Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 6

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 6
e f t i r Margréti Friðriks- dóttur skólameistara Á haustdögum 1993 hófust byggingarframkvæmdir við Menntaskólann í Kópavogi og var þar um að ræða verknámshús fyrir hótel- og matvælagreinar. Tíu árum áður, eða 1983, höfðu ríkið og Kópavogsbær gert með sér samning um að byggt yrði í Kópavogi húsnæði fyrir hótelgreinar, þar með talið það nám sem er í Hót- el- og veitingaskóla íslands ásamt verknámi í matvæla- greinum. Hijr hótel- o? mat í Kópðvofi. Mjög gott starf hefur verið unnið á undanförnum árum og áratugum við uppbygg- ingu náms á hótel- og matvælasviði. Hins vegar hefur þessum greinum aldrei verið sköpuð sú aðstaða sem nauðsynleg er og því var það mikið fagnaðarefni þegar loks hillti undir úr- bætur. Sú glæsilega aðstaða sem verið er að byggja upp í Kópavogi er á lands- vísu, enda mjög sérhæfð og skipulögð frá upphafi með það fyrir augum að þjóna kennslu í þessum greinum sem best. Námsframboð Frá upphafi hefur verið ljóst að í hinu nýja húsnæði færi fram kennsla í fjór- um samningsbundnum iðngreinum, þ.e.framreiðslu og matreiðslu, sem kenndar hafa verið í Hótel- og veit- ingaskóla íslands, og bakaraiðn og kjötiðn sem kenndar hafa verið í Iðn- skólanum í Reykjavík. Á síðari stigum hafa fleiri greinar komið til og má þar nefna smurbrauð, nám fyrir sjókokka og slátrara, skyndiréttamatreiðslu, kökugerð, gestamóttöku o.fl. Þá hefur verið ákveðið að það nám sem verið hefur á matvælasviði í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti verði flutt þaðan í hinn nýja skóla í Kópavogi. Einnig liggja fyrir tillögur um meistaranám hótel- og matvælagreinanna og grunn- nám fyrir þá sem koma beint úr grunn- skóla en það nám kæmi ekki til stytt- ingar á samningsbundna náminu. Af þessari upptalningu má sjá að margt er í undirbúningi og verkefnin mörg og spennandi. Áherslur í náminu Með breyttri aðstöðu opnast vissulega möguleikar til að gera gott nám enn betra. Hins vegar munum við ekki taka neinar kollsteypur, enda ætíð farsælla að eðlileg þróun eigi sér stað þar sem byggt er á þeim grunni sem fyrir er. Fyrir liggja námskrár í öllum greinun- um sem lagðar eru til grundvallar þó vissulega sé þörf á að yfirfara þær á næstu önnum, enda eiga námskrár að vera í sífelldri endurskoðun. Hlutfall verklegrar kennslu og bók- legrar verður hið sama og verið hefur en vonandi býður hin góða aðstaða upp á meiri fjölbreytni innan þessa ramma. Þá er til skoðunar að almennar greinar komi til móts við faglegar þarf- ir greinanna en séu um leið jafngildar öðrum bóklegum áföngum skólans þó áherslur séu aðrar. Aukið vægi verður á kennslu í gæða- mati og innra eftirliti út frá GÁMES- kerfinu, auk þess sem grunnáfangi í tölvum verður skylda fyrir alla nem- endur. Gert er ráð fyrir að sérstök for- rit haldi utan um öll innkaup, birgða- vörslu, uppskriftir, matseðla, kostnað og magnreikning, svo dæmi séu nefnd. I öllum verklegum stofum verði tölva þar sem kennarar og nemendur hafa aðgang að gagnasafni skólans á þessu sviði. Þeir nemendur sem þegar hafa hafið nám munu að sjálfsögðu ljúka því eftir því skipulagi sem var í gildi er þeir hófu sitt nám þó einhverjar minni hátt- ar áherslubreytingar verði. Nýráðnir deildarstjórar Kennslustjóri fyrir verknámið, Sigrún Magnúsdóttir, var ráðin til starfa 1. jan- úar sl. og nú nýlega var gengið frá ráðningu deildarstjóra fyrir greinarnar. Baldur Sæmundsson framreiðslu- meistari mun stjórna framreiðsludeild skólans, Kristján R. Heiðarsson mat- 6 IÐNNEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.