Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1954, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.10.1954, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN * f fyrra andaðist Ibn Saud hinn herskái Araba-sheik, sem lagði undir sig mestan hluta Arabíuskagans. Saud Ibn Abdul erfði ríkið og alla olíuna. Olíukðngurinn Saud Abdul til eftirmanns síns, úr liópi þrjátiu og sex sona sinna, af því að Saud liefði best sannað honum hreysti sína og sonarást. Árið 1934 var kon- ungurinn í pílagrimsferð til Mekka og réðust þá fjórir morðingjar á hann. Þá var það að Saud varði föður sinn og fékk sárin, sem konungi voru ætluð. Nýi konungurinn er líkastur föður sínum, allra sona hans. Hann er hár vexti, þrekinn, með mikið skegg og höfðinglegur í framgöngu. Elcki kann hann neitt útlent mál. Hann er talinn siðvandur maður og halda vel hoðorð Kóransins. Eftir að hann tók ríki býr hann ekki í gömlu konungshöllinni, heldur i Nasria-höll, 10 km. fyrir utan Rhiyad. Þar hefir verið reist ævintýrahöll í eyðimörkinni, en enginn gróður var í kring. Breiður bilvegur með tvöfaldri akbraut, hefir verið lagður milli liall- arinnar og borgarinnar. Milli akbraut- anna er röð tíu þúsund kera með ým- islega litum blómum, en kringum liöllina eru nú komnir garðar, grænir teigar og blómabeð, nokkrir ferkiló- metrar að víðáttu. Er þetta ævintýri líkast í landi, sem skortir vatn jafn tilfinnanlega og Arabíu- Og frá sólar- lagi til sólaruppkomu loga tíu þúsund rafmagnslampar í hallargörðunum. Rhiyad er undarlegasti bær i heimi. Þetta er borg konungsins. íbúarnir eru um 100 þúsund og lifa á lionum og fyrir hann. Hver sá sem sleppur inn í borgina er gestur konungsins. í höllinni er ávallt uppbúið matborð. Þar geta allir farið inn, sest og fengið sér að borða. — Höfðingjar hinna mörgu kynkvísla sem játast undir kon- unginn eru tíðustu gestirnir, þeir koma hópum saman á hverjum degi til að fá áheyrn hjá konungi og bera fram mál sín. Saud konungur ætlar sér að gera Rhiyad að nýtisku borg. Þar liefir hann komið sér upp stjórnarráðum og þar sitja sendiherrar erlendra ríkja, og hér er stjórnarmiðstöð liinna þriggja •meginhluta konungsrikisins. Nedjid er miðbikið og þar er Rhiyad, Hedjas liggur að Rauðahafinu og loks sá hlutinn sem liggur að Persa- flóa, en það eru fjögur svæði: Asi, Hasa, Shammar og Djuf — og þar er olían! KÓRANINN TEKINN BÓKSTAFLEGA. Mekka er hinn andlegi höfuðstaður Frá Rhiyad. Fremst sjást bedúíanatjöld, en í baksýn gnæfa hallir Sauds konungs. YRIR tuttugu árum sátu fulltrúar amerískra olíufélaga yfir samn- ingum við stjórn Arabiu. Arabarnir kröfuðst þess að þessi klausa skyldi standa í samningunum: „Arabar hafa forgangsrétt að olíuflutningunum". Ameríkumenn brostu að þessu, þvi að þeir vissu ekki til að Arabar hefðu annað en úlfalda til að flytja olíu á. En liálfum mánuði síðar hafði verið stofnað arabiskt olíuflutningafélag. Þaið á tankskip, sem bera til samans 500.000 smálestir. í byrjun aldarinnar var Arabia eyðimörk og ættkvíslir liirðingjanna sem lifðu í landinu áttu í sifelldum ófriði. Bófar og ribbaldar fóru um með ránum og manndrápum, livergi var öryggi — og vei þeim útlendingi sem hætti sér inn í landið. Hann átti bana vísan. Ibn Saud konungur — Napoleon eyðumerkurinnar kölluðu Bretar liann — dó í nóvember í fyrra, og nú stjórn- ar Saud sonur hans ríki, sem er á stærð við hálfa Evrópu. Rockefeller var kallaður olíukóngur og Philipsen og Debell, sem forðum stjórnuðu ís- landsdeild Standard Oil voru lika kallaðir ohukóngar. En