Austfirðingur


Austfirðingur - 21.12.1931, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 21.12.1931, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÐINIQUR Jón Q. Snæda!. Fæddur 26. maí 1885. Dáinn 13. des. 1931. —o— Uti geysa norðan hörku hríðar, hásum kveður vetur stormaróm. Dalir, hálsar, fjöll og grundir fríöar fanna greipast ógurlegum klóm. Eftir liðna vonsku vetrartíðar vaxa aftur ný og fögur blóm. Einnig þau er hallar sumri síðar sama þola mega vetrardóm. það er svo með örlög okkar manna enginn veit þá spillir góðri tíð og að baki hárra skýjahranna hverfur okkar gæfusólin blíð. Ungur sá, er vildi veginn kanna, verður stundum úti í fyrstu hríð, jafnvel hann, er lagði í leit hlns sanna, lendir þar í æfiraun og stríð. Þó að sólin skíni í hreinni heiði hafnar dauðinn sig á lífsins strönd. Þó að fögur blóm um jörð sig breiði bliknað geta draums og vonalönd. Neinn sá flýr, er nornir búa reiði — nú viö síðast tökum þjer í hönd. — Og við hryggir gerum gröf (>g leiði góðuin dreng er leysti jarðarbönd. — o— Snædal reyndi snemma þraut og vanda, Snædai bar þó hrausta og glaða sál, og í snævi-snerrum jökullanda Snædal lyfti glasi og sagði skál! Sneiddi síst hjá snauðum vegfar- anda, Snædal veitti öllum Rínarbál, og með snörum snillingshug og anda Snædal vakti söng og gleðimál. Snædal vildi um æfidaga alla eiga ból á fnðri sveitar grund og við sól í sæludölum fjalla sitja þegar hrygðin snerti lund. Eitt sinn, kvað hann, æfi manns skal halla enginn maður flýr þá skapastund. Sagði líka lán að mega falla lífs þá ekki finnast opin sund. Snædal kvaddi góðar æskugrundir guði sitt og alla menn hann fal. Sagöi að greru allar sínar undir yfir frá í góðra dísa sal. þegar nú að úti eru æfistundir áfram stefna hinumegin skal. Veit jeg þá að vinar hlýjar mundir vísa leið um næsta Jökuldal. Benedikt Gíslason. Erfiljóðin sem hjer birtast um Jón G. Snædal eru eftir sveitunga hans Benedikt Gíslason bónda í Hofteigi, frá Egilsstööum í Vopna- firöi. Mun þetta vera fyrsta kvæöi sem birst hefir opinberlega eftir Benedikt, og er myndarlega á stað farið. Stefán Sigurðsson hreppstjóri á Sleðbrjót. Hann var fæddur á Geirastöð- um í Hróaistungu, 6. júní 1875. Foreldrar hans voru: Sigurður hreppstjóri á Geirastöðum, Ein- arsson, bónda á Litlasteinsvaði, Sigurðssonar bónda á Sleðbrjót, Hallssonar bónda í Njarðvík, Ein- arssonar bónda sst., Guðmunds- sonar bónda sst,, Hallssonar iög- rjettumanns sst., Einarssonar digra, lögr.m. sst. Magnússonar, cf Njarð- víkurætt hinni gömlu, er komin var af Hákarla-Bjarna sýslumanni á Ketilsstöðum á Völlumogkonu hans Ragnhildi þorvarðardóttur frá Möðruvöllum í Eyjafirði, Lofts- sonar hins ríka Guttormssonar), og 3. kona hans Guðrún Odds- dóttir bónda í Meðalnesi, Hildi brandssonar bónda á Ekkjufelli, Þorvarðarsonar bónda í Brekku- gerði, Einarssonar. Voru þau hjónin Sigurður og Guðrún valin- kunn sæmdarhjón, einkum var Guðrún orðlögð fyrir góðgerðir og rausn við fátæka. — Bræðr- ungar við Stefán eru þeir hrepp stjórarnir: Björn Hallsson á Rangá og Hallur Bjarnarson á