Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 3
TniAIUT—— 3. HEFTI 37. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1987 ENDURSKOÐUN VIÐURLAGAKERFISINS Nokkrar umræSur hafa orðið ( þjóðfélaginu um viðurlög við afbrotum, skrif hafa birst í blöðum og skoðanakannanir farið fram. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að of vægilega sé tekið á brotamönnum. Ganga umræður að þessu leyti í svipaða átt hér á landi og I ýmsum öðrum löndum. Hins vegar bendir margt til þess, að dómstólar hafi í seinni tíð verið að herða viðurlög, meðvitað eða ómeðvitað, og er nú í bígerð að kanna nánar, hvort þessu sé svo farið hér á landi. Ef svo er, að viðurlög hafi verið að þyngjast, má spyrja, hvort þörf sé á að herða þau frekar. Þess ber að gæta, að umræður um þessi mál blandast oft tilfinningahita vegna tiltekinna afbrota, en menningarþróun, tilgangur og á- hrif viðurlaga og réttaröryggissjónarmið gleymast að sama skapi. Umræðurn- ar einkennast ekki síður af tvíbentum viðhorfum, þar sem almenningur og fjölmiðlar gagnrýna refsivörslukerfið fyrir of mikla refsihörku og telja fangelsi úrelt sem refsikost, auk þess sem iðulega er ruglað saman refsingu og með- ferð (lækningu, endurhæfingu). Viðurlagakerfið og refsivörslukerfið I heild er ekkert einkamál lögfræðinga og annarra sérfræðinga um refsilög og refsiframkvæmd. Eðli refsilaga er og slíkt, að réttarvitund almennings og siðræn viðhorf hljóta að hafa áhrif á mótun þeirra, beint eða óbeint. En sérfræðingarnir ættu vegna menntunar sinnar og starfsreynslu að gera sér far um að beina hinum nýju viðhorfum I sem skynsamlegastan og mannúðlegastan farveg. Leit að nýjum viðurlagategundum hefur lítinn árangur borið í grannlöndum okkar. Helst hefur verið staldrað við svokallaða samfélagsþjónustu, sem nokk- ur ríki í kringum okkur hafa tekið upp, sum til reynslu. Margt sýnist mæla gegn slíku úrræði hér á landi, og hætt er við, að almenningur mundi telja það merki um linkind refsivörslukerfisins. Smæð þjóðfélagsins og hófleg notkun refsivistar, miðað við önnur Evrópulönd, gerir það að verkum, að úrræði þetta er ekki líklegt til að koma að miklum notum ( þeirri mynd, sem þingsályktun Alþingis fyrr á þessu ári gerir ráð fyrir. Miklu líklegri til árangurs, bæði til að hamla gegn afbrotum og fullnægja réttlætiskennd almennings, eru markvissar úrbætur á núverandi úrræðum, t.d. 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.