Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 14
BROTIÐ TIL MERGJAR „Trúin á að vera lífsmáti“ Viðtal við Hafliða Kristinsson N' ú í ár eru 95 ár liðin síðan hvítasunnuhreyfingin hófst í Bandaríkjun- um og 90 ár síðan vakningin breiddist um allan heim. Starf hvíta- sunnumanna á íslandi byrjaði fyrir 75 árum og eru 60 ár liðin síðan söfnuðir þeirra voru stofnaðir í Reykjavík og á Akureyri. í tilefni af þessum fjölþættu tímamótum tók útsendari Bjarma viðtal við Hafliða Kristinsson sem hefur verið forstöðumaður hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík í 6 ár. Við byrjuðum á að spyrja hann um fyrstu kynni hans af kristinni trú. „Ég er alinn upp á trúuðu heimili, þar sem kristin trú var ríkur þáttur í öllu fjölskyldu- og heímilislífi og fékk hana því með móðurmjólkinni. Þegar ég er á aldursbilinu 9-11 ára, er ég mjög hugsandi um þessi mál. Á þessum árum tek ég þá afstöðu, að kristin trú sé eitthvað, sem ég hafi áhuga á og frá þeim tíma er ég virkur bæði í bama- starfinu og unglingastarfinu, —já, og tónlistarstarfinu, því 11 ára var ég farinn að spila með Fíladelfíukórnum. Ég var þá að læra á trompet. Þannig kynnist ég trúnni. Ég er ættaður austan úr Þykkvabæ, en þar búa pabbi minn og mamma. Það æxlaðist þó svo, að ég eyddi vetmnum hjá afa og ömmu hérna í Reykjavík, og var ég þvl að hluta til alinn upp hjá þeim — var hérna í skóla. Ég á niu systkini svo það munaði ekki mikið um það, þótt eitt barnanna væri að hluta til annars staðar. í Reykjavík fékk ég frekar tækifæri en kannski mörg systkina minna að verða virkur þátttakandi í starfinu. Ég man vel eftir því þegar hingað kom eldri maður, sem hafði verið kristniboði í Afríku í Trú mín erjólgin í því að eiga lijandi, ndið samjélag við Guð og að það móti þannig líj mitt, að á hvtrjm degi komijram þessi ávöxtur í samskiptum mínum við aðra, í hlutverki mínu sem dginmaður, jaðir og náttúrlegaforstöðumaður. mörg ár. Hann hét Efraím Anderson. Þetta fimmtudags- kvöld var hann að predika, og hvatti hann fólk til að taka klára og skýra afstöðu. Þá fór hann að ræða um árangur- inn og ávöxtinn á akrinum, og talaði það mjög sterkt til mín. Ég fór fram þetta kvöld til fyrirbænar og tók mína skýru afstöðu 9 ára gamall. Ég man mjög vel eftir þessu kvöldi, ég man meira að segja lyktina af bekknum. Þetta var afgerandi augnablik i mínu lífi, sem mótaði næstu ár, og ég held mikið upp á það.“ Hvað varstu gamall þegar þú tókst sklrn? „Skim tók ég þegar ég var 11 ára. Það var annað skref og ekki undir neinum þrýstingi, heldur var það bara nokkuð, sem ég var búinn að melta með mér. Ég var alveg ákveðinn á þessum árum. Það var engin skírnarlaug héma þá, svo maður þurfti að fara alla leið suður til Keflavikur til að skírast, þannig að það var svolítið fyrir þessu haft.“ í hverju er trú þínfólgin? „Ég tel að trúin eigi að vera lífsmáti hjá kristnum mönnum, ekki bara skoðun eða einhver kenningarleg afstaða. Trú mín er fólgin í þvi að eiga lifandi, náið sam- félag við Guð og að það móti þannig líf mitt, að á hverjum degi komi fram þessi ávöxtur i samskiptum minum við aðra, i hlutverki mínu sem eiginmaður, faðir og náttúrlega forstöðumaður. Trúin á að vera þetta lifandi og mótandi afl í lífinu, sem geri kristinn einstakling leitandi eftir að boðskapur Jesú Krists móti daglegt líf hans.“ Víð hvað starfaðir þú áður en þú gerðistforstöðumaður Fíladelfíu? „Ég útskrifaðist sem stúdent frá MH jólin 1976 og gift- ist 1977. Þá fór ég að vinna uppi á Keflavíkurflugvelli við að pakka búslóðum fyrir Bandaríkjamenn i tæpt ár. Svo fór ég að vinna í Landsbankanum og var þar í fjögur ár. Á þessum tíma var ég áfram mjög virkur i tónlistinni og ekki síður með unga fólkinu, en ég velti því mikið fyrir mér, hvað ég ætti að læra. Mér fannst ég ekki vera tilbúinn til að fara í Háskólann, þar sem ég hafði ekki áhuga á neinu sérstöku þar. Ég hafði alltaf hugsað mér að fara í veður- fræði, en það nám var eingöngu hægt að stunda erlendis. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.