Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						Efnisskráin  a'ö  fyrstu  tón-

leikum sem íslenzkur

kvenpíanóleikari

hefur haldið.

e^^s^SS^

„MUSIKIN ER

MITT EÐLI"

Stuntttl  t'iti  Onnu  Pjeturss  ptano—

teikara, tyrstu  ásiensku  konuna  sent

Stt'it  opinbera  píanótónleika  hér  a

tantii

nnnn pjcturss

HLJÓMLEIKHR

f HVJ7I BlÓ

riMTUDno 2 júrif miK^vit

I.  BEETHOVEN:  32 Votiolioncn, C-moll.

II.  SCHUMnNN:  Corncvol, op 9

Ptéombnle — Pimol — Ilile<iuin — Volse noble

— Euscbius — rioicslon — Cocjuelte — IsYplique

— Popillons - Letltcs donsonles — Chioiinu -

Chopin — Esltcllo - líeconnöissuncc - Pontolon

et Colombine - Volse olleinoniln — Pogonini —

nveu — Ptotnenode — Pousc — Moiche Des

•Duvidspúnulci' eonlic les Philislins.

TEXTI:  STEIIMUNN  S. BRIEM

Það var árið 1927. Fimmtudagskvöldið 2.

júní voru haldnir tónleikar í Nýja Bíói sem

teljast máttu til merkisviðburða í íslenzkri

tónlistarsögu, því að þetta var í fyrsta sinn

sem íslenzk kona hélt opinbera píanótón-

leika. Anna PjetUrss hét hún, ung stúlka

um tvítugt, dóttir hins naíntogaða vísinda-

manns, dr. Helga Pjeturss, brautskráð með

glœsilegum vitnisburði og verðlaunum úr

konunglega tónlistarháskólanum í Kaup-

mannahöfn.

Þá var ekkert tónlistarfélag á fslandi, enginn tónlistar-

skóli, engin sinfóníuhljómsveit, jafnvel ekki útvarp. Tón-

listarlífið var ekki fjölbreytilegt, og hvert nýtt nafn á músík-

sviðinu hlaut að vekja töluverða athygli. Önnu var fagnað og

klappað lof í lófa, og kunnáttumenn spáðu henni frama á

listabrautinni. Sjálf hugsaði hún hátt og tók köllun sína al-

varlega. En margra ára vanheilsa og ýmsir aðrir erfiðleikar

komu í veg fyrir, að hún fengi að njóta sín sem píanóleikari,

og þegar hún rifjar upp liðna daga er hún ekki laus við

beiskju.

Elektróníska músíkin

móSgun við mannsandann

„Þú hefðir átt að tala við mig meðan ég var og hét," segir

hún, og gamli eldmóðurinn blossar aftur úr augum hennar

sem snöggvast. Þá hefði ég getað sagt sitt af hverju En

nú er ég búin að vera ræfill í mörg herrans ár, og þrekið er

farið út í veður og vind, svo að það er lægra á mér risið en

áður fyrr."

„Ertu nokkuð að spila núna?" Það eru opnar nótnabækur

á fiyelinum, Mendelssohn og Schumann.

„Já. iá. en ég er að ná mér eftir mjög alvarlegan uppskurð,

og það er óvíst hvort ég get spilað nokkuð sem að kveður

framar. Qg þó — kannski á ég eitthvað eftir þrátt fyrir

allt! Ég spila mest af smærri verkum meðan ég er að iafna

mig, Lieder ohne Worte eftir Mendelssohn og fleira af svip-

uðu tagi  Slíkt fannst mér fyrir neðan mína virðingu í gamla

daga. Þá voru allir að flotta sig með stærstu konsertstykkin,

og það þekktist ekki, að lítil lög væru spiluð á tónleikum

eins og jafnvel mestu virtúósarnir hika ekki við núorðið. En

það er mikið hægt að marka hæfileika og dýpt listamannsins

einmitt á því hvernig hann túlkar hin einfaldari verk."

„Hvaða tónskáld þykir þér vænst um?"

„Gömlu meistarana. Ég hef spilað þá alla meira og minna,

en aftur á móti er ég minna gefin fyrir nútímamúsík, og

þetta elektróníska nágaul sem kallað er tónlist finnst mér

móðgun við mannsandann."

Túlkandi þarf

jafnframt aS vera skapandi

„Semurðu aldrei lög sjálf?"

„Nei, nei. Einu sinni gerði ég það þó af rælni að búa til

lag við Eldgamla ísafold, af því að Bjarni Thorarensen var

frændi minn, en ég hef fáa látið heyra það. Annars eru allir

eða allflestir sem skrifa nótur kallaðir tónskáld hér á landi

og þar með settir í flokk 'skapandi' listamanna. Það er eins og

fólk geri sér ekki ljóst, að fleira er sköpun en að skrifa nótur

— ef túlkandi er ekki jafnframt skapandi þá er hann enginn

listamaður. Hvar væru tónskáldin stödd ef túlkendur þeirra

væru ekki skapandi? Sá sem flytur tónverk þarf að endur-

skapa það með anda sínum og mikill listamaður getur lyft

jafnvel lítilfjörlegu verki á hærra svið í krafti snilldar sinnar."

„Hvenær byrjaðirðu að læra að spila?"

„Ég var alin upp til þrettán ára aldurs hjá ömmu minni,

frú Önnu Pjetursson sem kenndi hálfu landinu að spila í

fimmtíu ár eða meira, og auðvitað heyrði ég nemendur henn-

ar spila allan liðlangan daginn pg lærði lögin fljótt. Ég fór

snemma að spila eftir eyranu og var víst álitin undrabarn,

en þegar ég var fimm ára byrjaði amma að kenna mér."

„Varstu voða dugleg að æfa þig?"

„Nei, ég var löt við það, enda var amma oftast að kenna,

svo að ég komst ekki að píanóinu þegar mig langaði til, held-

ur var ég sótt ef hlé varð á kennslunni. Þá var ég kannski í

miðju kafi að leika mér úti og slettist inn hálffúl og nennti

þessu alls ekki."

„Hjá hverjum lærði amma þín á píanó?"

„Frú Finsen, konu landshöfðingjans, og fóstru sinni, frú

Ástríði Melsteð að ég held, og síðar iærði hún meira í Kaup-

mannahöfn. Hún leiddi marga fyrstu sporin sín í músikinni,

hún amma mín, og til dauðadags tók hún aldrei meira en

fimmtíu aura um tímann. Þegar dýrtíðin óx í fyrra stríðinu

14

FALKINN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44