Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 18

Iðnneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 18
 Li Að undanförnu hefur mikið gengið á innan Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík (SIR). Umtalaðir tvíburabræður náðu kosningu sem formað- ur og gjaldkeri SIR s.l. vor vegna almennrar óánægju með fráfarandi formann SIR sem var í mótframboði. Þessir bræður heita Arnar Már og Borgar Þór Þóris- synir og hafa fram til þessa viðhaft vinnubrögð sem ein- kennast af miklum einræð- istilburðum og valdagræðgi. Þeir hafa síendurtekið brot- ið lög SIR og misnotað fjár- muni nemenda Iðnskólans. Meðal þess sem þeir hafa gert er að skipa í stöður í klúbbum og stjórn SIR, þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum að kjósa beri í slíkar stöður. Þeir hafa fjarlægt eigur klúbba og tekið lyklavöld af réttkjör- inni forystu, tækjunum var síðan ekki skilað fyrr en skólameistari hafði geng- ið í málið og hótað þeim brottrekstri úr skóla skiluðu þeir ekki tækjunum og lyklunum umsvifalaust. Þeir hafa við- haft smalanir á klúbbafundi þar sem þeir hafa fengið fólk til að mæta, sem alls ekki ætlar að starfa innan viðkom- andi klúbbs, til þess eins að láta kjósa sinn mann inn í miðstjórn og freista þess þannig að ná meirihluta innan miðstjórnarinnar á kostnað deildanna í skólanum. Þeir hafa stofnað til fjárút- láta í nafni SIR sem engin heimild hef- ur verið til að gera samkvæmt lögum skólafélagsins. Samkvæmt lögum ber miðstjórn að samþykkja öll stærri fjár- I I I I I útlát SIR og miðstjórn hefur enn sem komið er ekki samþykkt nein fjárútlát. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa þeir eytt vel á aðra milljón af fé- lagsgjöldum nemenda Iðnskólans án þess að hafa haft til þess nokkra heim- ild. Þeir hafa gert tilraun til að skuld- binda skólafélagið upp á um 25 millj- ónir króna án þess að hafa til þess nokkra heimild. Snýst það um leigu á Barónsfjósinu með forkaupsrétti eftir eitt ár. A leigutíma átti leigutaki að vinna við framkvæmdir og lagfæring- ar á fjósinu sem síðan átti að notast sem einhverkonar verkstæði fyrir nemendur. Sjálfsagt hafa þeir bræður ætlað sér að vinna sjálfir við lagfæring- arnar og láta SIR borga sér laun fyrir. Þeir hafa í þessu sambandi sagt á fjöl- mörgum fundum í Iðnskólanum í Reykjavík að skólastjórn Iðnskólans, menntamálaráðuneytið og Reykjavík- urborg stæðu að þessu verkefni með þeim. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum frá skrifstofu borgarstjóra og menntamálaráðuneytinu hefur þetta mál aldrei komið þar inn á borð. Þeir bræður hafa því logið upp í opið geðið á nemendum Iðnskólans í Reykjavík hvað þetta varðar. Annað hvað þetta mál varðar og er ekki síður alvarlegt, er að með þessu eru þeir í nafni SIR að hafa frumkvæði að því að færa félags- líf innan SIR út úr skólanum og jafnvel að stuðla að því að dreifa verknámsað- stöðunni á fleiri staði en nú er. Það er andstætt hagsmunum nemenda Iðn- skólans og gegn því hefur SIR ávallt barist, þar til núna og það er því ekki skrýtið að menn velti því fyrir sér hvort að einhverjir aðrir hagsmunir en hagsmunir nemenda Iðnskólans hafi ráðið ferð þeirra bræðra, hvað þetta 18 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.