á sjer, viðbúinn að selja líf sitt svo dýrt sem unt væri. Þegar uppreisnarmennirnir 144 ruddust inn i stjórnarráðið var Dollfuss á ganginum, á leið úr skrifstofu sinni inn í fundar- sal stjórnarinnar. Þegar hann kom út úr dyrunum hjá sjer sá liann bregða fyrir einkennis- búningum og blika á vopn. Þjónn einn kom hlaupandi til hans og sagði, að hann yrði að flýta sjer inn í skjalasafnið >g fela sig þar. Dollfuss svaraði rólega „já“, þó honum muni liafa veriS ljóst, að þetta var aðeins til þess að draga á lang- inn það sem verða vildi. Svo leggja þeir tveir á flótta eftir göngunum og alt gengur vel þangað til þeir koma inn í ráðs- salinn. Þá er hurðinni á móti þeim spyrnt upp og uppreisn- armennirnir ryðjast inn. Doll- fuss stingur hendinni i vasann eftir skammbyssuni og hörfar eitt skref undan upp að veggn- um. t sama bili skjóta morð- ingjarnir á hann, hann riðar aftur á bak með hendurnar fyrir andlitinu og dettur á bak- ið og segir rólega með þreytu- legri rödd: „Hjálp....“ Morðingi Dollfuss var fyrv. liðsforingi austurískur, Arthur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.