Menntamál


Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 10
108 MENNTAMÁL Ásgeir Ásgeirsson fyrrverandi fræðslumálastjóri fimmtugur Fyrir fáum dögum (13. maí) átti einn af merkustu mönnum þjóðarinnar fimmtugsafmæli, maður, sem um langt skeið hefur látið flest stórmál hennar til sín taka, ekki sízt á sviði uppeldis og menningarmála. Það er Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri. Hér er ekki rúm til að rekja störf Ásgeirs Ásgeirsson- ar. Hann hefur verið alþingismaður Vestur-ísfirðinga síðan 1923 og jafnan þótt með merkustu þingmönnum. Hann var forseti sameinaðs þings á alþingishátíðinni 1930, og var það allra manna mál, að ekki hefði fengizt glæsi- legri og virðulegri maður í það starf. Hann var fjármála- ráðherra 1931—34 og forsætisráðherra 1932—34. Hann hefur verið bankastjóri Útvegsbankans síðan 1938. Minnisstæðastur er Ásgeir kennarastétt landsins fyrir störf sín í þágu menningarmála, allt frá því að hann var kennari við Kennaraskólann (1918—26), og þó einkum meðan hann var fræðslumálastjóri (1926—31 og 1934 —38). Skilningur hans og velvilji brást aldrei, hvort sem um var að ræða hagsmunamál kennara eða umbætur á skólastarfseminni. Náðu mörg merkileg nýmæli fram að ganga, meðan hann var fræðslumálastjóri, ýmist fyrir for- göngu hans eða ötulan stuðning. Ekki má láta þess ógetið hér, að Ásgeir stofnaði tíma- rit þetta, Menntamál, fyrir tuttugu árum og var rit- stjóri þess fyrstu árin. Ber ritið honum gott vitni sem áhugasömum skólamanni og fjölfróðum í menningarleg- um efnum. Og alla tíð hafa hvers kyns menningarmál átt þar staðfastan málsvara, sem Ásgeir hefur verið. Slíkra manna væri þörf að nyti sem lengst. Ó. Þ. K.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.