Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Jean prins of Inxembourg og forfeður hans Þó að Luxembourg sé ekki stórt ríki hefir það liingum verið svart peð í skák stórveldanna. Og stjórnendurnir hafa stundum ekki verið allir í sóm- anum. Einn þeirra veðsetti ríki sitt, annar breytti ríkiserfðalögunum. En Jean, núverandi ríkisarfi, cr maður sem þjóðin væntir sér mikils af. T EAN erfingi stórhertogadæmisins Luxembourg er maður, scm heims- blööin tala sjaldan um. Að vísu var hans víða getið fyrir nokkru, er hann gekk að eiga Josepliine-Charlotte, dóttur Leopolds Belgíukonungs, f). apríl s. 1. vor. En slíkt skeður ckki nema einu sinni. — Hann er 32 ára og elsti sonur núverandi þjóðhöfðingja landsins, Charlotte störhertogaynju og Felixar prins. Luxembourg er ævafornt riki og Jean prins er afkomandi elstu þjóð- höfðingjaættar Evrópu. Ættmóðirin hét Melusine og þjóðsagan segir að hún liafi verið hafmey. Önnur ætt- móðirin var Ermesinda og cr sagt að faðir hennar hafi vcrið níræður er hún kom undir, en dóttirin giftist er hún var tíu ára. í ættinni er einnig Elisabet af Görlitz, sem veðsetti stórhertogadæmi sitt, og María, dóttir Ivarls djarfa, sem færði manni sínum af Habsborgarætt Luxembourg í heimanmund. Og ekki má gleyma Margrétu austurrisku, sem samdi sjálf grafskriftina sína: „Hér hvílir Margot, hin aðalborna jómfr.ú, sem átti tvo menn en er þó hrein mey ennþá.“ Önnur fræg Margrét varð hertogafrú af Parma, giftist tólf ára Medici- fursta sem var 24 ára. í annað sinn giftist lnin tvítug og þá þrettán ára gömlum strák. ísabella, dóttir Filipusar II. Spán- arkonungs ríkti einnig yfir Luxem- bourg. Hún var í nunnuslopp og með stóran demantskross á brjósti, er hún tók sér kjörorð sitt: „Stríð að sumrinu til en kærleik á vetrum“, en ekki liag- aði hún sér alltaf eftir þvi. Það var sú hin sama ísabella, sem strengdi þess heit að hafa ekki nærfataskipti meðan umsátin um Ostende í Belgíu stæði yf- ir. En umsátin stóð í þrjú ár og af þessu stafar lýsingarorðið „isabellu- litt“, sem þýðir það sama og móálótt. Fram til 1890 var Luxembourg i konungsambandi við Holland, en í raun réttri var það fullvalda ríki. Konungurinn dó án þcss að eignast son til erfða, og Wilhelmina sem settist í hásæti Hollands varð að afsala sér Luxembourg. Þar tók við stjórn- inni Adolf, elsti hertoginn af Nassau. Adolf var gleðimaður og hundleidd- ist að fást við stjórnmál. Aðalstarf lians var að koma i lóg auðæfunum, sem hann fékk við lát fyrri konu sinn- ar, Elísabetar Michilovnu, sem var rússnesk prinsessa. í ferð um Dahna- tíu lét hann t. d. tvo kammerherra strá gulipeningum meðal fjöldans, úr stórum poka, sem hann hafði með- ferðis. SEX PRINSESSUR. En stórhertoginn þoldi ekki þetta líf til lengdar. Gamall og hálfblindur festist allur liugur lians við barna- börnin Marie-Adelaide og Charlotte, eða „Mus“ og „Lotty“ sem hann kall- aði. Það voru elstu telpur Wilhelms af Nassau, sonur hans og Marie Anne af Braganza. Marie-Anne langaði mik- ið til að eignast son en það tókst ekki. Hins vegar eignaðist hún sex dætur. Þegar Wilhelm tók ríki eftir föður sinn lét hann jovi breyta ríkis- erfðalögunum, svo að elsta dóttirin yrði arfgeng eftir hann. Prinsessurnar sex ólust upp í mjög rómantísku umhverfi og það var hin portúgalska móðir þeirra, sem réð því. Þær bjuggu í gamalli miðaldahöll innan um urmul af frænkum, kennslu- konum og fóstrum. Allar systurnar urðu að vera eins klæddar, kjólar, liattar og kápur með nákvæmlega sama lit og sniði, og ekkert tillit tekið til þess hvort fatnaðurinn færi þeim vel eða illa. Wilhelm IV. stórhertogi var mátl- laus og lá rúmfastur árum saman. Þegar hann dó, 25. febrúar 1912, fengu þegnar lians að sjá liann í fyrsta skipti á yfir tíu árum — á líkbörunum í marmarasal konungsliallarinnar, klæddan viðhafnareinkennisbúningi og með alls konar orður og krossa. Við útförina gekk rikiserfinginn, Marie-Adelaide ein sér, næst kistunni. Næst kom stórhertogafrúin og Char- lotte prinsessa og þá hinar systurnar fjórar. Marie-Adelaide var tekin til ríkis í júní 1912 en það breytti um hirð- lifið. Á morgnana risu allir snenima úr rekkju til að vera viðstadilir morg- untíðirnar klukkan 7%. Klukkan 13 settist hertogaekkjan að snæðingi með dætrunum sex, og siðar var gengið út og lauk- þeirri göngu venjulega i dóm- kirkjunni. Á eftir var sest inn í bóka- safn hallarinnar — ekki til að lesa heldur til að sauma. Á kvöldin var oft tekið á móti gest- um og skemmt með hljóðfæraslætti. Þegar Marie-Adelaide og Charlotte konm inn ásamt stórliertogaekkjunni stóðu karlmennirnir í röð á aðra hliðina, í skrautlegum einkennisbún- ingum, en liinu megin dömurnar i pelli og purpura. Á sumrin dvöldust systurnar á búgörðum úti í sveit. Á hverjum degi riðu þær um Bamþusch- skóginn, Marie-Adelaide alltaf fyrst, Charlotte næst og hinar í hæfilegri fjarlægð á eftir. FYItRI IIEIMSSTYRJÖLDIN. Morguninn 2. ágúst voru sysfurnar á bæn i kirkjunni á Colrnar Berg. Þá kom liraðboði og tilkynnti að jiýskur her liefði farið yfir landamærin hjá Wasserbillig og slefndi til höfuðborg- arinnar. Stórhertogaynjan og systur liennar flýttu sér til Luxembourg, en þar sat þingið á fundi. Fregnin vakti feikna gremju. Þrjú þúsund og tvö hundruð Luxemborg- arar gerðust sjálfboðaliðar hjá banda- mönnum. 800 þeirra konm ekki aftur. „Mikið veður út af smámunum," sögðu þeir fyrir austan Rín. Og þýski sagnfræðingurinn Emil Ludwig talaði hæðilega um „hálfjómfrúna" Luxem- bourg og minriti á alla útlendu herina, sem hvað eftir annað hefðu farið um landið. Það var að vísu rétt., „Hálf- jómfrúin“ liafði orðið fyrir yfirgangi frá Biirgundurum 1443, Austurríkis- mönnum 1482, Spánverjum 1555, Frökkum aftur 1795, Niðurlöndum 1815, Prússum 1914 og nú voru Þjóð- verjar komnir aftur — 1940. En allar þessar innrásir hafa i engu breytt þeirri staðreynd að Luxem- bourg liefir ávallt verið sjálfstætl ríki. En þær hafa látið eftir sig verks- ummerki. Eftir hernám þjóðverja hélt landið eigi að síður hlutleysi sínu til streitu í fyrri styrjöldinni, að minnsta kosti á yfirborðinu þó að þjóðin væri hlið- holl samherjunum í hjarta sínu. Tákn hlutleysisins var rauðakrossflaggið á stórhertogahöllinni. Ilenni var breytt í sjúkrahús og þar fengu þýskir og franskir hermenn sömu aðhlynningu. Marie-Adelaide stórhertogaynja reyndi að stjórna ríki sínu eftir bestu getu, en var oft misskilin af þjóðinni. Henni var legið á hálsi fyrir ]iað að hún tók vel á móti þýskum liðsfor- ingja, sem fékk áheyrn hjá henni og að hún Iiafði boðið Wilhelm keisara til tedrykkju ,og fleira var hcnni fund- ið til foráttu. í rauninni var þetta ckki á rökum byggt. En hún var þægi- legt skotmark hinum óánægðu og sjálfkjörinn píslarkrákur þjóðar, sem stundi undir hernámsokinu. I stríðs- lokin vildi flokkur manna sameinast Belgíu, annar Frakklandi, og svo voru sumir lýðveldissinnar og vitdu losna sem fyrst við furstaættina fi á Nassau. ÞJÓÐHÖFÐINGI GERIST NUNNA. Hinn 21. nóvember 1918 koniu sam- herjar og leystu ])jóðina undan þýska okinu, fyrst Ameríkumenn, svo Frakk- ar. Samtímis þvi sem verið var að undirbúa stjórnarbyltingu innanlands ræddu fulltrúar slórveldanna um

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.