Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N LÍF-KÓSAKKAR KEISARAEKKJUNNAR. Dagmar keisaraekkja liföi síðustu æfiár sín sem útlagi í œttlandi sínu Danmörku. „HirÖ“ hennar var — tveir Kósakkar, sem jafnan fglgdu henni sem lífvörður hvar sem hún fór. — — p r EGAR elsta dóttir Kristjáns kon- ungs IX. var jarðsett í Hróarskeldu- dómkirkju i október 1928 brá fyrir í svip ofuriitlum glampa af hinu forna Rússlandi keisarans, með skarti og viðhöfn liðins tima, er aldrei kemur aftur. Landflótta furst- ar og aðall frá Rússlandi, sem lifðu hjer og hvar um Vestur-Evrópu, en jjó einkum í Frakkiandi, hópuðust til Danmerkur til jjess að vera við- staddir útför hinnar siðusu rúss- nesku keisaraekkju. Þarna voru furstar og iirinsessur, ráðherrar og biskupar, lierforingjar og stóreigna- menn — fólkið, sem einu sinni liafði haft völdin í ríkinu mikla með 160 miljón sálunum. Þarna sást í allri sinni dýrð það Rússland, sem byltingin hafði lagt i rústir -—það var eins og liðin öld væri risin úr gröfinni eins og afturganga, sem hypjaði sig í húmið aftur við næsta hanagal. Skuggar fortíðarinnar. Merretsi — dauðar sálir — taut- aði gamall Rússi, sem sá jjessa skrautfylkingu fara lijá. Það var þáttur úr veraldarsögu sem bar fyr- ir augu, liðið timaskeið — auðugt að grimd og blóðsúthellingum. Þessi fylking í mislitu búningunum, sem kom á eftir líkkistunni var fjarlæg fortíð: Eulogius æðsti prestur — yfir- maður hinnar fornu grísk-kaþólsku kirkju, með hóp af biskupum og prestum í glitrandi skrúða. Hann er virðulegur, einkennilegur preláti með afarmikið hvitt alskegg, hátt mitur, alsett eðalsteinum, á höfðinu og bagall í hendi. Mítrið er í laginu eins og næputurnarnir á rússnesku kirkjunum, eins og laukur, gylt og með ölium regnboganslitum. Kyrill stórfursti, sem hafði tekið sjer embættið „vörður kórónunnar" og „Tsar allra Rússlanda“. Jussupov fursti — maðurinn sem myrti Rasputin með svo svakalegu móti. Hvorki eitur, rýtingur eða skammbyssukúlur bitu á svarta munkinn í fyrstu. Lýsing Jussupovs sjálfs á morðinu, er með ógeðsleg- ustu morðlýsingum veraldarsög- unnar. Og jiarna eru gamlir hershöfð- ingjar með „rússnesk“ alskegg, mennirnir, sem sáu hinn ósigrandi rússneska her leysast upp á flótta. Þar eru fyrrum háttsettir lögreglu- stjórar, sem einu sinni rjeðu yfir lífi miljóna af mönnum — og liafa inörg þúsund af þeim á samvisk- unni. Ráðlierrar ag hirðmenn, em- bættismenn, gósseigendur, gamli að- allinn, leifar af hinni skrautbúnu rússnesku hirð, sem fyrrum rikti yfir sjöttungnurii af hnettinum. Þarna safnaðist þetta fólk saman í síðasta sinn, fulltriúar veraldar, sem ekki var lengur til, rjettlausir út- lagar. Dauðar sálir! Lífkósakkamir. En mitt i þessari marglitu fylk- ingu 'tekur maður mest eftir tveim- ur risavöxnum mönnum. Þeir eru í siðum, brúnum kósakkakápum, með loðhúfur og í reiðstígvjelum, tartara- bjúgsverð við beltið, ásamt blikandi hníf og pístólu. Þeir ganga fast á eftir kistunni, teinrjettir og svip- fastir. Þetta eru lífkósakkar keisara- ekkjunnar, Kirri Polikoff og Timo- fei Jasjtsjik, sem fylgt hafa lienni síðan skömmu eftir aldamótin og ganga nú með henni síðasta spöl- inn. Þegar sorgarathöfninni í rússnesku kirkjunni í Breiðgötu var lokið, báru þeir kistuna út ásamt hertog- anum af Mecklenburg, Rimski-Kor- sakoff aðmírál, Potozski hershöfð- ingja og von Trepes fyrv. forsætis- ráðherra. Og þegar athöfnnni í Hróarskeldukirkju var lokið stóðu þeir vörð við kirkjudyrnar,. þar sem Kristján konungur og ýmsir rússnesku furstarnir kvöddu jiá með liandabandi. Annar jiessara kósakka dó skömmu síðar. Það var Kirii Poliakoff. Hann varð atvinnulaus liegar heimili Dag- mar keisaraekkju á Hvidövre var uppleyst. Gamla konan hafði ekki sjeð lionum fyrir lífeyri. Hinn fyr- verandi lierbergisþjónn og lífvörður fjekk loks atvinnu við að skola flöskur hjá vínkaupmanni. Báðir voru þeir Donkósakkar Kirii Poliakoff og Jasjtsik fjelagi hans. En kósakki var samheiti ýmsra ættkvísla, sem keisarinn liafð ráðið í þjónustu til þess að verja landa- mæri ríkisins. Á friðartimum voru þeir látnir nema lönd, sjerstklega í i Síberíu, og í styrjöldum voru þeir í sjerstökum herdeildum riddara- liðsins. , Fyrst heyrðist getið um kósakka á 14. öld. Það var flokkur, sem hafði gert upprcisn til að fá frelsi. Rússneski tsarinn var böðullinn, sem þeir vildu ganga milli bols og liósakkaþorp. í svona jiorpi fœddust lífkósakkarnir. En myndin er tekin löngu eftir það. Staurarnir sýna, að rafmagn er koniið í bæinn. Kirii Poliakoff. Til vinstri: Dagmar keisaraekkja cg lífkósakkinn Timofei Jasjtsjik. höfuðs á, og þeim tókt að halda sæmilegu sjálfstæði um sinn. Don- kósakkarnir eru fyrst nefndir 1551. Þeir voru af blendingskyni, slavar og tartarar. og lifðu á veiðum og ránum á steppunum. Allir keisarar, sjerstaklega ívar grimmi, höfðu átt i höggi við þá, en loks tókst Pjetri mikla að gera þá óskaðlega. Hann sá sjer hag í að gera liessa hraustu menn að vinum sínum og tókst að gera þá að landvarnarmönnum sín- um. Síðar urðu kósakkarnir einskon- ar iögregla, sem sjerstklega var beint gegn byltingamönnum og verkfallsmönnum, og gengu þeir svo ósleitilega fram, að þeir urðu einskonar tákn rússneskrar kúgun- ar. Með byltingunni 1917 voru kó- sakkasveitirnar leystar upp. í borg- arastyrjöldinni höfðu jiær ýmist barist með rauðum og hvítum, en síðan stofnaði stjórnin ráðstjórnar- ríkið Don, sem er eitt af sambands- ríkjunum, svo að nú er þessi hern- aðarþjóð orðin friðsamleg bænda- þjóð. Hvorki Timofei nje Kirii upplifðu þessa nýju tíma í Rússlandi. Polia-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.