Tímarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ćskan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Ćskan

						ÆSKAN
Barnastúkan Pólstjarnan nr. 126 á Húsavík.
Frá unglingaregflunni.
FRA BARNASTUKUNNI POLSTJARNAN
nr. 126.
SiguríSur Gunnarsson, skólastj. og gæzlu-
maður stúkumiar, er nú fluttur til Reykja-
víkur og er æfingakennari við Kennara-
skóla íslands. — Við gæzlumannsstarfinu
tók Jóhannes Guðmundsson, kennari, gam-
all og góður góðtemplari.
FRÁ BARNASTÚKUNNI SIBSEMD nr. 14,
Garði, Gullbringusýslu.
Barnastúkan Siðsemd er ein elzta barna-
stúka á landi hér og hefur lengi starfað og
vel. Þar var ég á fundi i fyrravetur. Sá
fundur var mjög ánægjulegur. Um 100
manns voru á fundi. Gæzlumaður stúkunn-
ar er Þorstehm Gíslason, skólastjóri og
skipstjóri. Næst á undan honum .var Una
Guðmundsdóttir gæzlumaður áratugum
saman. Hún starfar enn í stúkunni með
lifandi áhuga. Hún var æðsti templar á
nefndum fundi, en að öðru leyti stjórnuðu
börnin, svo sem venja er. Til skemmtunar
var verðlaunaþáttur, er börnin sáu um,
svo og skuggamyndasýning, er skólastjór-
inn annaðist. Voru það litskuggamyndir, er
hann hafði tekið sumarið 1959. Voru þær
af síldveiðunum á ýmsum stöðum fyrir
Norður- og Austurlandi, svo og frá Siglu-
firði, Eskifirði og viðar. Var sýningin bæði
fróðleg og skemmtileg.
Hér með fylgir mynd af embættismönn-
um stúkunnar frá í vor. Þorsternn Gísla-
son er á miðri myndinni, en Una Guð-
mundsdóttir lengst til hægri.
Geta má þess, að Þorsteinn Gíslason var
á síðasta sumri skipstjóri á aflahæsta skip-
inu á síldarvertíðinni, Guðrúnu Þorkels-
dóttur. Af því geta ungir men\i séð, að það
er hægt að verða aflakóngur, þótt menn séu
strangir bindindismenn. Þorsteinn Gísla-
son hefur verið félagi í barnastúkunni Sið-
semd frá því hann var barn að aldri.
I. J.
Þessi saga gerðist í litlu þorpi. Þar var
heiðarlegur slátrari og hann hafði þann
sið á hverju kvöldi að fara með pening-
ana úr búðinni heim til sín og telja þá
niður í kassa. Hann taldi alltaf upphátt.
Þunnt þil var á milli herbergis hans og
næsta herbergis og maðurinn, sem þar bjó
lieyrði alltaf, þegar slátrarinn taldi pen-
ingana og öfundaði hann af þeim. Svo
kom honum ráð í hug. Hann losaði um
fjöl i þilinu, fór svo til lögreglunnar og
kærði það, að stolið hefði verið frá sér
peningum, og nefndi þá upphæð, sem hann
hafði heyrt, að slátrarinn taldi ofan í kass-
aim. Lögreglan kom á vettvang, fann
lausu fjölina í veggnum og grunaði slátr-
arann. Gerði hún svo húsrannsókn hjá
honum og fann þar einmitt þá peninga-
upphæð, sem maðurinn sagði að stolið
hefði verið frá sér. Bárust þannig öll bönd
að slátraranum og það var enginn vafi á,
að hann yrði dæmdur sekur. í vandræðum
sínum bað hann um að fá að tala við
prestinn. Þá var presturimi sóttur og er
hann heyrði alla málavöxtu,  sagði hann:
—  Fleygið peningunum í vatn.
Það var gert og um leið kom fitubrák
ofan á vatnið.
—  Á þessu getið þér séð, mælti prest-
urinn, — að slátrarinn á peningana.
Haiin er alltaf fitugur á fingrunum, þegar
hann er að afgreiða og fitan hefur festst
við peningana, þegar haTin handlék þá. Þér
skuluð setja hinn manninn i fangelsi, því
að hann er svikari.
Embættismenn barnastúkunnar Siðsemd  nr. 14, Garði, Gullbringusýslu.
14
					
Hide thumbnails
Titilblađ I
Titilblađ I
Efnisskrá II
Efnisskrá II
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
12-13
12-13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24