Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						
^BlÍSIlllBIÍIislf tlSÍft I
1

Éi er reiði
fólksins
Marat oofhlutverk
hans í frönskn byltinounni
arís, borgin mikla, mið-
stöð fagurra lista. sam-
komustaður    Evrópu,
verður stærri og fegurri
með hverjum degi  sem líður,"
stendur skrifað í ferðabók einni
frá lokaskeiði átjándu aldar. Og
það voru orð að sönnu, ekki sízt
vorið 1790.
Þann fjórtánda júlí það ár var
gífurlegur manngrúi — fjögur
hundruð þúsund manns að sögn
— samankominn á hinum svo-
kallaða Marsvelli í borginni. Sá
dagur var þá orðinn þjóðhátíð-
ardagur Frakka, hafði orðið það
árið áður, þegar borgarmúgurinn
mölvaði niður Bastilluna og
myrti  varðmennina  þar.  Þessi
viðburður var álíka sóðalegur og
virðuleikalaus og skríluppþot
eru vön að vera og þar að auki
tilgangslaus með öllu, því þótt
Bastillan hefði einu sinni verið
notuð sem alvörufangelsi, þá sátu
þar nú ekki inni neinar frelsis-
hetjur eða baráttumenn fyrir
mannréttindum, eins og hinir
móðursjúku Parísarbúar töldu
sér trú um, heldur sárafáir þjófar
og meingerðamenn, sem sízt af
öllu voru þess verðir að heil
bylting væri sett í gang til að
hleypa þeim út á strætin. Engu
að síður hefur þessi dagur síðan
verið þjóðhátíðardagur Frakka,
og má undarlegt heita að þjóð
með aðra eins sögu skuli kalla
jafn ómerkilegan og skömmustu-
legan atburð þann virðulegasta,
sem með þeim hefur skeð.
Því vissulega er margs annars
skemmtilegra að minnast úr
Frakklandi síðari hluta átjándu
aldar. Þá var blómatími upplýs-
ingaraldarinnar og sjaldan eða
aldrei hefur frönsk menning risið
hærra. Það ætti að nægja að
nefna nöfn eins og Voltaire,
Rousseau, Montesquieu, eða þá
alfræðinganna. En eins og oft vill
verða um blómatímabil fagur-
fræðilegra mennta, þá fylgdi
þessu mikil glaðværð og léttlifn-
aður að því skapi. Þetta þurfti
nú kannski engan að saka, en það
var bara ekki franska þjóðin í
heild, sem skemmti sér, heldur
fyrst og fremst hirðin og aðall-
inn, sem undir stjórn hins ein-
valda konungs nutu víðtækra
forréttinda. Og þetta hefðarfólk
var ekkert smátækt í lifnaðar-
háttum; það skemmti sér hömlu-
lítið og borgarar og bændur
landsins, sem máttu borga brús-
ann, urðu ófrýnni með hverju
árinu sem leið. Konungar þessa
tímabils — Lúðvíkar númer
fimmtán og sextán ¦— voru litlir
skörungar og höfðu engan hemil
á drottningum sínum, frillum og
aðalsherrum, sem engu sinntu
nema klækjaspili um völd og auð
og létu sig heill alþjóðar minna
skipta en nokkuð annað.
Einn merkasti viðburður þessa leikárs hérlendis verður ómótmælanlega upp-
færsla leikritsins Marat, eftir Peter Weiss, á fjölum Þjóðleikhússins. Peter
Weiss er Þjóðverji, fæddur 1916 í námunda við Berlín, en býr nú í Stokkhólmi.
Hann hefur skrifað skáldsögur, leikrit og kvikmyndahandrit, en Marat mun
vera frægasta verk hans til þessa. Raunar hét það upprunalega Marat—
Sade, eftir tveimur aðalpersónunum, en afkomendur de Sades markgreifa
gerðu þá uppsteit og hefur það orðið til þess, að aðeins fyrri hluti nafnsins
er að jafnaði notaður. (Grein um de Sade birtist fyrir skömmu í Vikunni,
í greinaflokknum Verstu menn veraldar).
Leikritið var fyrst sýnt í apríl 1964 í Schiller-leikhúsinu í Berlín, en árið
eftir í Aldwych-leikhúsinu í Lundúnum undir stjórn Peters Brook, og vakti
sú sýning mikla athygli og þótti einn merkasti viðburðurinn í leikhúslífi
Breta það ár. Var uppfærslan kvikmynduð. Síðan var verkið sýnt í New York
og gekk þar í sex mánuði, og víðar um heim hefur það verið sviðsett og
hvarvetna vakið mikla athygli.
Þýðingu leikritsins á islenzku gerði Árni Björnsson, cand. mag., en lelkstjóri
verður Ástralíumaðurinn Kevin Palmer, sem um þessar mundir starfar á
vegum Þjóðleikhússins. Hann stundaði leiklistarnám í Bretlandi og starfaði
þar síðan hjá ýmsum leikfélögum, þar á meðal í tvö ár hjá Konunglega
Shakespeare-félaginu. Aðspurður um Marat sagði hann blaðamanni Vikunnar,
að ekki væri hægt að flokka verkið undir neina sérstaka stefnu í leiklist; þar
væru auðséð áhrif frá Brecht, absúrdisma og úr enn fleiri áttum.
Uppistaða leikritsins er efni frá tímum frönsku byltingarinnar, en það er
raunar aðeins rammi um meginviðfangsefni hans, sem eru mórölsk vanda-
mál mannsins á öllum tímum og ekki sízt þeim, sem við lifum á. Verkið er
látið gerast áríð 1808 á Charenton-geðveikrahæli, þar sem sá alræmdi mark-
greifi de Sade er meðal sjúklinga. Hann setur á svið leikrit um líf Marats,
örlög hans og dauða, og fara sjúklingar á hælinu með öll hlutverkin í leikn-
um. En oft er leikurinn rofinn af rökræðum þeirra de Sades og Marats, er
þeir metast um viðhorf sín. De Sade er líbertíninn, siðleysinginn, í allra
grófustu merkingu þess orðs, tilbiður og lifir fyrir sjálfan sig einan og
horfir ekki í að valda öðrum kvöl og pínu í þeim tilgangi. Leiðarstjarna Marats
er hinsvegar heill fólksins — eða svo heldur hann sjálfur — og fyrir þann
málstað hikar hann ekki við að koma af stað viðurstyggilegum fjöldamorðum.
Svo geta áhorfendur reynt að dæma um, hvor gæfulegri sé, hinn eigingjarni
siðleysingi eða hugsjónamaðurinn.
14 VIKAN  8 tbL
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60