Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 27
Eftirlætis ritningarstaðurinn Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar Eg hefverió upptekinn af ábyrgó minni sem foreldri und- anfarið. Þaó er ekki lítil ábyrgó sem vió foreldrarnir ber- um á börnum okkar. Öll viljum vió að þeim farnist vel og elsk- um þau meira en allt annað. Við viljum forða þeim frá öllum hættum og gefa þeim besta veganesti sem hugsast get- ur út í lífió. Ef til vill finnst þér einkennilegt aó ég vilji í þessu sam- hengi nefna uppáhalds ritningastaðinn minn, orójesú í Mark. 2,5: „Barnið mitt, syndir þínar eru fýrirgefnar." Vió þekkjum samhengið sem þessi oró eru sögó í. Jesús var staddur í Kapernaum og mannfjöldinn safnaóist í kringum hann og fyllti húsið þar sem hann var staddur. Margir stóóu fyrir utan þegar fjórir menn koma með lamaóan mann og bregóa á þaó ráð að rjúfa gat á þak- ið til aó komast að Jesú meó manninn og þá læturjesús þessi oró falla. Það besta sem vió getum gert fyrir börnin okkar er aó fara meó þau til Jesú, það gerðu foreldrar mínir meó mig og það var besta veganesti sem ég gat fengió. Ég veit reyndar aó þau bera mig enn fram fyrirjesú í bæn- um sínum, þaó eru nefnilega forréttindin við aó eiga foreldra, ég er alltaf barn þeirra, óháó því hversu gam- all ég er. Við foreldrarnir erum eins og mennirnir fjórir í frásög- unni sem tóku á sig ábyrgðina og gáfust ekki upp fyrr en vin- ur þeirra var kominn fýrir fæturjesú. Hvaóa „þak“ þurfum vió að rjúfa til uppfylla ábyrgó okkar? Skyldi þaó vera tímaleys- ió? Tíðarandinn sem ýtir ábyrgóinni alltaf yfir á aóra? Efnis- hyggjan sem segir meira, meira? Skyldi þaó vera ofuráhersl- an á skyndilausnir og skjótan árangur? „Barnió mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar." Þaó sem skiptir máli við þessi oró er hver segir þau. Það er sá hinn sami sem sagói: „Allt vald er mér gefió á himni og á jörðu,“ og: „Það er fullkomnað," og sem röddin af himni sagði um: „Þessi er minn elskaói sonur sem ég hef velþóknun á.“ Þessi orð, „Barnið mitt, syndir þínar eru fýrirgefnar", eru ekki sögð sem auglýsingabrella til að auka fylgi eóa til aó selja skyndilausn. Þau eru sögó af fullri alvöru og ábyrgð til aó gera okkur mögulegt aó standa upp og ganga áfram veginn, uppreist og glöó af því aó okkur er fyrirgefló. Þaó getur kostaó baráttu aó rjúfa „þakió", það kostartíma að vera með börnum sínum og því þarf aó skipuleggja tímann og tíminn fær innihald þegar honum er varió meójesú, í kirkj- unni, á samkomu og líka á heimilinu. Hjájesú njótum vió öll þeirra forréttinda aó vera börnin hans, sem fá kraft og vilja til að fyrirgefa hvert öóru, elska hvert annaó, bera ábyrgð hvert á ööru og ganga upprétt saman, því hann veit hvers vió þörfn- umst. Bjarni Císlason er kennari.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.