Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ęskan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ęskan

						ÆSKAN.
jram iiL l^eiöa.
Vængir blaka, hefjast hátt,
heiði taka, þrárnar seiða.
Sólheit vakir sunnanátt,
svanir kvaka fram til heiða.
Blána fjöll og hirtir nótt,
hrak og sköll um heiðalendur.
Vatnaföllin vaxa ótt,
vetur höllum fæti stendur.
Langt til veggja, heiði hátt.
Hugann eggja bröttu sporin.
Hefði ég tveggja manna mátt,
mundi ég leggjast út á vorin.
Stefán frá Hvítadal.
íþróítir og áfengi.
Norðmaðurinn Ivar Ballangrud er fræknasti
skautakappi, sem nú er uppi. Hann hefur orðið
Noregsmeistari i skautahlaupi fimm sinnum, Evr-
ópumeistari fjórum sinnum, heimsmeistari fimm
sinnum, sigrað í skautakeppni á Ólympíuleikjum
fimm „sinnum, hann hefur heimsmet í 3000, 5000
og 10000 metra hlaupi. Auk þess er hann ágætur
skíðamaður.
Ballangrud var einu sinni spurður, hverja skoð-
un hann hefði á því, að íþróttamenn neyttu áfengis.
Hann svaraði:
„Ég hef sjálfur ævinlega verið bindindismaður,
og ég hygg, að mér hefði ekki tekizt að ná þeim
árangri, sem mér hefur auðnazt, ef ég hefði neytt
áfengis. Það liggur i augum uppi, að íþróttamenn
eiga að bannfæra áfengisnautn. Enginn getur unnið
afrek í íþróttum, ef hann er áfengisneytandi. Burt
með áfengið!"
Búrfellskirkja.
Mig langar til að segja ykkur frá kirkjunni minni,
því að hún átti aldarafmæli síðastliðið sumar.
Hún er á Búrfelli í Grímsnesi.
Bærinn á Búrfelli stendur sunnan undir fjalli,
sem bærinn ber nafn af, og heitir Búrfell. Þaðan er
fagurt útsýni austur yfir sveitina. Þaðan sjást
mörg fjöll, sem rísa upp frá láglendinu, og heita
þau: Hestfjall, Mósfell, Vörðufell og Ingólfsfjall í
suðvestri.
Búrfellskirkj a var smiðuð árið 1845 og varð þvi
100 ára i sumar. Jón Halldórsson, þá bóndi á Búr-
fe'Hi, lét smíða hana.
Fyrsti prestur, sem þjónaði á Búrfelli í þeirri
kirkju, sem nú stendur, var séra Þórður Árnason.
Aðrir prestar, sem þjónað hafa, eru: Jón Melsteð,
Eggert Sigfússon, Stefán Stephensen, Gísli Jónsson,
Þorsteinn Briem, nú prófastur á Akranesi, Ingimar
Jónsson, nú skólastjóri i Reykjavík, og núverandi
prestur er séra Guðmundur Einarsson, prófastur á
Mosfelli.
Á aldarafmæli kirkjunnar var haldin veizla þar
á staðnum, og kom þar biskupinn og 3 prestar, þeir
séra Guðmundur Einarsson, Ingimar Jónsson og Ól-
afur Magnússon, fyrrum prófastur i Arnarbæli. Þeir
töluðu allir í kirkjunni.
Við athöfnina var fjöldi fólks, hafði ekki sést
jafnmargt við þá kirkju úm langan tíma. Það kom
úr öllum áttum, gangandi ríðandi og akandi, fólk á
öllum aldri.
TJti á túninu var stórt tjald, og voru þar veit-
ingar. Þar voru margar ræður fluttar.
Veður var hið bezta, og notuðu börnin sér það
og léku sér úti um víðan völl. Á afmælinu voru ;
kirkjunni gefnar margar gjafir. Kvenféla'g gaf tvo j
koparkertastjaka. Þeir voru keyptir í Reykjavik af
manni, sem hafði fengið þá á fornsölu i Englandi.
Sigriður Guðmundsdóttir gaf þrjá muni, útsaumað
teppi á gólfið í gráturnar, altarisklæði, sem Unnur
Ólafsdóttir i Reykjavík hafði saumað, og altaris-
dúk, fallega saumaðan með Feneyjasaum. Hina tvo
munina saumaði liún sjélf. Enn fremur var kirkj-
unni gefin mikil fjárhæð i peningum.
Undír kvöldið fór fólkið að tínast heim. öllum
hafði þótt þessi dagur unaðslegur, og eflaust hafa
margir óskað, að ekki yrði langt þangað til kirkj-
an ætti aftur slíkt afmæli, en sennilega verður ekk-
ert af þessu fólki lifandi, þegar hún á næsta aldar-
afmæli.
Ingunn GuSmundsdóttir (12 ára).
52
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54