Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.10.1959, Blaðsíða 12
SœrinK 4em hcna Atjcrhar: Kópavogur STÆRSTI BÆR Hátt uppi á klettaborg stendur stór og glœsileg kirkja. Stílhreinir og jagrir turnar hennar gnæfa yfir byggðina allt í kring, og spegla sig í rennsléttum sjónum. Það er kyrrt og fagurt haustkvöld, klukkur kirkj- unnar hringja til aftansöngs, og hljómurinn berst um þrjár borgir. Kirkjugestir koma akandi í glœst- um bifreiðum að kirkjunni, leggja þeim fyrir neðan klettaborgina á stórum og hreinlegum bílastœðum, en ganga síðan hœgt upp steinþrep- in þar til komið er að sjálfri kirkj- unni. Umhverfis hana er slétt flöt, og þar staldra þeir við augnablik og njóta útsýnisins. Fyrir neðan klettaborgina er fall- egt torg, en handan við það eru margar stórar og reisulegar bygg- ingar, og er þar aðal-verzlunar- hverfi borgarinnar. Þar eru glæsi- legar stórverzlanir, þar sem allt er hœgt að fá, sem hugurinn girnist, og skrautlegir verzlunargluggar Á ÍSLANDI Hulda Jakobsdóttir. blasa við vegfarendum í allar áttir. Handan við verzlunarbyggingarnar eru rúmgóðar bifreiðageymslur og stœði, gangvegir og akbrautir flett- ast saman á furðulegasta hátt. — Nokkru norðar getur að sjá breiðan akveg með mörgum akreinum í hvora átt, og rennur óslitin bílaröð- in til beggja handa. Hinum megin akbrautarinnar, enn austar, er önnur hæð, og þar er stórt og glœsilegt samkomuhús. Á neðstu hœð kvikmyndahús og veitingasalir, á nœstu tveim hœð- um samkomusalir fyrir unga fólk- ið, listsýningarsalir o. fl., en efsta hœðin er að mestu byggð úr gleri. Þar eru skrautlegir veitingasalir, og þangað fara borgarbúar til að njóta fegursta útsýnis, sem völ er á. Þaðan sér út yfir borgirnar þrjár, Reykjavík, Kópavog og Hafnar- fjörð, og hvergi skyggir á fjalla- hringinn allt í kring. í vestri og norðri glitra milljónir Ijósa Reykjavikur allt þar til dökk- ur hafflöturinn tekur við í norðri, en handan við hann titra Ijósin á Akranesi eins og stjarna í himin- geymnum. Óslitið haf Ijósanna breiðist yfir landið í kring, nema þar sem Fossvogurinn sker fleyg í. Til suðurs er svipaða sjón að sjá, þar sem Hafnarfjörður rís úr hraun- inu, en í fjarska glitra Ijósin í Kefla- vík og víðar á Suðurnesjum. Engin sér skil milli bœja. Allt er ein og sama Ijóshafsbreiðan. Áberandi er þó rauða perlubandið, sem liggur um miðhluta borganna. Perluband með rauðlitaða jaðra, en iðandi af lífi og skærum Ijósum í miðju. Þar er aðal-akvegurinU millum borg- anna, og það er hann, sem liggur rétt við fœturna á þeim, sem þarna stendur og horfir á. Hér erum við stödd miðsvæðis, og líklega í mið- depli þessa iðandi, glæsta Ijóshafs. En til beggja handa, til austurs og vesturs liggur Kópavogurinn sjálfur, þetta bráðþroska undra- barn, sem allir héldu fyrst að væri vanskapnaður, eða útbrotakýli frá Reykjavík, en hefur nú sannað til- verurétt sinn á furðulegasta hátt. Nú er Kópavogur orðinn miðdep- ill byggðarinnar og eftirsóttasta svœðið, bœði til athafna og veru. Kársnesið til vesturs er þéttbyggt einbýlishúsum. Þar er eitt eftirsótt- asta húsahverfið í borginni. Það er úthverfi í miðri borg. Inn millum húsanna getur a'ð líta skólabygg- . . . stórt og glæsilegt samkomuhús . . . . . . kvikmyndahús og veitingasalir . . .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.