Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 47

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 47
Drífa Snædal Um bit og klýping íslendingo Á undanförnum árum hafa dunið yfir landsmenn fréttir af vaxandi ofbeldishneigð landans. Oft er sjónvarps- glápi og öðrum nútíma fyr- irbærum kennt þar um. Iðnneminn ákvað að rann- saka þessi mál í samanburði við samfélagið á þjóðveld- isöld. í Ijós kom að í upp- hafi byggðar á íslandi þótti full ástæða til að setja eftir- farandi lög sem rituð eru upp úr fyrsta lagasafni ís- lands; Grágás. Ritstjórn iðnnemans Ieggur til að Al- þingi dusti rykið af Grágás og athugi hvort lög og refs- ingar sem þar eru að finna gætu ekki sómt sér vel í nú- gildandi lagasafni. f maður sker hár af höfði manni, eða úlar honum nokkur til háðungar, eða ríf- ur hann klæði af honum eða sker, eða færir hann mann nauðgan ör- drag eða lengra, og allt það er maður gerir til háðungar öðrum manni, hverngi veg er hann fer að því, og varðar það allt fjörbaugsgarðíf. Skal stefna heiman þeim sökum og kveðja til níu búa á þingi þess er sóttur er. Ef maður hnykkir öðrum manni til sín, og varðar það þriggja marka sekt. Nú hrindur hann honum frá sér, og sekst hann um það öðrum þrem mörk- um. En ef hann gerir bæði, og eru þá tvær sakirnar, og skal kveðja til fimm búa á þingi. Ef maður hrindur manni á stokka eða steina, eða hvargi sem hann hrindur honum þess er hart er fyrir, svo að blátt eða rautt verður hör- und eftir, eða hrindur maður honum í vatn eða í hland eða í mat eða í saur, og varðar það allt skóggang** þótt maður falli eigi, og skal kveðja til níu búa á þingi þess manns er sóttur er. f maður hnykkir hetti af höfði manni, og varðar það þriggja marka sekt. Ef kverkband er í hettinum, og hnykkir hann fram af, þá varðar fjör- baugsgarð. En ef kverkband heldur hettinum, og hnykki hann aftur af höfði manni, það er kyrking og vígt í gegn og varðar skóggang. Ef maður drepur hross undir manni, og verður hann sekur þrem mörkum. En ef hann fellir mann af baki, hverngi veg er hann hagar þess er það veður af hans völdum, og varðar það skóggang, og er vígt í gegn jafnt sem önnur fell- ing. Ef maður stingur hvefa á manni eða spyrnir fæti, og varðar það skóg- gang. f maður bítur mann eða rífur eða klýp- ir svo að blátt eða rautt verð- ur eftir, og varðar það fjör- baugsgarð. Sár er ef blæðir. Ef maður hellir á mann mat eða hlandi eða sauri þeim er á sér eftir, og varðar það skóggang. En ef maður hellir á mann vatni, og varðar það fjör- baugsgarð. Ef maður mígur á mann, og varðar það fjörbaugsgarð, en skóg- gang varðar ef maður skítur á mann. Þessum sökum öllum sem nú eru taldar, nema kyrking og felling, er eigi vígt í gegn, og skal stefna heiman og kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er til fjörbaugssaka og skóg- gangssaka, en fimm til útlegðarsaka*** eða þriggja marka saka. * Fjörbnugsgarður Brottrekstur úr landi um þrjú ár með sérstökum skilyrðum. ** Skóggangur. „í fyrndinni var skóg- gangur sú hegning sem lögð var við öll hin meiri afbrot; skóggangsmenn eða útlagar áttu ekki nema um tvo kosti að velja, með því þeir voru óalandi og óferjandi og rétt- dræpir, nálega hvar sem þeir hittust, ann- aðhvort að flýa land eða fara í óbyggðir og hafast þar við á fiskveiðum, dýra eða fugla- veiðum, eða og með ránum, þángað til þeir urðu loksins yfirstignir af ofsóknarmönn- um sínum, eða vógust á sjálfir, og unnu það til sýknu sér. Skógarmaður er elsta orðatil- tæki um slíka menn hér á landi, þar næst er útlægur*** og virðist það helst haft um þann, sem fer farflótta frá ættjörð sinni til annara landa, án þess þó að hafa unnið sér til óhelgi." IÐNNEMINN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.