Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 9
menntamál 3 GUÐMUNDUR PÁLSSON kennari: Um vinnubækur. Ritstjóri Menntamála hef- ur beðið mig að segja les- endum blaðsins frá reynslu minni af vinnubókastarf- semi meðal skólabarna, sem og því, hvern veg ég hef hagað þeim vinnu- brögðum. Enda þótt mér sé ljóst, að ýmsir hefðu þar verið færari um að fjalla en ég, hef ég látið til leiðast að fara um þetta mál nokkr- um orðum. Segja má, að tvær séu meginstefnur í vinnubóka- Guðmundur Pdlsson. gerð. Önnur er sú að láta alla nemendur bekkjarins fylgjast að og vinna öll að sama viðfangsefninu samtímis eftir fyrirsögn og fyrirmynd- um kennarans. Hin stefnan eða aðferðin er á þá leið, að hverjum nemanda er í sjálfsvald sett, hvaða verkefni hann velur innan þeirra takmarka, sem heildarviðfangsefnið setur. Þetta mun nánar skýrt hér síðar í greininni. Ég mun hér ekki gera neinn samanburð á þessum tveim aðferðum, heldur aðeins halda mig við þá þeirra, er ég hef unnið eftir. En það er sú síðar talda, hin frjálsa, óbundna uðferð.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.