þeir voru ekki nema nesjakóngar í samanburði við Saud hinn arabiska. Hann er mesti olíuframleiðandi i lieimi. Og svo er hann páfi eða trúarhöfðingi allra arabiskra þjóða í þokkabót. — Síðan um aldamót hefir Ibn Saud skapað nýja þjóð í eyðimörkinni. Og það var kraftaverk. IBN SAUD NÆR VÖLDUM. Hann ólst upp á öld reiðileysis, hat- urs og hefnigirni. Forfeður hans höfðu ráðið yfir landi inni í miðri Arabíu síðan á 18. öld, en árið 1892 hrakti nágrannakonungur ætt hans á burt. Þegar Ibn Saud var tiu ára varð hann að flýja úr höllinni i Rhiyad, höfuð- stað föður síns, á náðir fátæks hirð- ingjahóps. En þetta voru herskáir menn og þar lærði Ibn Saud að lialda á sverði og liorfast í augu við dauð- ann. Þegar hann var átján ára greip hann sverðið, vatt sér á bak gæðingi sínum og hélt af stað með fámennan lióp manna til að vinna riki sitt aftur. Herinn var 40 manns, ættingjar og vinir, og þeir riðu úlföldum sem sheikinn í Kuweit hafði lánað þeim. Ekki höfðu þeir nema 30 byssur. Hetjuóðurinn um þessa fjörutíu er jafnframt óður um heilagt strið. Þeim finnst Allah sjálfur vera i fararbroddi og þeir þylja greinar úr Kóraninum. Viku eftir viku ríða þeir glóandi eyði- merkursandana, þeir lifa á þremur döðlum á dag og dálitlu af úlfalda- mjólk. Þeir koma að borgarhliðunum í Rhiyad um vetrarnótt. Ibn Saud velur úr sjö hraustustu liðsmenn sína. Hann býr sér til stiga úr pálmastofnum og á þann hátt kemst hann við áttunda mann yfir borgarmúrana. Þeir læðast fram þröngar götur, allir sofa. Þeir komast að höllinni, þar býr ríkisstjór- inn, Ben Ajlin, hinn forni fjandi föður hans, og þar bíða þeir þangað til í sólarupprás. Þá lesa þeir bænir sínar og gera atlögu. Varðmennirnir eru að opna hallarhliðin. Með spjót í annarri hendi og sverð í hinni ryðjast þeir inn um hliðið áður en varðmennirnir átta sig. Þeir koma að Ben Ajlan í stofu hans og Ibn Saud lieggur af honuin liöfuðið. Varðmennirnir gefast upp orðalaust og bæjarbúar fagna hinum endurheimta ríkiserfingja sínum. Þetta gerðist i ársbyrjun 1901. Sama daginn sem Ibn Saud fagnar sinum fyrsta sigri fæðist honum sonur, Saud sem nú er orðinn konungur. Þetta telja þeir í Rhiyad góðs vita. Nokkrum árum síðar barðist Ibn Saud við emírinn Abdul Asis A1 Rasjid. Þeir eltust hvor við annan í tvö ár í Saud Arabakonung- ur er mikill blóma- rinur og á fallegustu garða sem til eru í Vestur-Asíu. eyðimörkinni. En einn góðan veður- dag kemur Ibn Saud auga á óvininn riðandi á fleygiferð úti við sjóndeild- arhringinn. Hann veitir honUm eftir- för, nær í hann og skorar liann á hólm. Báðir fara af baki og draga sverð úr slíðrum. Eftir tiu mínútur eru báðir sárir. Sverð Ibn Sauds brotnar og nýju sverði er fleygt til hans. Hann hefir betur, andstæðingurinn fellur og Ibn Saud heggur af honum höfuðið. Árið 1932 liafði Ibn Saud lagt undir sig mestan liluta Arabiu. En þessi mikla vígahrappur, sem lifað hafði með sverð á lofti í hálfa öld, varð sóttdauður. Á búk hans voru 43 ör eftir korða, spjót eða sverð. En hann dó úr löniun i vetrarhöll sinni í Taef, um 50 km. frá Mekka. Lög múhameðssinna heimta að lik séu grafin strax. Þess vegna var líkið vaf- ið inn í sjö og einn dúk undir cins og flutt til Rhiyad í einkabil kon- ungsins ....... í grafreitnum fyrir sunnan bæinn er gröf liins volduga Ibn Sauds. Hún er alveg eins og liinar grafirnar, fer- hyrndur moldarbingur með litlum steini á, og ekkert nafn á steininum! IBN SAUD OG RHIYAD. Ibn Saud kaus sjálfur Saud Ibn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.