Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 3
AR BÆNAR OG FYRIRBÆNAR Nýtt ár er runnið upp og hið gamla er að baki. Um áramót lítum við yfir farinn veg og horfum jafnframt fram á veginn. Hvort árið 1997 markar einhver tímamót skal látið ósagt. Okkur er ekki gefið að sjá inn í fram- tiðina þótt alls kyns völvur hafi átt annríkt undanfarið við að segja okkur fyrir um hið óorðna. Hið eina sem við getum sagt andspænis framtíðinni er það að hún er í hendi Guðs. Þess vegna getum við lika horfst í augu við hana í von og trausti til hans. Þá býr hún yfir ótal viðfangsefnum og tækifærum sem við getum tekist á við í hans nafni. Á hveiju nýju ári er kirkja Krists kölluð til að þjóna honum og út- breiða orð hans. Við erum á nýju ári kölluð til að framganga í þeirri þjónustu, Guði til dýrðar og mönnum til blessunar. Á þessu ári mun íslenska þjóðkirkjan velja sér nýjan biskup. Það fer varla á milli mála að biskupsembættið stendur á nokkrum tímamótum eins og reyndar kirkjan gerir. íslenskt samfélag hefur breyst hratt á undanförnum áratugum. Afhelgun samfélagsins og stofnana þess hefur haldið áfram jafnt og þétt, fjölhyggja og íjölbreytni trúar- og lífsviðhorfa fer vaxandi og fjölmiðlaheimurinn og upplýsinga- tæknin hefur æ meiri áhrif á okkur. Við þessar aðstæður er eðlilegt að rætt sé um stöðu og hlutverk kirkjunnar í breyttu samfélagi. Nýtt lagafrumvarp um stjóm og starfshætti kirkjunnar liggur nú fyrir. Og ekki þarf að koma á óvart þótt ýmsir vilji ræða spuminguna um samband rikis og kirkju. Þá er einnig eðlilegt að fólk velti fyrir sér stöðu biskupsembættisins enda líta margir á það sem mikilvægt leiðtogaembætti og gera miklar kröfur til þess. Á komandi ámm mun líklega reyna enn meira en fyrr á þetta embætti gagnvart þjóðinni því fjölmiðlamir munu halda áfram að veita að- hald, spyrja spuminga og leita eftir afstöðu foiystumanna kirkjunnar i ýmsum þeim málum sem upp koma. Þá reynir sem fyrr á trúverðugleika kirkjunnar og trúfesti hennar við fagnaðarerindið. Jafnframt reynir á fæmi biskups og annarra leiðtoga kirkjunnar í því að stuðla að og halda uppi samræðum við samtiðina á grundvelli fagnaðarerindisins. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minna á bæn og fyrirbæn. Við þurfum öll á bæninni að halda andspænis viðfangsefnum og tækifæmm nýs árs. Og í dagsins önn er gott að staldra við frammi fyrir Guði og leggja í hans hendur allt það sem á huganum hvílir. Það er því gleðiefni að kyrrðar- og bænastundum hefur fjölgað mikið í kirkjum landsins og aðsókn farið vaxandi. Öll þörfnumst við fyrirbænar og hljótum á grundvelli kærleikans til náungans að biðja hvert fyrir öðm. Og kirkjan okkar og leiðtogar hennar þarfnast einnig fyrirbænar. Gemm árið 1997 að ári bænar og fyrirbænar. Uicirmi I Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Guðmundur Karl Brynjarsson, Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Þórunn Elídóttir. Atgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavik, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands, kr. 3.200,-til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,-. Umbrot og útlit: SEM ER útgáfa. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Ár bænar og fyrirbænar............ 3 Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson: Biskupsembætti setur maður ekki saman eins og matseðil á veitingahúsi.. 4 Haraldur Jóhannsson: Biskupsembættið á nýrri öld Viðtal við sr. Guðmund Þorsteinsson, sr. Halldór Reynisson, Unni Halldórs- dóttur og Þórarinn Björnsson ......... 6 Valdís Magnúsdóttir: Fyrirbæn..............................10 Ragnhildur Ásgeirsdóttir: Þórsgötuhópurinn......................13 Sr. María Ágústsdóttir Þannig skulið þérbiðja.................14 Sr. Kjartan Jónsson: Kyrrðarstundir.........................17 Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson: TheX-Files.............................18 Um víða veröld ........................20 Gómer..................................22 Bókaskápurinn Baldur Hallgrímur Ragnarsson: Hvers vegna trúir þú?..................23 Benedikt Arnkelsson: Hvað eru skriftir?.....................24 Lilja S. Kristjánsdóttir: Engalvernd.............................25 Skúli Svavarsson: Dómur og eilíf glötun..................26 Viðtal: Esheta Abate...........................28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.