Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1937, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.03.1937, Blaðsíða 14
14 F Á LK I N N FramhlUf. II allgrímskirkja. Hallgrímskirkja í Saurbæ. Eins og kunnugt er, er fyrirhugað að reisa bráðlega Hallgríniskirkju i Saurbæ. Hafa safnast til hennar nál. 100,000 kr. og mun verkið bráðlega verða liafið. Nefnd sú, er stendur fyrir framkvæmdum, efndi fyrst til samkepni um uppdrætti, en líkaði enginn af þeini, sem bárust, og fói siðan húsameístara ríkis'ins próf. Gúðjóni Samuelssyni að vinna verk- ið. Uppdrættir þessir hafa nú verið sýndir í Reykjavík síðustu viku og birtir ,Fálkinn“ nokkra af þeim. 'Það má segja, að það bafi verið erfitt hlutverk að gera kirkju, er væri samboðin sálmaskáldinu mikla Hallgrími Pjeturssyni, og standa skyldi í Saurbæ. Kirkja þessi átti um Jeið að verða minnisvarði yfir skáldið. I Saurbæ er nú ekkert, sem minnir á skáldið nema smáþnd ein, Hallgrímslind. Hún rennur þar enn eins og á dögum Hallgríms, en torf- kirkjan, sem þar hefir staðið, er longu borfin og alt annað eru rústir einar. Grasið grær þar enn og blóm spretta á grundu, árstíðir koma og fara eins og á dögum Hallgríms, en náttúran ein er söm ogóumbreytanleg. Hin hrikavaxna fegurð Hvalfjarðar breiðir enn faðm sinn um sveitina, Þyrillinn, hlaðinn úr stuðlabergi, gnæfir enn þögull og bljóðlátur upn af ströndinni, eins og stórfeldur minnisvarði liðinna alda. Úti á firð- inum baxa selir á skerjum og grynn- ingum, æðarfuglinn býr þar sín dún- mjúku hreiður og við og við sjást fuglar flögra fram með ströndum og bólmum. Annars bvílir bátíðleg kyrrð yfir hjeraðinu og I’yrill- inn bendir huganum upp í bæðirn- ar. Það er því eðlilegl, að húsa- meistari bafi sótt yrkisefni sitl lir Jandslagi sveitarinnar. Innan um þessa stórfeldu náttúru lifði og brærðist Hallgrinnir Pjetursson. Hann skynjaði guð í fegurð lands- lagsins, jafnt í hrikaleik fjallanna og í liinu minsta smáblómi og af auðmýkt hjartans leitaði hann sjer þróttar i ímynd hins guðdómlega og kvað sín trúarsterku ljóð, er hafa verið athvarf og blessun þjóðarinn- ar fram á þenna dag. Framhlið kirkjunnar er þvi liugs- uð sem minnisvarði yfir hið mikla sálmaskáld. Hún er eins Og smá- mynd Þyrilsins, gerð úr stuðlum, er gnæfa beint uþp. I niiðju fyrir ofan inngangsdyr, er smáflötur og á bann verður Ietrað erindi Hall- gríms úr 24. passíusálmi: 'Þá'þú' gengur i guðsbús inn, (gæt þes's vel, sál mín fróma), liæð þú þar ekki berra þinn með begðun líkamans tóma; beygðu holdsins og hjarlans knje, beit bæn þin ástarkveðja sje; hræsnin mun síst þjer sóma. Upp af þessuni fleti sjást þrjár súlur eða strengir, ímynd skáld- börpu Hallgríms. Turninn er jafn- breiður kirkjunni, einfaldur, hreinn í línum og stórbrotinn eins og skáld- skapur Hallgrims. Kirkjan verður Ijósgrá að lit og búðuð með aðferð þeirri, er búsameistari befir fundið upp (blanda úr brafntinnu og kvarsi), en strengirnir eiga að vera úr hyitum kalksteini en hörpubotn- inn úr' hrafntinnu. Ilæðin er 22 m. og breiddin '10 m. Á bliðum turnsins beggja megin sjást gluggar i djúpum grópum, sem ná alla leið upp og verðúr bilið milli glugganna húðað hrafntinnit. Hn í efstu opunum beggja megin og bakmegin verður komið fyrir klukkum kirkjunnar. Turninn er i raun og veru fjórar hornsúlur og eru þær allar jafnar að breidd, þannig, að bilið frá mið- hluta frambliðar lit að rönd er jafnt og bilið á hliðunum frá brún að gluggum. Síðan tekur við sjálf kirkj- an og er hún fyrir utan kór og turn 17 m.'