Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 31

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 31
ingsatriði hvort og hvaða kaup nemar í starfsþjálfum fá fyrir sína vinnu, í því dæmi eru ýms- ir möguleikar. Sumum finnst ekki eðlilegt að fyrirtæki borgi nemum í starfsþjálfun en öðrum finnst að nemandinn eigi að fá nemalaun fyrir sína vinnu." Eygló segir það miður hvað undirbúningurinn undir flutn- ing iðngreina í Borgarholtsskóla hefur gengið seint og nemendur því ekki vel undir búnir undir flutninginn. „Eins er það með skólana sem námið er flutt úr, þeir hafa ekki langan aðlögunar- tíma. Við höfum verið með kynningarstarf í gangi og höfum til dæmis farið í alla tíundu bekki bæði í Grafarvogi og Mos- fellsbæ, einnig höfum við sent út kynningarbæklinga um allt land en það má segja að nem- endur hefðu kannski mátt vita þetta fyrr. Það verður hins veg- ar lagður metnaður í það að nemendur í málm- og bíliðn- greinum sem þurfa að flytja sig geti haldið áfram án þess að þeir tefjist í náminu. Bara land- fræðilega séð er þetta þó heil- mikil breyting fyrir námsmenn- ina. I sumar á að reisa skiptistöð uppi á Bíldshöfða og þaðan eiga að ganga vagnar að mér skilst á 10 mínútna fresti, þannig að samgöngur ættu að vera góðar." Að lokum segir Eygló stefnuna vera að hafa góðan anda í Borg- arholtsskóla og vænleg starfs- skilyrði þar sem góð starfs- iðn- og bókmenntun verður aðals- merkið. „Viljum ekki að aðrir skólar sq\j útiiokaðir“ segir Brjánn Jónsson framkvæmdastjóri Iðnnemasambands íslands Iðnnemasambandið fagnar að sjálfsögðu stofnun Borgar- holtsskóla og auknum tæki- færum til iðn- og starfs- menntunar þar sem boðið verður uppá betri tækjakost og aðbúnað fyrir nemendur." Brjánn segir þó að hafa verði í huga annars vegar hvemig hugtakið kjarnaskóli verði skil- greint og hvemig verkaskiptingin verði milli skólanna. ,Þegar Iðn- nemasambandið hefur lagt til stofnun kjamaskóla, þá hefur var- ið varað við því að útiloka aðra skóla frá kennslu í viðkomandi iðngreinum, frekar að kjarnaskól- inn sem slíkur fengi umfram fjár- magn til sérhæfingar og þróunar námsbrauta. Við tökum einnig undir hugmyndir um að kjarna- skólar verði huglægar stofnanir þar sem nemendur, kennarar og stjómendur fleiri en eins skóla fái að koma að stefnumótun frekar en að bynda hana við ákveðinn skóla. Skólar sem hýsa kjama- skóla eiga síðan fyrst og fremst að vera þróunar og þjónustustofnun fyrir ekki síst aðra skóla en ekki einokunarkerfi á tilteknar iðn- greinar." Og Brjánn segir enn- fremur: ,Þrátt fyrir tilkomu Borg- arholtsskóla sættum við okkur ekki við að öðmm skólum á höf- uðborgarsvæðinu og sérstaklega í dreifbýlinu verði meinað að bjóða upp á námsbrautir í málmiðnað- argreinum svo framarlega sem viðkomandi skóli geti boðið upp á slíkt nám. Skólar eiga að fá að bjóða uppá það nám sem þeir hafa burði til með tilliti til nem- endafjölda, tækjakosts og fjár- magns. Það er til dæmis í engu samræmi við yfirlýsingar stjórn- valda um aukna áherslu á iðn- og starfsnám ef tilkoma Borgarholts- skóla þýðir að iðnnám verði lagt niður við Fjölbrautaskólann í Breiðholti." Sem framkvæmdastjóra Iðn- nemasambandsins líst Brjáni vel á hugmyndirnar um starfsnáms- brautir í einstaka greinum svo sem í félagsþjónustu, verksmiðju- störfum og afgreiðslu. Hann bendir á að starfsnámi hafi ekki verið sinnt sem skyldi hingað til og segir megnið af vinnuafli á ís- landi vera ómenntað. ,Varðandi þær hugmyndir að skólinn sé gerður ábyrgur fyrir starfsþjálfun þá er INSI að sjálfsögðu fylgjandi þeim. Við höfum lengi barist fyr- ir því að nemar fái að Ijúka því námi sem þeir hefja, en í dag er mikill starfsþjálfunarvandi í til- teknum iðngreinum sem útilokar marga frá því að ljúka námi. Hins vegar þarf að leggja áherslu á að það vinnuframlag sem nemar leggja fram verði launað. INSI mun ekki líða þá þróun að starfs- námsnemendur eða iðnnemar verði ókeypis vinnuafl fyrir at- vinnulífið. Það er hlutverk ASI að móta skýra stefnu í þeim málum gagnvart væntanlegurm starfs- námsnemum." Að lokum ítrekar Brjánn þá afstöðu sína að starfs- námsbrautir verði settar á stofn til hliðar við núverandi löggiltar iðn- greinar og skari þær sem minnst svo ekki komi til ódýrt hálf- menntað vinnuafl sem taki upp starfsþjálfunarpláss iðnnema. Iðnnemasam- band Islands hefur á undan- fbrnum árum lagt til að stofnaður verði kjarnaskóli og þótti því upp- lagt að spyrja framkvæmda- stjóra Iðn- nemasam- bandsins að því hvernig Borgarholts- skóli samræm- ist væntingum INSÍ. Brjánn Jónsson framlcvæmdastjóri INSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.