Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						FÁLKINN
Lúðrasveitin SvUHUT
25 ára
Tuttugu og fimm ár eru nú lið-
inin frá því að Lúðrasveitin
Svanur var stofnuð, en stofndag-
ur hennar var 16. nóvember 1930.
Aðalhvatamaður að stofnun
hennar var Hallgrímur Þor-
steinsson söngkennari, sem nú er
látinn fyrir nokkrum árum.
Var Hallgrímur ráðinn fyrsti
kennari og stjórnandi sveitar-
innar og gegndi hann því starfi
fyrstu árin.
Á þessum 25 árum hefir lúðra-
sveitin oft leikið fyrir bæjarbúa
við ýms tækifæri og einnig hefir
hún ferðast víða um land og leik-
ið þar á ýmsum skemmtunum
auk þess sem hún hefir haldið
þar hljómleika.
Stjórnendur.
Sá sem lengst hefir stjórnað
lúðrasveitinni,   er   núverandi
stjórnandi hehnar, Karl O. Run-
ólfsson tónskáld, og á hún hon-
um mikið upp að unna fyrir starf
hans. Aðrir stjórnendur hennar
haf a verið: Gunnar Sigurgeirsson,
Jóhann Tryggvason, Árni Björns-
son, Lanzky-Otto og Jan Mor-
avek.
Lúðrasveitin er nú skipuð 20
mönnum og eru það allt áhuga-
menn, sem vinna þetta starf í
hjáverkum. Æfingar eru haldn-
ar tvisvar í viku.
Núverandi stjórn skipa: Ey-
steinn Guðmundsson formaður,
Alfreð Bjarnason gjaldkeri,
Hreiðar Ólafsson ritari og Sveinn
Sigurðsson meðstjórnandi.
Gosdrykkjaverksmiðjan
gaNTTag
50 ára
Um þessar mundir er verksmiSjan
Sanitas 50 ára, en hún var stofnuS
1905 af Gísla GuSmundssyni gerla-
frœSingi, GuSmundi Ólafssyni, bónda,
og Jóni Jónssyni, skipstjóra. Gísli
var framkvæmdastjóri frá byrjun og
siSar einkaeigandi hennar. Fyrstu ár-
in var verksmiSjan rekin á Seltjarn-
arnesi, og framleiddi þá gosdrykki,
saftir og óáfengt 61, en 1913 var öl-
framleiSslu hætt.
ÁriS 1916 var verksmiSjan flutt tii
Reykjavikur aS SmiSjustíg, og sama
ár seldi Gísli hana Lofti bróSur sin-
um, en hann rak hana til 1923, s'íS-
ast aS Lindargötu 9, þar sem hún
hefir verið siðan. Árið 1924 keypti Sig.
Waage  Sanitas  og  rak  hana  sem
einkaeign til 1939, en þá var hluta-
félagið Sanitas stofnað, og voru stofn-
endur Hákon, Matthías og Sigurður
Waage, FriSþjófur Þorsteinsson og
Jónas Ólafsson. Núverandi stjórn
skipa: SigurSur Waage Matthías
Waage, Baldur Sveinsson, en i vará-
stjórn eru Sig. S. Waage og Eufemía
Waage.
Margvíslegar breytingar hafa orSið
á starfsemi verksmiSjunnar frá stofn-
un hennar og ýms fleiri störf hafa
bætst viS, svo sem sultu- og marmel-
aðigerð og ávaxtasaftsgerð. Einnig er
framleitt sykurvatn með kjörnum,
sósulitur og margs konar aðrar efna-
gerðarvörur. Einnig hafa miklar
breytingar  orSiS  á  gosdrykkjafram-


leiðslunni. 1943 fékk verksmiðjan um-
boð fyrir Pepsi-Cola.
Þá hafa og miklar breytingar ver-
ið  gerðar  á  vélum  verksmiðjunnar.
Arið  1927  keypti  Sig.  Waage  gos-
drykkjaverksmiðjuna Heklu og fimm
Framhald á bls. 14
Verksmiðjuhúsið.
Sultugerðin.
Gosdrykkjaframleiðsla.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16