á lengd, en breidd kirkjunnar að innanmáli 9 m., en sjálfur kór inn er 5 m. á lengd, en breidd hans að innanmáli 7 m. Virðist því vera bæfilegt samræmi milli bæðar turns- ins og lengdar kirkjunnar. ÖII kirki- an að innan er ein hvelfing frá gólfi og upp í rjáfui' til þess að gera kirkjurúmið heillegra, svipmeira og hátiðlegra og draga á þann bátt hugann upp til hæða, eins og t. d. er algengt i gotneskum kirkjum. Af þes'sum ástæðum verður þakþunginn svo mikill á veggjnm, að nauðsyn- le'gt varð að setjá styrktarstoðir við veggi að utan, en þessar styrktai- stoðir eru sjálfar eins og smámynd af stuðlabergj, tilbrigði basaltfornn,- ins þkf og i tónverki. Gluggar allir verða lir blýgreyptu lilgleri (antik- gleri) og valda því, að mildur og dularfullur Ijómi berst inn i kirkj- u'na. Þessi þunga kirkja er af ásettu ráði gerð lág, eins og hún væri gró- in upp úr íslenskum jarðvegi, enda er til þess ætlast, að engin gangstjeti verði í kringum hana, heldur spretti gras og blóm alveg tipp að veggj- um. Göngum nú inn i kirkjuna. Við komuin inn í fordyri og er til bægri bandar Hallgrímsstúka með smáalt- ari og bekki og verður þessi stúka notuð til guðsþjónustu á vetrum, þegar fátt kemur lil kirkju, og hef- ir stúkan sjerstaka upphitun. Vinstra megin er fatageymsla og þaðan stigi upp á söngpall. Fyrir ofan hann verður komið fyrir herbergi iiJ minja uin Hallgrím Pjetursson og bókasafn. Þar verða að sjálfsögðu allar útgáfur af passíusálmunum og rilum Hallgríms ásamt erleridum þýðingum og ritum um Hallarín;. Efst í turninum eru klukkur. Úr fordyri er komið inn í sjálfl kirkjurúmið og eru þar sæti fyrir nál. 200 manns. Þá tekur vð kór og er hann upphækkaður nál. 70 cm. Ei prjedikunarstóllinn bægra megin i sömu hæð og kórinn, en til vinstri er skirnarfontur, sömuleðis á sama fleti og prédikunarstóllinn. I skirn- arfontinn er áformað að leiða vatn úr Hallgrimslind og verður því kom- ið þannig fyrir, að fonturinn verður ætið bálffullur af vatni, er streymir i og úr. í lifandi vatni úr lind Hall- grims á að framkvæma bina heilögu skírnarathöfn. Til vinstri í kórnum er afkimi fyrir djákna og verður prestur skrýddur þar, en hægra megin í kórnum er stigi niður í kjallara, sem er aðeins undir kórnum, og þac niðri er herbergi fyrir jirest. Allhá brík eða veggur lokar fyrir afkima djákna og niðurgang í kjallara. Aðalskraut kirkjunnar verður gluggi fyrir kórenda, og verður hann glermálverk úr píningarsögu Jesú Krists, en fyrir framan gluggann verður mynd af Kristi á krossinum, skorin út úr trje. Hæð krossins verð- ur 0 metra og er þetta einasta kross- merki kirkjunnar og fer vel á þvi, þar eð önnur kross'merki myndu draga athyglina frá þessari höfuð- prýði. Á bakvegg kórsins að innan sjást þrír stallar hvoru megin, en innan við frambrún hvers stalls verður koinið fyrir Ijósiim í mis- munandi litum, er varpa geislum inn á Kristsmyndina á krossinum og gluggann bak við og verður kórinn þá eitt ljóshaf án þess að Ijósgjafinn sjáist, og hlýtur ljósadýrð þessi að auka á lielgi kirkjuathafnarinnar og vekja mildi og gleði í hugum kirkju- gesta. A þverskurðarmyndinni sjest brotinn bogi, er það boginn á milli kirkju og kórs og er hann brotinn lil þess að skapa tilbreytingu við sjálft kirkjurúmið, þar sem hvass- boginn er órofinn. I bvert skipti, er menn ganga inn í Hallgrímskirkju, munu menn hugsa lil trúarskáldsins mikla og blessa mi'nningu hans, er ætíð mun gnæfa upp úr aldamyrkri islenskra þján- inga eins og Þyrillinn, er stendur föstum fótum á lágsljettunni og horlir upp í hinar himnesku hæðir. A. ./. STÆRSTA ÚTVARPSTÆKI i heimi sjest hjer á myndinni. Það er með 37 lömpum og sex hátölurum. Drekkiö Egils-öl ' o-vu-o "u* o "U..-0

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.