Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1999, Blaðsíða 20

Iðnneminn - 01.10.1999, Blaðsíða 20
Iðnnemar -Nútíð -Framtíð Frá því að ég tók við sem fram- kvæmdastjóri Iðnnemasambands ís- lands s.l. sumar, hef ég haft í mörg horn að líta og mest mæðir á því að setja sig inn í mál iðnnema. Aður var ég starfandi hjá Félagsíbúðum iðnnema og gegni hluta af því starfi áfram. Þegar ég var beðin um að skrifa grein í blaðið Iðnnemann þá velti ég því lengi fyrir mér hvað mig langaði að segja við ykkur iðnnemanna. Upp komu nokkur atriði en þau cru þessi: Hvernig geta iðnnemar haft sem mest áhrif á skólastarfið, kjör, aðbúnað og starfsþjálfian. Við skulum skoða þessi atriði nánar! Aðbúnaður í skólum: Sjálfsögð mannréttindakrafa hvers nemenda alveg sama hvað hann er að læra er að skóla- gjöld séu jafnhá. En er það þannig? Hvað seg- ið þið iðnnemar? Er sama skólagjald fyrir alla nema? Þurfið þið kannski að borga hlífðarföt, verkfæri, efnisnotkun og sérstaka vinnuskó sem aðrir nemar þurfa ekki? A skólinn að sjá um að útvega /taka þátt í þessu? Hvar getur neminn fengið upplýsingar um námslán? Hvaða nám eru iánshæf og hve mik- ið lán geta iðnnemar fengið. Ef iðnnemi þarf að ljúka námi sínu á höfuðborgarsvæðinu hvar getur hann þá fengið húsnæði? Svör við þessum spurningum er hægt að fá hjá Iðnnemasambandi íslands. Iðnnemasam- band íslands hefur verið starfandi í rúm 50 ár og hefur haft það að markmiði að gæta hags- muna iðnnema. I nútíma þjóðfélagi er margt á boðstólnum og virk félagsstarfssemi er á und- anhaldi. Erfitt hefúr reynst að fá fólk til að vera virkt í félögum og þá í mörgum tilfellum þar sem verið er að vinna að hagsmunamálum. Frjáls félagaaðild að nemendafélögum hefur ekki styrkt nemendafélög í skólum. Mörg ncmendafélög eru hreinlega óvirk. Þetta hefúr leitt til þess að margir nemar eru ekki í Iðn- nemasambandi Islands, vegna þess að í sumum tilvikum þegar nerni gengur í nemandafélag verður neminn fúllgildur félagsmaður innan Iðnnemasambands Islands. Með því að vera í Iðnnemasambandi íslands öðlast neminn fúll- an rétt á að fá alla þá þjónustu sem Iðnnema- sambandið veitir. En að sjálfsögðu reynir Iðn- nemasamband Islands að veita allar þær upp- lýsingar sem skipta máli hvað varðar iðnnám og erum við ekkert að neita að gefa upplýs- ingar fyrir þá sem ekki eru félagsmenn hjá okk- ur. En í vissum tilvikum eins og t.d. þegar nema vantar húsnæði , afsláttarskírteini fyrir nema, lögfræðiþjónustu eða neminn vill taka virkan þátt í félagsmálum til að öðlast atkvæð- isrétt þá er farið fram á að viðkomandi sé fé- lagsmaður. Það er ekki nóg að fá bara upplýs- ingar heldur verða nemar að vera virkir í sín- um hagsmunamálum. Allir nemar sem eru í iðnnámi í skólum eiga rétt á að sitja þing hjá Iðnnemasambandi íslands og geta þannig komist í stjórn sambandsins og eru þá komnir í þá stöðu að geta haft bein áhrif á gang mála. Því hvet ég flesta til að íhuga þetta og spyrja sjálfan sig vil ég hafa áhrif á námið mitt eða ætla ég að láta bara aðra sjá um þetta og halda svo áfram að muldra úti í horni. Launakjör iðnnema og starfsþjálfun: Til eru starfandi iðnnemafélög innan sveina- félaga. Þessi iðnnemafélög í samráði við sveinafélögin koma til með að gæta hagsmuna iðnnema hvað varðar launakjör og að réttur nema í kjarasamningum sé virtur. Þessi sveina- félög sjá síðan um að semja við atvinnurekend- ur um kaup og kjör iðnnema. En hversu virk eru þessi nemafélög innan stéttafélagana? Hvað býður stéttafélagið nemendum að taka þátt í? Hafa þeir yfirleitt einhver áhrif á launa- kjör sín? Hvernig eru launataxtar iðnnema? I hvaða hlutfalli eru nemalaunin gagnvart sveinalaunum? Aftur kem ég að því að Iðn- nemasamband Islands getur veitt svör við þessum spurningum. Sumir nemar eru með 30 kr. hærri dagvinnulaun á klukkustund en 14 ára unglingar í vinnuskólum. Hvað finnst ykkur um þetta! Margir segja: Þið megið ekki gleyma því að þið eruð að læra og þess vegna eru launin svona lág. En raunin er sú að í mörgum tilfellum eru þeir bara ódýrt vinnuafl. Hver er þá metnaður iðnnema í sambandi við starfsþjálfúnina. Vilja iðnnemar læra iðngrein- ina eða vilja þeir bara vinna nógu mikið til að geta fengið hærra kaup. Er iðnnemum alveg sama um það þegar þeir fara í sveinspróf að suma hluti sem þeir áttu að fá þjálfún í var engin. Það á að vera á ábyrgð meistarans að neminn komist í gegnum námið. Fylgjast meistarar með iðnnemum á meðan þeir eru í skólanum eða láta þeir þá alveg afskiptalausan. Sveinafélögin hafa í æ ríkari mæli sett fram kröfúr um hvaða þjálfún og nám nemar þurfa að hafa lokið sem er mjög gott mál en það er ekki forsvaranlegt að meistarar komist upp með það að kenna ekki nema sínum. Allir nemar í stjarfsþjálfún eiga líka rétt á að sitja þing Iðnnemasambands íslands og láta heyra í sér. Eða ætla nemar að sitja úti í horni og barma sér hvað þetta er nú allt slæmt. Þarabakka 3 109 Reykjavík. Kennsla til allra ökuréttinda, almennt ökupróf og bifhjólapróf. Aukin ökuréttindi. á leigubíl - hópferðabíl - vörubíl, og vörubíl með tengivagn. Nýtt námskeið byrjar á hverjum miðvikudegi. Góð kennsluaðstaða, frábærir kennarar. Fagmennska í fyrirrúmi, leitið upplýsinga. Sími 567-0300 20 I ð n n e m i n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.