Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Hljómlistin

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Hljómlistin

						HLJÓMLISTIN

51

í seinustu verkum Wagners sjmist hann

vanda mest verkefni hljóðfæraílokksins,

enda er hann mesti meistari sem enn hefir

fæðzt í að raddsetja og fara með hljóðfæri;

raddsetning, rythmik svo valin og einkenni-

leg að enginn kemst þar nærri, og áhrifin á

önnur tónskáld eftir Wagners daga mjög greini-

Ieg í þessari grein tónlístarinnar.

Ég leiði hjá mér að tala nákvæmar um

»Leitmotiv« Wagners og önnur einkenni við

tónleik hans, með því þýðingarlítið er að fara

út í þá sálma, nema þá að prenta upp sýnis-

horn þeirra, en það verður ekki gert að

þessu sinni.

Um Wagner, list hans og lífsstarf, hefir

verið ritað geysimikið mál, mjög margir söng-

fræðingar voru honum mjög fjandsamlegir,

töldu hann óaiandi og óferjandi; aðrir lof-

uðu verk hans fram úr öllu hófi og trúðu á

hann og dýrkuðu sem guð. Nú eru slíkar

öfgar mikið horfnar og menn sjá nú kost og

löst á starli Wagners, en kostirnir eru stór-

um yfirgnæfandi. Áhrif hans á tónskáld eru

allmikil, en mest á »Instrumenlation«.

Hér á landi hafa menn átt lítinn kost að

kynnast list Wagncrs. Hún heimtar svo mik-

inn útbúnað og mikla söngkrafta (sérstakl.

stóran hljóðfæraflokk), að engin von er til

að jafn fátækt og lítt kunnandi land og Is-

land, cnn sem komið er, hafi getað ráðist í

slíkt fyrirtæki að sýna leiki Wagners og verð-

ur þess því miður langt að bíða, að söng-

leikir hans hevrist hér.           Ár.

Nótnaprenturí í Gutenberg.

Sú nýlunda gerðist hér 22. maí, að nótna-

letur það, er prentsmiðja D. Östlunds heíir

hingað til haft, fluttist í Gutenberg, og tekur

sú prentsmiðja að sér allskonar nótnaprentun

hér eftir. Fylgiblað Hljómlistarinnar íyrir

apríl og maí er fyrsta verk prentsmiðjunnar

Gutenberg í þessari grein.

Síra Stefán í Vallanesi

og kirkjusöngurinn.

II.

Með siðaskiftunum vaknar hér nj'tt líf í

sálmakveðskapnum og kirkjusöngnum. Bisk-

uparnir fyrstu: Marteinn Einarsson og Gísli

Jónsson voru báðir skáld og eins og áður

er getið, finnast margir sáhnar vel ortir í

sálmabók Marteins, en þó eru þeir svo mis-

jafnir, að varla er hugsanlegt að sami mað-

ur hafi þýtt þá alla. Nokkrir eru sálmarnir

úr bók hans teknir næstum óbreyttir í grall-

arann, og má þar nefna sálmana: »Nú bið

eg guð þú náðir mig« og »Kært lof guðs

kristni alltíð«. Sálmarnir í Gísla bók eru

margir hinir sömu og hjá Marteini, en í

nj'jum þ5Tðingum eftir Gísla biskup sjálfan.

Þaðan eru komnir í grallarann, sálmarnir:

»Kom skapari heilagi andi«, »Nú biðjum vér

heilagan anda«, »AlIeinasta guði i himerike«,

»Jesús Kristur er vor frelsark (sálmur Húss)

og »Guð vor faðir vér þökkum þér«, en sá

sálmur þó nokkuð breyltur.1) Ekki gela þeir

talist tii góðra skálda, biskuparnir, Gísli

Jónsson né Olafur Hjaltason og er Marteinn

Einarsson  þeim  miklu  framar  í  þeirri list,

1) í kirkjusögu Finns Jónssonar III. 361, er

þess getiö aö sálmarnir: »Nú biöjum vér heil-

agan anda«, »AUeinasta guði i himerike« og »Vér

trúum allir á einn guð«, hafi verið i sálmabók

Ólafs Hjaltasonar og séu þeir þaðan komnir í

grallarann. Um Olaf Hjaltason vitum vér að hann

lét fyrstur manna syngja lúterska sálma í isl.

þýðingu i Laufáskirkju árið 1549 er hann var

prestur þar og komst þess vegna í ónáð Jóns

biskups Arasonar, svo hann var þegar settur frá

kjól og kalli. Eigi er ólíklegt að sálmar þessir

séu hinir fyrstu er þýddir hafa verið, enda eru

þeir allir frá fyrstu árum siðaskiftanna, og í

dönskum sálmabókum eru þeir líka nál. 1530; eigi

er heldur óhugsandi að þýöingar þeirra, séu eftir

Gísla Jónsson þó sálmarnir séu i bók Ólafs Hjalta-

sonar og þýðingarnar hafi þegar verið til þó Mar-

teinn biskup hafi gengið á snið við þær og haft

þar sínar þýðingar. En Gisli Jónsson telur þýð-

ingar í sínu kveri allar eftir sjálfan sig.

					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV