Menntamál - 01.12.1944, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.12.1944, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 193 XIII. Ég hef hér í þessum erindum mínum gert mér far um að draga fram hlutræn eða raunhæf dæmi til stuðnings við málefni það, er ég hef hér flutt. Ég hef ekki valið þann kost, að tala hér á máli tilfinn- inganna, og er það ekki vegna þess, að ég líti smáum augum á, þegar svo er gert. Það er miklu fremur vegna hins, að ég tel, að hér sé fyrst og fremst um að ræða skynsamlegt framkvæmda- atriði. En þetta framkvæmdaatriði hefur jafnframt í för með sér aukna mannúð og aukið réttlæti. Málefnið er því mál framtíðarinnar, því að allar vonir benda nú til þess, að við færumst óðum nær þeim tímum, þegar raunsæi og mannvit greiðir fyrir aukinni mannúð og auknu réttlæti. Arngrímur Kristjánsson. Fréttir og félagsmál Pétur Jónsson frá Stökkum varð áttræður fýrir skömmu (f. í Skáleyjum á Breiðafirði 6. nóv. 1864). Pétur hefur stundað farkennslu síðan 1925, fyrst á ýmsum stöðum í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði, en siðan 1937 í Strandasýslu. Nú er Pétur hættur kennslu og dvelur í Reykja- vík, en ern og minnugur er gamli maðurinn enn. Pétur er fróðleiks- maður mikill á gamla og þjóðlega vísu. Má sjá þess glögg dæmi í Vestfirzkum sögnum, og drjúgan skerl hefur Pétur lagt til Barðstrend- ingabókar. Anna Hlöðversdóttir, kennari á Reyðará, varð sjötug fyrir skömmu (f. 29. sept. 1874). Hún stundaði nám við kvennaskólann í Ytri-Ey 1894—95. Að far- kennslu hefur hún starfað síðan 1928, jafnan í Austur-Skaftafells- sýslu, í Bæjarhreppi 1928—41 og í Borgarhafnarhreppi síðan 1941. —

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.