Kóreks- stöðum. Hafa því þrír bræðrasyn- ir verið hreppstjórar í þremur ystu hreppum Fljótsdalshjeraös nú um langt skeið. Foreldra sína misti Stefán með stuttu millibili, innan við ferming- ara'.dur, ólst hann eftir það upp hjá móður- og föðurfrændum fram um tvítugt. Ungur rjeðist Stefán til utanferðar, til trjesmíða- náms í Kaupmannahöfn. Samt gerði hann ekki þá iðn að at- vinnu sinni nema um stundarsak- ir og í hjáverkum, því brátt hneigð- ist hugur hans til búskapar. Fá- um árum eftir að heim kom keypti Stefán stórbýlið Sleðbrjót í Hlíðarhreppi og þótti það í mikið ráðist af fjelitlum manni. Byrjaði hann þar jafnskjótt búskap og bjó þar góðu og farsælu búi til æfiloka. Var heimili hans jafnan orðlagt fyrir risnu og greiðvikni og stóðu dyr hans ætíð opnar öllum nauðleitamönnum og gestum sem að garði báru. Auðvitað átti hin mikilhæfa kona hans einnig drjúg- an þátt í því að gera garð hans frægan. Stefán var mannvænlegur mað- ur að vexti og áliti og aö öllu hinn drengiiegasti. Hann var skýr maður og athugull um margt og hinn vinsælasti. Naut hann hylli og virðingar allra sem kynntust honum, enda var hann jafnan glaður og reifur í öllum viðræð- um, skemtilegur og oft fyndinn, en gætti þó jafnan hófs í því sem öðru. Hann var foringi sveitar sinnar á meðan hans naut vlð og gengdi ýmsum trúnaðarstörfum í þarfir hennar. Hreppstjóri var hann um langt skeið, sat í sýslu- nefnd um mörg ár og ýms fleiri opinber störf voru honum falin. Rækti hann þau öll með sjerstakri alúð og samviskusemi, því í engu vildi hann vamm sitt vita. Lands- Frá Hansen & Co. A/S., Fredriksstad útvega jeg: Allskonar verkamannaföt úr „Dongry“ og „Kaki“, hlífi- jakka og vindjakka og allskonar olíufatnað. Ennfremur tilbúna hlííi- dúka, (Presenninger) eða efni í hlífidúka, tjöld og sóltlöld yfir glugga o. fl. — Kaupmenn og kaupfjelög! þjer tryggið yður viðskiftamenn, ef þjer eingöngu hafið ofangreindar vörur á boðstólum frá þessu firma, sem er margviðurkent að sjeu þær bestu að efni og öllum frágangi, sem hægt er að fá. Snúið yður til mín með allar nánari upplýsingar. — Gísli Jónsson. mál ljef Stefán talsvert til sfn taka og hafði áhuga á þeim þjóðmál- um sem miðuðu að framförum og þjóðþrifum í landinu, enda unni hann landi sínu af alhug og vildi veg þess og sóma í hvívetna. Trúmaður var Stéfán heitur, en þó frjálslyndur í þeim efnum sem fleirum, — hneigðist hugur hans æ meir að hinum svonefndu ei- lífðarmálum er á æfi hans leið. Las hann nokkuð um þau efni og hugur hans leitaði með vaxandi áhuga lausnar á ýmsum viðfangs- efnum í þeirri grein. — Er eftir- sjá mikil að slfkum mönnum sem Stefán var og stórt skarð fyrir skildi við fráfall hans. Haustið 1930 kendi Stefán fyrir alvöru vanheilsu þeirrar er dró hann til dauða. í aprílmánuði síðastl. afrjeð hann að fara til Reykjavíkur að leita sjer lækninga — þó mun hann ekki hafa geng- ið þess dulinn til hvers draga mundi. Enda fór svo að honum auðnaðist ekki að fá heilsuna aftur. Hann andaðist á Landsspít- alanum í Reykjavík 21. júlí síð- astliðinn. Árið 1906 kvæntist Stefán Björgu