Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 2
Einar Sigurfinnsson F. 14/9 1884 — D. 17/5 1979 Minningarnar um hinn merka bænda- höfðingja Einar Sigurfinnsson munu leng1 lifa í hugum þeirra er kynntust honum- Hann starfaði mikið og studdi öll menn- ingarmál þjóðarinnar, svo sem bindindis- hreyfinguna og kirkjumál. Hann vai áhugamaður um endurreisn Skálholtsstað- ar og vann að því máli með ráðum og dáð- Fyrri kona var Gíslrún Sigurbergsdóttn en eftirlifandi kona hans er Ragnhildui Guðmundsdóttir. Synir hans eru þeir Dr' Sigurbjörn biskup, Guðmundur garðyrkju- bóndi í Hveragerði og Sigurfinnur verk- sjóri í Vestmannaeyjum. Þegar Heimilisblaðið hóf göngu sína sX' ið 1912 gerðist hann áskrifadi þess og átti það innbudið frá upphafi. 1 eldri árgöng- um þess er töluvert af kvæðum eftir hann, sem þeir sem eiga eldri árganga geta kynnt sér. Rvík, 17. maí 1979. f marz—apríl-hefti „Heimilisblaðsins“ er fyrirspurn frá Sigríði Einarsdóttur um það, hver muni vera höfundur ljóðs sem hefst á orðunum „Við nesið drynur dag og nátt“. Mér fannst ég strax kannast við þetta ljóð, er ég las það, og rifjaðist þá upp fyrir mér að ég hafði lesið það í bernsku og jafnvel lært að nokkru leyti. Ég fletti svo upp í þeim kvæðabókum sem mér þótti líklegar og voru mér tiltækar, og árangurinn varð sá, að ég fann þetta litla ljóð í bókinni „Kvæði“ eftir Þorstein Gíslason skáld og ritstjóra; sú bók kom út snemma á öldinni, og þar er þetta ljóð að finna á bls. 72 undir nafninu „Bærinn á nesinu“, ort árið 1892, þegar höfundur- inn er 25 ára (f. 1867). — Ef efni þessa kvæðis minnir á kvæði Sig. Júl. Jóhann- essonar, „Hún átti sér lítinn og laglegan son“ (en það kvæði þekki ég ekki), þá iw^ ætla að Sigurður hafi orðið fyrir áhrifu111 af kvæði Þorsteins, en ekki öfugt, þar sei*1 Þorsteinn var alla tíð mun þekktara skáld- Þeir voru annars svotil jafnaldrar, Þ01*' steinn aðeins árinu eldri. Sigríður Einarsdóttir virðist hafa l&rt kvæði Þorsteins rétt og muna það ágætlegu- Aðeins upphafsorð 5. erindis er hjá henM öðruvísi en í bókinni: Og brimið skeku' ... í staðinn fyrir: En brimið skekui'- Sömuleiðis er annað orð rangmeðfarið, eJ1 það skrifast á reikning prentvillupúkans- Það er orð í þriðja erindi: öldusjó, í st&ð- inn fyrir öldujó. Það er verið að tala uiu öldu-jó, þ. e. hest öldunnar, en það er skips' kenning. Með þökk fyrir birtinguna. Elias Ma/>’■

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.