Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 55
isákvæðis stjórnarskrárinnar og heimta, að Hæstiréttur viki þessum lögum til hliðar? Og þegar á okkur væri gengið um frekari rök, mynd- um við ekki grípa til svipaðra hugmynda og Locke notar í Ritgerð um ríkisvald? Eg valdi dæmið um dagblað ríkisins af tveimur ástæðum. önnur er, hversu fáránleg okkur finnst öllum sjálf hugmyndin um slíkt dagblað. Við erum öðru vön — sem betur fer. Ólíkir hópar gefa út ólík blöð, og ef einhverjum tekst að finna nægilega marga kaupendur að nýju blaði eða tímariti og treystir sér til að bera ábyrgð á því, sem í ritinu birtist, þá stöðvar hann enginn með valdboði.72 Hin ástæðan er, að svipuð tíðindi hafa orðið á Islandi. Til skamms tíma bönnuðu valdhafar ríkisins öllum öðrum en sjálfum sér að reka útvarpsstöðvar. Við sérstakar aðstæður haustið 1984, þegar útvarps- stöð ríkisins felldi fyrirvaralaust niður sendingar á sama tíma og prentarar voru í verkfalli, þannig að landið var um skeið fiölmiðla- laust, og hóf síðan að senda út óskaplega hlutdrægar fréttir á miklum átakatímum í stjórnmálum, réðst ég ásamt tveimur félögum mínum í að halda uppi útvarpssendingum almenningi til upplýsingar og skemmtunar. En skemmst er frá því að segja, að stöð okkar var lokað með lögregluvaldi eftir átta daga, við vorum ákærðir og dæmdir í und- irrétti í háar fjársektir og hálfsmánaðar fangelsi til vara. 1 varnar- ræðu minni fyrir dómi lagði ég áherslu á, að við gerðum ekki nokkurri sálu mein með útsendingum okkar.73 Við innheimtum ekki afnota- gjald með lögtakshótunum eins og útvarpsstöð ríkisins, og við neydd- um auðvitað erigan til að hlusta á þessar útsendingar. Ég benti líka á, að tala rása í andrúmsloftinu væri að vísu takmörkuð, en þegar að því kæmi, að þrengdist þar um útvarpsstöðvar, mætti leysa það með því að skilgreina eignarrétt á einstökum rásum og leyfa þeim síðan að ganga kaupum og sölum. Hvers vegna mætti ekki selja rásir í anndrúmsloft- inu eins og bújarðir? Ennfremur minnti ég á, að prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar bæri tvímælalaust að skýra í ljósi tíðaranda og tækniþróunar. Þau hlytu að veita okkur vernd eins og þeim, sem hygð- ust gefa út dagblöð. Það er enginn vafi á, að við brutum útvarpslögin frá 1971 með rekstri útvarpsstöðvar okkar, en rétturinn var hins veg- ar okkar megin, og við ofangreindar aðstæður höfðu útvarpslögin í raun og veru fallið úr gildi. Eins og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ságði skömmu síðar um þetta mál á Alþingi, hafa Vesturlandabúar fundið lögmál, sem er æðra einstökum uppá- tækjum valdsmanna.74 í þeim orðum má auðvitað heyra enduróm frá Ritgerð um ríkisvald eftir Locke. Og ég skal ekki heldur neita 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.