dóttur merkishjónanna Slgmundar Jónssonar bónda í Gunnliildar- gerði og konu hans Guðrúnar Sigfúsdóttur. Lifir hún mann sinn. Eignuðust þau fjögur börn sem öll eru á lífi og hin mannvænleg- ustu: Magnhildi gifta Birni bóuda Kristjánssyni í Grófarseli, Sigurð, Guðrúnu og Geir. Eru þrjú hin síðasttöldu einhleyp í föðurgarðl. Stefán var konu og börnum og öllum sem dvöldu á heimili hans hinn ágætasti heimilisfaöir, bar hann heill þeirra og hamingju fyr- ir brjósti til hinstu stundar; er því hinum nánu ástvinum mikill harm- ur kveðinn við dauða hans og einnig öllum öðrum vinum hans, fjær og nær, — því tryggari og vinfastari maður en Stefán var, er vandfundinn. Get jeg sem þetta rita vel um það dæmt því jeg hefi þekt hann frá barnæsku. Kveð jeg og allir vinir hans hann með söknuði. Nefbjarnarstöðnm, 12 okt. 1931. Jón Jónsson. Hjúskapur. í gærkvöld voru gefin saman af sóknarprestinum ungfrú Lára Blö.i- dal og Sverrir Sigurðsson, versl- unarmaður. í fyrrakvöld voru gefin saman ungfrú Vilhelmína Jónsdóttir ng Gunnlaugur Jónasson, bankagjald- keri. Þingmálafundargerð. —o— Árið 1931, laugardaginn 28. nóvember, var þingmálafundur haldinn að Egilsstöðum á Völlum: Sveinn Jónsson bóndi á Egils- stöðum setti fundinn, nefndi til fundarstjóra Björn Halisson hrepp- stjóra á Rangá, til ritara Erling Þ. Sveinsson bónda á Víðivöllum. Á fundinum voru mættir þingmenn- irnir Páll Hermannsson og Ingvar Pálmason. þessar tillögur voru samþyktar: 1. Fjárhagsmál. „Fundurinn Iítur svo á, að síð- asta þing hafi sýnt alt of litla gætni við afgreiðslu fjárlaganna, þar sem þau væri samþykt hærri en nokkru sinni áður og með tekjuhalla, þrátt fyrir þá yfirstandandi fjár- hagsörðugleika, sem atvinnuvegir þjóðarinnar eiga nú við að búa og svo eru þungbærir, að þeim liggur við hruni. Skorar því fund- urinn mjög alvarlega á næsta Al- þingi að sýna ítrustu varfærni um afgreiðslu fjárlaganna fyrir árið 1933, áætla tekjur varlega, stilla gjöldum svo í hóf, sem unt erog afgreiða þau alls ekki með tekju- halla“. Till. var samþykt með miklum meirihluta atkvaða án mótatkvæða. 2. Kjördæmaskipunin. Fundurinn skorar á Alþingi að halda fast við þá kjördæmaskipun sem nú gildir, og hvika í engu frá henni“. Samþ. með 23 atkv. gegn 4. 3. Atvinnubætur. „Fundurinn telur þá ákvörðun síðasta þings, aö veita fje til at- vinnubóta mjög varhugaverðar og leggur áherslu á að svo verði ekki gjört eftirleiðis, nema vinnu þeirri sem framkvæmd er f atvinnubóta- skyni sje varið til þess að auka og bæta framleiðslu og fram- leiðslumöguleika til Iands ogsjáv- ar“. Till. samþ. með 21 gegn 8. 4. Ráðstafanirvegnalandbúnaðar. „Eins og komið er hag land- búnaðarins, telur fundurinn brýna nauðsyn þess, að sett sje löggjöf gagnvart skuldheimtum og gjald- þrota meðferö nauðstaddra bú- enda þannig aö þeim haldist opfn leið til áframhaldandi atvinnurekst- urs. Fyrir því skorar fundurinn á Alþ. að setja lög er banni sölu á jörðum og nauðsynlegum bústofni bænda til lúkninga skulda meðan þetta fjárkreppuástand ríkir.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.